Vormaraþon FM 21.4.2012

Lagt af stað í myrkri, Vormarþon FM 21.4.2012

Ég hef ekki staðið mig undanfarið, gleymdi að blogga að ég hjólaði 15 km síðasta mánudag og hljóp 8,5 km á þriðjudag.

Í morgun... snemma (4:46) lagði ég af stað í Vormaraþoninu, ég fæ alltaf að byrja fyrr. Það var myrkur þegar ég mætti á staðinn og 4,2 stiga frost - það bjargaði því að það var logn - en maður minn hvað kuldinn beit.

Ég var varla komin af stað þegar það var orðið albjart. Mætti fleiri kanínum en fólki í fyrri hring. Í seinni hring vildi þannig til að Rögnvaldur var ræstur rétt eftir að ég snéri. Það hlýnaði í seinni hring en blés aðeins köldu.

Mark, Vormaraþon FM, 21.4.2012

Þegar ég var uþb hálfnuð til baka í seinni hring, fór ég að finna fyrir krampa í kálfum... svo ég gekk töluvert eftir það... ekki skrítið miðað við æfingaleysið á mér... ég hef bara hlaupið tvisvar í viku síðan í nóvember... Kom fyrst í mark ;) enda voru hinir ræstir kl 8:00...  hehe...

Þetta maraþon er nr 142 hjá mér
garmurinn mældi það 42,55 km og tímann 5:12:01


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband