Færsluflokkur: MARAÞON

Haustmaraþon FM 23.okt. 2010

Lagði af stað kl 6... og niðamyrkur

Ég fór mjög þægilega í gegnum skráninguna og slapp við að sækja númerið. Greiðsla og skráning var í gegnum netið og í gegnum tölvupóst fékk ég leyfi til að byrja á undan hinum sem er snilld þegar maður fer ekki hraðar en snígill sem hleypur Wink

Bíðari nr 1 keyrði mig í Elliðaárdalinn og ég lagði af stað 6:02... sem er annars óguðlegur hlaupatími. Ég var með minn Garmin sem mælir vegalengdina og tekur tímann og ég var með gel og vatn með mér því langt var í að drykkjarstöðvar opnuðu. Myrkrið var ekki vandamál fyrr en í Skerjafirðinum þar sem engin lýsing er á löngum kafla á göngustígnum. það var frekar kalt sem hentar mér Smile

Haustmaraþon FM, 23.okt 2010

Sama leiðin er farin tvisvar sinnum fram og til baka og fannst mér gaman að mæta hlaupurunum sem voru ræstir tveimur tímum síðar. Maginn sem hefur angrað mig alla vikuna var til friðs í hlaupinu. Þreyta fór að segja til sín á síðasta leggnum, þ.e. seinni bakaleiðinni og var ég farin að ganga svolítið á milli og fegin þegar ég kom í mark og hæst ánægð með tímann 4:59:02 W00t 

Þetta maraþon er nr 126, áttunda á árinu en fjórða á tveimur vikum.


Gögn og Columbus Marathon Ohio, 17.okt. 2010

startið í Columbus 17.okt 2010Nationwide Better Health
Columbus Marathon
& Half Marathon, Columbus,
Ohio USA   
17.okt  2010
http://www.columbusmarathon.com/

Við keyrðum frá Indianapolis strax eftir maraþonið þar og vorum komin kl 5:30 að sækja gögnin fyrir næsta maraþon. Síðan var bara að koma sér á hótelið, draga allt dótið inn og setja upp nýtt heimili í 2 daga, fara í sturtu og gera allt klárt fyrir Columbus marathon.  

míla 13, hálfnuð í Columbus 17.okt 2010Klukkan var stillt á 4:45... við vorum vöknuð áður, ég get ekki kvartað yfir því að vera þreytt, nú var allt gert með hraði. Columbus marathon er 15 þús manna hlaup og ekki sniðugt að koma seint, lenda í bílaröð og fullum bílastæðahúsum. Við vorum komin á staðinn 5:15, fengum gott bílastæði nálægt startinu og hlaupið var ræst kl 7:30

Markmynd í Columbus 17.okt 2010Það var kalt í morgunsárið og gott að geta rétt Bíðara nr 1 jakkann á síðustu stundu. Allt gekk vel fyrstu mílurnar svo tók þreytan að síga á.
Hitastigið var um 25°c eins og í hlaupinu í gær. Ég var með orkugel sem ég tók á 4 mílna fresti og var alveg komin með ógeð í lokin bæði fyrir gelinu og Gatorade.
Aldrei þessu vant var hlaupið hringur sem er miklu skemmtilegra... ég var samt komin með nóg og gekk að mestu síðustu 3 mílurnar... en maður verður að koma hlaupandi í markið.

Columbus Ohio 17.okt 2010Garmurinn ákvað að vera fullur í hlaupinu og hætti að mæla rétta vegalengd en mældi tímann. Eitthvað klikkaði að stoppa klukkuna á réttum tíma en ég giska á að ég hafi verið 5:45

Þetta maraþon er nr. 125
Ohio er 49. fylkið mitt... EITT EFTIR  W00t

Þetta maraþon er hlaupið til heiðurs yngstu dótturinni Lovísu sem er 25 ára í dag. Til hamingju dúllan mín.


Indianapolis Marathon IN, 16.okt 2010

Community Health Network Indianapolis Marathon & Half Marathon, 5K, Marathon Relay, Kids Marathon Indianapolis/Lawrence, Indiana USA  16.okt 2010 kl 8:30
http://www.IndianapolisMarathon.com/ 

startið í IndianapolisÉg fór snemma að sofa, ekki veitti af og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð áður. Við þurftum að mæta snemma til að fá bílastæði nálægt. Startið og markið er innan ramma gatna sem eru hlaupnar og þeim lokað kl 7:30... klst fyrir ræsingu.

Við létum okkur ekki vanta, Lúlli varð að hanga á staðnum eftir mér því við tékkuðum okkur út af hótelinu þegar við fórum þaðan.

komin í mark í Indianapolis 16.okt.2010Aldrei þessu vant var ég léttklædd, hnébuxur og stuttermabolur... og það var næturfrost Pinch ég var frosin fyrstu mílurnar en síðan hitnaði vel. Hlaupið liðaðist eins og slanga umeinhvern garð og ég vissi sjaldan hvort fólkið sem ég sá var á undan mér eða eftir... þangað til það skildi á milli hálfa og heila maraþonsins. Sá hluti var fram og til baka skemmtilegheit FootinMouth
Mér gekk bara ágætlega, ég reyndi að hlaupa ekki í halla - það fer illa með mig.

Garmurinn mældi vegalengdina 26,4 mílur og tímann 5:06:39

Þetta maraþon er nr 124 hjá mér
Indiana er 48. fylkið mitt... 2 eftir.............. újé...... W00t 


ING Hartford Marathon CT, 9.okt. 2010

ING Hartford Marathon & Half Marathon, Marathon Team Relay, 5K and Kids K. Hartford, Connecticut USA... 9.okt 2010
gögnin sótt í Hartford CT 8.okt.2010http://www.inghartfordmarathon.com

Vaknaði fyrir kl 5. For snemma ad sofa og svaf agaetlega. vorum komin a startid klst fyrir hlaup sem var raest eftir baen og tjodsong kl. 8. Eg fann mig aldrei i hlaupinu... tad hitnadi verulega mjog fljott, en tad sem dregur mig alltaf nidur er grofar gotur, mikill gotuhalli og langar leidir fram og til baka. Tannig var tad nuna... ad auki var eg ad berjast vid ad fa ekki krampa i iljunum.
klósettröð í Hartford CT 9.okt.2010A sidustu milunni fekk eg hrikalegan krampa i vinstra laerid, haltradi afram en var buin ad jafna mig nog til ad geta hlaupid i mark. Foringinn tok myndir sem eg set seinna...
tetta er nog fyrir Best Buy ;)

Þetta svolítið fyndið að lesa þetta, svo ég ætla bara að þýða þetta á íslensku: vaknaði kl 5, hafði farið snemma að sofa og svaf ágætlega. Við vorum komin á startið klst fyrir maraþonið sem var ræst með bæn og þjóðsöngnum kl.8.

komin í startholurnar í Hartford CT 9.okt 2010Ég fann mig aldrei í hlaupinu, fór kannski of hratt af stað og svo hitnaði verulega, mjög fljótt.
Það sem dregur mig alltaf niður eru gróft malbik á götunum, mikill götuhalli og langar leiðir fram og til baka þar sem maður mætir þeim sem eru á undan í hlaupinu... þannig var leiðin núna. 
CT afgreitt 3 fylki eftirAð auki var ég að berjast við að fá ekki krampa í iljarnar. Á síðustu mílunni fékk ég hrikalegan krampa í vinstra lærið, haltraði áfram og var búin að jafna mig nóg til að geta hlaupið í mark.
Foringinn beið í markinu eins og alltaf.

Garmurinn minn mældi maraþonið 42 km og tímann 5:15:36. 
Þetta maraþon er nr. 123 hjá mér,
Connecticut er 47. fylkið mitt


Cox Sports Providence Marathon 2.maí 2010

Cox Sports Providence Marathon & Half Marathon and 5K
Providence, RI USA, 2.maí 2010 http://www.rhoderaces.com

Cox Providence 2.maí 2010Klukkan var stillt á 4:30 en ég var vöknuð áður. Allt dótið varð að vera pakkað til brottfarar því ég flýg heim á eftir. Ég gat troðið því öllu í skottið, það er ekki gott að láta sjást í töskur í bílnum. Ég tékkaði mig út um 6:30 og keyrði til Providence. Ég var hvílíkt heppin að ná mælastæði í miðbænum, en það er frítt á sunnudögum og þar að leiðandi engin tímamörk.

Cox Providence 2.maí 2010Það var svolítið asnalegt system á geymslu-dótinu, það var tékkað inn á 3. hæð á Westin, svolítið frá startinu. Þar var ég með mynda-vélina, bíllyklana og það sem ég var í þar til rétt fyrir start. Það var því smá vesen að láta mynda sig fyrir og eftir hlaupið og ég nennti ekki að fara aftur á startið í öfuga átt við bílinn... fyrir eina mynd.

Hlaupið var ræst kl 8. Veðrið var hlýtt og ég of mikið klædd, í síðum hlaupabuxum. í fyrstu var skýjað og þægileg gola í fangið. Mér gekk rosa vel að 16.mílu. þá fór að síga í mig þó ég hellti yfir mig vatni svo fötin væru blaut og kældu aðeins. Frá ca 20.mílu var sólin farin að hita verulega... þá fór ég að ganga meira á milli...

Tími og vegalengd mældust 5:32:08 og 27,02 mílur (43,49 km.) á mínu Garmin.

Cox Providence Marathonið er 121 maraþonið mitt
Rhode Island er 46. fylkið mitt

Bara 4 fylki eftir… Cool


Gögnin sótt í Providence RI

Áttan mín er í MA, ég var ca 10 mín að keyra niður til Providence. Þetta er mjög beint þar til maður kemur downtown... what a mess... flækjusystem.

Expo-ið var á Westin hótelinu... ég var hálftíma að sækja númerið... það var ekkert um að vera þar. síðan keyrði ég þangað sem ég get skilið bílinn eftir á meðan ég hleyp.

Svo verslaði ég AÐEINS meira og dreif mig til baka á hótelið.


Hyannis Marathon MA, 28.febr.2010

Hyannis Marathon & Half Marathon, 10Km & Marathon Team Relay Hyannis, MA USA, 28.febr. 2010 http://www.hyannismarathon.com

HyannisMarathon.MA, 28.feb 2010Klukkan var stillt á 6:30... ég svaf undarlega (öðru hvoru) við þurfum að kynda herbergið mikið, það er kalt úti og þá verður loftið óþægilega þurrt inni. Það er hrikalega þægilegt að vera svona nálægt startinu, 2,2 mílur og starta seint Wink

Við vorum mætt 45 mín fyrir start. Lúlli fann stæði nálægt. Hlaupið var ræst kl 10:10, þ.e.10 mín of seint.
Hyannis MA, 28.feb 2010Þá var ég orðin frosin á tánum. Síðan hlýnaði og kólnaði á víxl svo ég var að fara úr og í jakkann. Það var ekki liðið langt á hlaupið þegar ég uppgötvaði á mílumerkjunum að hlaupið var 2 hringir. SJOKK Frown

Hringurinn var nokkrar lykkjur um sumarleyfis-bústaði... algerlega líflausir staðir ekki einu sinni dýr að sjá en nóg af brekkum... hvað annað - ég virðist vera áskrifandi af brekkumaraþonum. GetLost
Hér er hæðakortið
http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1584100228

Fyrri hringurinn gekk ágætlega... vandræðin byrjuðu í seinni þegar hálfa maraþonið var síað frá... þá virðast starfsmennirnir líka hafa horfið... tvisvar vissi ég ekkert hvert ég átti að fara (þurfti að spyrja til vegar, stoppa bíla og spyrja hvort þeir hefðu séð hlaupara) og í annað skiptið tók ég beygju í ranga átt og mætti maraþoninu Shocking
Markið í Hyannis MA 28.feb 2010Ég gat reddað mér mílunum með því að hlaupa á móti og þá hljóp ég inn í rétta leið nokkru síðar... W00t 

Ég myndi ráðleggja hlaupurum að velja eitthvað annað maraþon en þetta sem er með leiðinlegustu sem ég hef hlaupið... og er ég alveg að fá nóg af því að þurfa að velja lítil og erfið sveitahlaup vegna þess að tíminn hentar mér.
Eftir að ég kom í mark, kólnaði verulega, kom rok og rigning.

Maraþonin mældist 42,1 km - tíminn 5:16:12 á mína
Þetta maraþon er nr. 119 hjá mér
Massachusetts er 45. fylkið mitt - bara 5 eftir Grin  


Gögnin sótt í Hyannis MA

Gögnin í Hyannis MA,feb 2010Þegar við keyrðum hingað í myrkrinu í gær vorum fegin að allar götur voru auðar... það hefur verið þó nokkur snjór hér á austurströndinni undanfarið... Hjúkkett... hann var farinn.

Í morgun þegar við vöknuðum, féll stöku snjókorn og einhver eftir hádegið... en svo hefur verið rigningarúði... Við sóttum númerið eh og ég breytti úr fyrra-starti í seinna-start... það munar bara hálftíma. Ég verð því ræst kl 10 í fyrramálið. Tilbreyting að þurfa ekki að vakna um miðja nótt til að fara í maraþon.


Hlaupa-annáll 2009

verðlaunapeningar 2009Þetta ár var annasamt hjá mér... 20 maraþon hlaupin á árinu LoL 
Hér er mynd af verðlauna-peningum ársins.
5 maraþon voru hlaupin hér heima, Mývatn, Akureyri, Reykjavík, FM-haustmaran og maraþon 100 km félagsins. 

15 maraþon féllu í USA... þar af voru 13 þeirra í nýjum fylkjum og komst tala fallinna fylkja í 44 talsins. Ég hljóp 2 í Florida í jan. en hafði hlaupið þar áður, svo þar bættist ekkert við. Fylkin sem bættust við eru, MS, GA, VA, NJ, OK, CO, WV, AK, PA, MI, NH, ME og NC Cool

Farnar voru 7 ferðir á árinu til Usa og hlaupin 1-4 maraþon í ferð. Í svona ferðum er það ekki bara flugþreyta og tímamunur sem leggst á mann heldur einnig mikil keyrsla... fyrir utan aukinn kostnað eftir kreppuna... Sideways... W00t... Pinch 
Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið í 4 ferðum en 3-svar fór ég ein.
Bíðari nr 2 hefur staðið sig ágætlega en hann á fullt í fangi með að fylgjast með og uppfæra maraþonskrána mína.

Hlaupnir kílómetrar á árinu teljast 2.065 sem er nú ekki mikið... enda engar æfingar á milli, þegar maraþonin eru vikulega eða jafnvel 2 maraþon á einni helgi... og enn eru bara 52 vikur í árinu.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna þeim saman og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

 

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

6 fylki eftir ;)

Nú er ég að REYNA að skipuleggja fylkin sem ég á eftir,
en það eru IN, OH, MA, RI, CT, DE.... Wink
En með því að fara inn í myndaalbúmið mitt af fylkjunum sem ég hef hlaupið, þá er hægt að klikka á hvert fylki fyrir sig og sjá hvaða maraþon ég hef hlaupið þar. 


Race Map Menu

Alabama   Alaska   Arizona   Arkansas   California   Colorado   Connecticut   Delaware   District of Columbia   Florida   Georgia   Hawaii   Idaho   Illinois   Indiana   Iowa   Kansas   Kentucky   Louisiana   Maine   Maryland   Massachusetts   Michigan   Minnesota   Mississippi   Missouri   Montana   Nebraska   Nevada   New Hampshire   New Jersey   New Mexico   New York   North Carolina   North Dakota   Ohio   Oklahoma   Oregon   Pennsylvania   Rhode Island   South Carolina   South Dakota   Tennessee   Texas   Utah   Vermont   Virginia   Washington   West Virginia   Wisconsin   Wyoming  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband