Færsluflokkur: Áramóta annálar

Hlaupa-annáll fyrir árið 2013

Gleðilegt nýtt HLAUPA-ÁR 

Árið 2013 hefur verið viðburðaríkt, bæði gleðilegir atburðir og sorglegir. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Þó maður viti að einhvern tíma komi að sorgardegi í lífi manns þá vonar maður alltaf að hann komi einhvern tíma seinna.
Blessuð sé minning þeirra.

Verðlaunapeningar 2013

Árum saman höfðum við Lúlli þann sið að fara erlendis á milli jóla og nýjárs og ég hljóp einhversstaðar á nýbyrjuðu ári... en nú gerðist í annað sinn, það sem ég hélt að myndi aldrei gerast... að vera erlendis á jólum. Í fyrra vorum við í Texas en nú erum við í Californíu hjá okkar kæru Jonnu. 

Ég byrjaði árið 2013 með því að hlaupa Texas-Marathon á nýjársdag og má segja að þá hafi línurnar verið lagðar fyrir árið...
Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013ég er sem sagt lögð af stað í annan hring um fylki USA. Ég held ég hafi ekki hlaupið eins mörg maraþon á einu ári í eins fáum ferðum og í eins lélegu formi áður.

Ég komst í gegnum 18 maraþon í 8 ferðum... þrisvar fór ég ein... í þrem þeirra fór ég aðeins eitt maraþon í ferðinni, í tveim ferðum fór ég 4 maraþon í hvorri. Tvisvar hljóp ég 2 daga í röð og einu sinni 3 daga í röð. Ég tók þátt í tveim hlaupaseríum,
The New England Challenge og
Center of the Nation... þar sem við stóðum á Geographic Center of the Nation í S-Dakota.
Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 441,1Heima hljóp aðeins Reykjavíkur maraþon... Ég held það hafi aldrei gerst áður að ég hafi hvorki hlaupið vor-eða haust-maraþonið hjá FM.

Mér tókst að komast á Reunion hjá 2 klúbbum, í maí í Seattle hjá Marathon Maniacs og hjá 50 States Marathon Club í Connecticut í október.

Space Coast Marathon 1.des 2013

Næst síðasta ferðin á þessu ári var SYSTRA-ferð til Florida yfir Thanksgiving... en það er algjör nýbreyttni að ég taki einhverja aðra en Bíðara nr 1 með... en í Flórida hljóp ég Space Coast Marathon og voru Berghildur og Edda svo ánægðar með ferðina að hún verður árviss og þær fara að æfa svo þær komist hálft-maraþon. 

Síðasta maraþon ársins 2013 var Operation Jack á annan í Jólum. En það maraþon er 17 maraþonið mitt í Californíu... I LOVE CALIFFORNIA.


Annáll fyrir HLAUP-ÁRIÐ 2012

Guffi - 7. og 8. jan 2012

Ég hef alltaf setið heima og skrifað annál ársins en nú er ég stödd í Texas. Í fyrra náði ég þeim ótrúlega áfanga að hlaupa maraþon í fimmtugasta og síðasta fylkinu og hljóp alls 13 maraþon á því ári.

Í ár fór öll orkan fyrri hluta ársins í að útskrifast úr guðfræðideildinni og einhvernveginn fór allur vindur úr mér eftir það - tveim stórum áföngum var lokið - nú var tími til að halla sér aftur á bak.

Árið byrjaði á því að ég hljóp HÁLFT maraþon í Orlando - HVAÐ ER AÐ GERAST ???... nei, nei ég hljóp GUFFA. Hálft maraþon fyrri daginn og heilt daginn eftir. Það kostar lifur og lungu að taka þátt í Guffa en ég lét mig hafa það til að fagna hinum stóru áföngum.
Verðlaunin 2012Síðan flugum við til Arizona því stefnan þetta árið var að hlaupa nokkur Rock´N´Roll maraþon á sama árinu og fá flott auka-BLING fyrir það.
Í upphafi ársins þorði ég ekki að vonast eftir mörgum, þetta eru svo dýr maraþon og dreifð að það er ómögulegt fyrir mig að hlaupa mörg í ferð - en í árslok eru þau orðin FIMM.

Phoenix Arizona........  15.jan.
Nashville Tennessee.  28.apr.
San Diego.................... 3.júní
Denver....................... 22.sept.
Las Vegas.................... 2.des. 

Heima hljóp ég bæði vor-og haust-maraþonin og í Reykjavík heilt maraþon 16.árið í röð. 

Síðustu fjögur ár hef ég hlaupið 1x tvö maraþon á einni helgi. Ég var skráð í svona samloku í júní þegar ég fór í annað sinn á Reunion hjá Marathon Maniacs en varð að hætta við það.

Double in Texas Dec. 21st and 22nd. 2012

Það var síðan fyrir algeran klíkuskap að ég komst inn í hrikalega spennandi samloku-hlaup... End of the World Marathon  og Day After the End of the World Marathon, 21 og 22.des. en 21.des endaði dagatal Mayanna. Hvor verðlaunapeningur fyrir þessi hlaup er rúmlega hálft kíló og þeir sem hlupu bæði maraþonin fengu gull-auka-pening sem hafði báðar hliðar hinna peninganna.
End of the World Marathon var 150.maraþonið mitt.
Það voru vinir mínir Paula og Steve Boone í 50 States Marathon Club sem héldu maraþonin og kreistu mig inn... og svo vildi til að með stuttum fyrirvara fann Bíðari nr.1 flugfar á viðunnandi verði... og nú bíðum við eftir Texas Maraþoni sem þau halda 1.jan ár hvert.

Samtals hljóp ég 12 maraþon á þessu ári... 
3 heima og 9 í sex ferðum til USA.

Ég hef ekki tekið saman hlaupna kílómetra á árinu. Ég skráði áður hlaupin í hlaupadagbókinni en eftir að hún hrundi nenni ég ekki að standa í svoleiðis. Ég held utanum hlaupin mín sjálf á bloggsíðunni og í exel skjali, bara fyrir mig :) en maraþonin eru alls orðin 151 talsins.

Ég er með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár 


Hlaupa-annáll 2011


MÉR TÓKST ÞAÐ - I DID IT - ÓTRÚLEGT EN SATT 

Á þessu ári náði ég takmarki sem ég hefði einhverntíma talið fráleitt. Ég get ekki sagt með vissu, hvenær ég setti mér þetta takmark að hlaupa í öllum fylkjum Bandaríkjanna... Ég hef sennilega tekið ákvörðun snemma árið 2008. Eftir það sé ég á maraþon skránni minni (sem er í exel) að ég hranna inn fylkjunum, 2008 bæti ég 11 fylkjum í safnið. Í jan 2009 gekk ég í 50 State Marathon Club, þá komin með 31 fylki. 2009 bættust 13 fylki við og 2010 náði ég 5 í viðbót. Um síðustu áramót var því EITT fylki eftir og Washington DC (sem er ekki fylki). 

verðlaun 2011

Í mars var farin stelpuferð til DC. Ég hljóp maraþon en dæturnar þrjár versluðu. Síðasta fylkið féll síðan í Delaware 15.maí, þar sem litla systir og fjölskylda beið í markinu með íslenska fánann, dásamlegt Kissing

Þar sem geðveikin er á háu stigi hjá mér - gekk ég í MARATHON MANIAC´S... og mætti um haustið á Reunion í Appleton... eini félags-skapurinn -where you feel normal-

13 maraþon voru hlaupin á árinu, 4 hér heima en 9 maraþon í 5 ferðum til USA. Það sem er athyglisvert er að í þrem af þessum USA-ferðum hljóp ég bara eitt maraþon. Um haustið fór ég 3 ferðir til USA og hljóp þá 8 maraþon á 8 vikum (18 sept.-13.nóv), því Haustmarþonið kom inn á milli ferða. 

Tveir aðrir áfangar voru settir, ég hljóp heilt maraþon 15. árið í röð í Reykjavíkur-maraþoni og svo hljóp ég maraþon í 15. sinn í Californíu... en CA er uppáhaldið mitt og fylkið sem ég hef hlaupið oftast í.

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2011 reiknast 1698,5 km (Blush), en ég hjólaði 921,7 km og gekk 175,6 km í Ratleik Hafnarfjarðar og á einhver fjöll.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlaupa-annáll 2010

verðlaunapen 2010Árið 2010 var ágætis hlaup-ár hjá mér þó ég færi ekki mörg maraþon, hljóp aðeins 8 á þessu ári.
Kannski er ekki hægt að miða við síðustu tvö ár... 20 stk 2009 og 17 stk 2008 en ég gat farið oftar og lengri ferðir út þegar ég tók mér ársfrí frá skólanum Kissing
Hér er mynd af verðlaunapeningum ársins.

3 maraþon voru hlaupin hér heima og eru nokkuð mörg ár síðan ég hef verið á landinu til að hlaupa bæði vor-og haust-maraþon Félags maraþonhlaupara en auk þeirra hljóp ég heilt maraþon 14.árið í röð í Reykjavík.

Þau 5 maraþon sem eftir er að telja voru hlaupin í USA - hvað annað. Um síðustu áramót var ég komin með 44 fylki en nú eru 49 fallin... og aðeins EITT eftir.
Ég sé núna að þetta hefur verið frekar slappt ár, aðeins farnar 3 ferðir til USA... hlaupið í MA, RI, CT, IN og OH... en síðustu 3 maraþonin voru hlaupin á einni viku.
Bíðarinn kom tvisvar með, ekki til Rhode Island - þá fór ég ein.

Nú er bara DE (Delaware) eftir Cool
Tvær ferðir til USA eru þegar pantaðar... 26. mars hleyp ég í Washington DC og dæturnar versla Wink
15. maí verður hinum stóra áfanga náð þegar síðasta fylkið -DELAWARE- fellur og þá ætlar yngsta systir og fjölskylda að koma með Wizard 

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2010 reiknast 2318,5 km... en að auki gekk ég heilmikið þegar tók ég ratleik Hafnarfjarðar með Svavari, Tinnu Sól og Berghildi og nokkrar fjallgöngur og gönguferðir voru einnig farnar Whistling

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlaupa-annáll 2009

verðlaunapeningar 2009Þetta ár var annasamt hjá mér... 20 maraþon hlaupin á árinu LoL 
Hér er mynd af verðlauna-peningum ársins.
5 maraþon voru hlaupin hér heima, Mývatn, Akureyri, Reykjavík, FM-haustmaran og maraþon 100 km félagsins. 

15 maraþon féllu í USA... þar af voru 13 þeirra í nýjum fylkjum og komst tala fallinna fylkja í 44 talsins. Ég hljóp 2 í Florida í jan. en hafði hlaupið þar áður, svo þar bættist ekkert við. Fylkin sem bættust við eru, MS, GA, VA, NJ, OK, CO, WV, AK, PA, MI, NH, ME og NC Cool

Farnar voru 7 ferðir á árinu til Usa og hlaupin 1-4 maraþon í ferð. Í svona ferðum er það ekki bara flugþreyta og tímamunur sem leggst á mann heldur einnig mikil keyrsla... fyrir utan aukinn kostnað eftir kreppuna... Sideways... W00t... Pinch 
Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið í 4 ferðum en 3-svar fór ég ein.
Bíðari nr 2 hefur staðið sig ágætlega en hann á fullt í fangi með að fylgjast með og uppfæra maraþonskrána mína.

Hlaupnir kílómetrar á árinu teljast 2.065 sem er nú ekki mikið... enda engar æfingar á milli, þegar maraþonin eru vikulega eða jafnvel 2 maraþon á einni helgi... og enn eru bara 52 vikur í árinu.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna þeim saman og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

 

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlaupárs-annáll 2008

verðlaunapeningar2008Þetta ár hefur verið sannkallað hlaupár... ekki aðeins í þeirri merkingu að dagar þess voru 366, heldur í þeirri merkingu að ég hef aldrei hlaupið eins mörg maraþon á einu ári... eða 17 talsins.

Síðasta haust fékk ég hásinameiðsli og varð að hætta við Marine Corps Maraþonið í Washington DC í okt... þess vegna hélt að ég myndi nú ekki hlaupa mikið þetta árið... Crying
En við vorum búin að kaupa ferð til Californíu um áramótin og ég var búin að kaupa mig inn í Rock´N´Roll maraþonið í Arizona... og ég var nokkuð góð í fætinum W00t 

Músíkmaraþonin eru sérstaklega skemmtileg, svo ég ákvað að láta mig hafa það og kraftganga... með þeirri hugsun að hætta þá bara á leiðinni ef hásinin myndi bresta.  Þar með var ekki aftur snúið... þetta varð eina ferðin á árinu sem ég hef aðeins tekið 1 maraþon.

hlaupandikonaNæsta ferð var farin í febrúar og þá voru tekin 2 maraþon á 1 viku. Þegar skólinn var búinn í maí, var þriðja ferðin farin og þá voru tekin 4 maraþon á 3 vikum. Reykjavíkurmaraþon var síðan samviskusamlega farið hér heima í ágúst.

Fjórða maraþonferðin var farin til Usa í september og þetta sinn í miðríkin og á 5 vikum hljóp ég 7 maraþon.
Fimmta og síðasta ferðin var farin rétt fyrir jól og tekin 2 maraþon...

komin í markSamtals eru þetta 17 maraþon á einu ári... og Blush... hummm... eitt hálfmaraþon á Suðurnesjum.
Samtals... 738,5 km
Á þessu ári bætti ég 11 nýjum fylkjum í safnið og hef því afgreitt 31 af 50 fylkjum USA... og maraþonin orðin 98 talsins.

Næsta maraþon er 3. jan í Jackson, Mississippi http://www.msbluesmarathon.com/
og 100. maraþonið verður 11.jan 2009 í Disney í Florida http://www.DisneyWorldMarathon.com 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðilegt hlaupár 2008


Sælar Byltur og gleðilegt hlaupár Kissing

Ég les það á Mbl.is að það sé brjálað veður heima... svo það er um að gera að njóta frídaganna og þegar þið farið af stað..... VERA MED BRODDA ef það er hálka... annars er hætta á að Byltur liggi i götunni.  Pinch

Við hjónin flugum til Californiu á annan dag jóla.  vorum fyrst nokkra daga á Redondo Beach en erum nú í heimsókn hjá vinum i Santa Barbara, þar sem ég kemst í tölvu.  Við höfum það eins gott og hægt er, bara bolaveður alla daga.  Cool

Ég hef ekkert hlaupið enn, enda nóg að gera á útsölunum hérna, maður kemur dauðþreyttur heim á hverju kvöldi.

PS. Ferðasagan er á...  bryndissvavars.blog.is

Árið 2007
... hljóp ég aðeins 7 maraþon, þrjú þeirra hljóp ég heima, Mars-maraþonið, Mývatns maraþon og Reykjavíkur maraþon og 4 maraþon hljóp ég í USA en það voru OC í Californíu, Houston í Texas, Green River í Wyoming og New Mexico maraþon í Albuquerque. 

Samtals eru maraþonin orðin 81 

Gleðilegt hlaupa-ár 2008

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband