Færsluflokkur: MARAÞON

Mother Road Marathon Joplin MO 9.okt.2011

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011Mother Route 66.wmv    Videó 

Mother Road Marathon & Half-Marathon, 5K, 1 Mile Fun Run, Joplin, MO.
9.okt. 2011.
http://www.runmrm.com

Annað sinn sem þeir halda þetta marathon og ég heyrði að þeir hefðu orðið fyrir svolitlum vonbrigðum hve fækkaði frá því í fyrra.

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011 Klukkan var stillt á 4:00 en ég var vöknuð amk klst fyrr. Lúlli keyrði mig á markið um kl 6 til að taka síðasta skólabílinn á startið. Það voru ekki margir í henni.

Hlaupið var ræst kl 8 en allir voru sammála umn að það hefði mátt ræsa hálftíma fyrr, enda átti að hitna verulega þegar liði á hlaupið. Ég var auðvitað með á grúppumynd með öðrum Marathon Maniacs - hvað annað W00t

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011 Hlaupið var frá Commerce í Oklahoma, (og allt um hótel-ruglinginn á hinu blogginu) gegnum Kansas og til Joplin í Missouri. Hinn sögufrægi þjóðvegur 66 liggur gegnum 8 fylki og 3 tímabelti.

Þessi gamli vegur var slitinn á köflum, mjög kúptur og sumsstaðar malarvegur og á honum voru nokkrar langar og góðar brekkur Crying 

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011Mér gekk ágætlega fyrri helminginn eins og í síðasta maraþoni en átti í erfiðleikum seinni helminginn. Þá var ég orðin þreytt á að renna út í hliðina á skónum í hallanum (er enn aum) og hitinn lamaði mig en hann var um 35°c síðustu tímana.

Alltaf nær kella samt í markið - þó það sé seint og síðar meir Cool
Hlaupandi blaðamaður frá KBIA tók viðtöl á leiðinni... 
http://kbia.org/post/reporters-notebook-running-joplin

Þetta maraþon er nr 134,
Garmurinn mældi það 42,42 km og tímann 5:44:52

Það kom mér virkilega á óvart að vera fyrst í mínum aldursflokki Whistling

Vidéó um hlaupin mín á Þjóðvegi 66 Mother Route 66.wmv   


Framhald af Route 66

Joplin Missouri 8.10.2011 Mother Road Marathon Joplin Missouri

Ég sótti númerið mitt í Expo-ið í dag... þetta var aðeins stærra en síðasta expo... 5 eða 6 borð. Það var ekki boðið upp á neitt enda er bærinn í sárum eftir fellibylinn í maí sl.

Við renndum síðan þangað sem markið er, því þaðan fara rúturnar á startið í fyrramálið. Síðan lentum við óvart á Country-hátíð hjá Auto-Part... en allt í kringum Route 66 varðar bíla og teiknimyndirnar Cars eiga upphaf sitt til eins af bæjunum sem ég hleyp í gegnum á morgun.

Það næsta var bara þetta venjulega, kaupa morgunmat fyrir mig, borða og sóla sig... þ.e. taka það rólega :)


Route 66 Marathon - Þjóðvegur 66

Kickin' Route 66 Mother Road Run Marathon
& Half Marathon, 50K, 50 Mile, 50K Relay Springfield, MO USA 2.okt. 2011
http://s122036257.onlinehome.us/images/race_apps/route66/route66flyer2011.pdf

Route 66 Marathon 2.10.2011 655Klukkan var stillt á 4:10 en við vorum vöknuð áður, enda fór ég extra snemma að sofa í gær, var þreytt eftir keyrsluna. Hótelið er 5 mín frá markinu. Við vorum mætt þangað, áður en rútan fór á startið kl 6:30

Það var kalt úti, köld þoka lá í lægðum. Mér var kalt fyrstu mílurnar en það hitnaði verulega eftir að sólin kom upp. Ég var með inntöku-prógramm, verkjatöflur fyrir takið í lærinu og 7hour energy.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Fyrri hlutinn var erfiðari, tómar brekkur en vegna temmilegs hita klifraði ég upp þær á ágætis hraða og það leit út fyrir ágætis tíma... en maraþon er ekki búið fyrr en í markinu. 

Vegna Ultra-vegalengdanna voru mílurnar taldar niður, það var ágætt og ég hitti Bíðara nr 1 þegar 6 mílur voru eftir, þá var ég búin að ganga meira eða minna 3 mílur því ég var með æluna í hálsinum (ofreynsla, vökvaskortur eða pest).

Route 66 Marathon 2.10.2011 666Ég var svo blessuð að finna ekki fyrir takinu í lærinu allt hlaupið en hitinn tók sinn toll af mér í seinni hlutanum og svo var of langt á milli drykkjarstöðva... 3-3,7 mílur.

Þetta hlaup var 1.hlaupið og því hálfgerð prufa... Mér finnst þeir hafa staðið sig ágætlega, héldu vel utanum fólkið, allt var gert með gleði og vilja til að þjóna, bolurinn flottur, peningurinn ÆÐISLEGUR og flokkaverðlaunin sérstök, það eina sem má bæta er - fleiri drykkjarstöðvar.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Þetta maraþon er nr. 133
Garmin mældi það 42,11 km og tíminn 5:33:05
Ég var önnur í mínum aldursflokki Smile
-


Expo í Springfield Missouri

Eftir 613 mílna keyrslu, frá Minneapolis til Springfield.... var fyrsta stoppið í Expo-inu, því næst minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Síðan var bara að borða, kaupa sér morgunmat og tékka sig inn á mótelið... gera sig klára og slappa aðeins af, ég þarf að vakna snemma.


Fox Cities Marathon Wisconsin, 18.sept.2011

Community First Fox Cities Marathon Appleton, WI USA
18.sept 2011
 http://www.foxcitiesmarathon.org

Fox Cities Marathon 18.9.2011Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð á undan. Við erum ágætlega staðsett, tæpar 2 mílur í strætó sem fer á startið (sami staður og gögnin voru í gær). Ég var mætt í strætó fyrir kl 7.

Það var frekar kalt og vindur svo ég var að hugsa um að hlaupa í jakkanum en hætti sem betur fer við það á síðustu stundu. Hlaupið var ræst kl 8

Fox Cities Marathon 18.9.2011Það voru ekki margar brekkur, leiðin bein og göturnar frekar langar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af starfsfólki og allir svo vingjarnlegir. Veðrið hélst milt, ekki of heitt því það var skýjað og vindurinn kældi, síðustu mílurnar komu nokkrir dropar en við sluppum við rigningu.  

Fox Cities Marathon 18.9.2011Ég var orðin mjög þreytt framan á lærunum þegar ég kom í mark, en það gleymdist allt þegar ég fékk verðlaunapeningana.
Einn fyrir maraþonið og annan fyrir að mæta sem félagsmaður og hlaupa Maniacs Reunion Marathon. Þessi peningur er safngripur W00t

Maraþonið mældist 26,32 mílur og minn tími var 5:05:44
Þetta maraþon var nr 132 Whistling


LITA-partý 27.8.2011

Viðurkenning 50 States Marathon ClubSíðasta laugardagskvöld hélt ég formlega upp á áfangann að hafa hlaupið maraþon í öllum 50 fylkjum USA...

Dagurinn á eftir fór í að gera vídeo sem ég setti síðan á YouTube... maður minn hvað maður er að verða mikill tæknigúrú... hehe 

http://www.youtube.com/watch?v=mHvg95X2kIE
(muna að hafa hljóðið á)

Þeir sem svöruðu boðinu og mættu á staðinn skemmtu sér frábærlega vel... en einmitt það hámarkaði ánægju mína yfir að hafa tekist að klára þetta :)


Delaware Marathon 15. maí 2011 - síðasta fylki USA fallið :)

Christiana Care Health System Delaware Marathon & Half Marathon & 4 person relay, Wilmington, DE USA, 15.maí 2011
http://www.delawaremarathon.org

Delaware 15.maí 2011ÓTRÚLEGT EN SATT... síðasta fylkið féll (fyrir mér) í dag. Delaware sem hefur gælunafnið ,,Fyrsta fylkið" varð fyrir einskæra tilviljun ,,síðasta fylkið" mitt. Dagurinn var stór í dag - nokkuð sem gleymist ekki á morgun :)... Ég trúi þessu varla enn - ég hef uppfyllt báða klúbbana sem ég er í, annar þeirra 50statesmarathon-club veitir viðurkenningu fyrir 50 fylkin en 50stateandDCmarathongroupusa hefur DC að auki.
Delaware 15.maí 2011
Áður en við flugum út var spáin fyrir Wilmington þrumuveður með eldingum og hellidembum en hlýtt. Það rigndi í gær þegar við sóttum gögnin en ég slapp við rigningu í hlaupinu í dag... en loftrakinn var 100%... mér finnst mjög erfitt að anda í svona raka og það kom niður á mér.

Delaware 15.maí 2011Ég hafði skrifað á gamlan bol ,,Delaware - 15.maí 2011 - MY LAST STATE og nær allir sem hlupu framhjá eða ég mætti óskuðu mér til hamingju.Hlaupið var erfitt... átti að vera flatt en leiðinni hafði verið breytt og var tómar brekkur... ég skil ekki hvað er í gangi með þessi brekkuhlaup. Sami hringurinn var farinn tvisvar og ég segi í hvert sinn að það er ömurlegt að hlaupa framhjá markinu og eiga annan skammt eftir.

Delaware 15.maí 2011Lúlli beið allan tímann á svæðinu og Edda systir, Emil og Inga Bjartey mættu með íslenska fána, bæði fyrir mig til að hlaupa með í gegnum markið og til að mynda okkur við í markinu. Hjónin Steve og Paula Boone sem eru með 50statemarathonclub voru líka að hlaupa og við Paula komum á svipuðum tíma í mark. 

DelawareÞetta var 50. fylkið og ekkert eftir...
Believe it or not
Þetta var 129 maraþonið mitt. Garmurinn mældi hlaupið 41,57 km, en gps-ið datt oft út á milli hárra trjánna og í undirgöngum, en tíminn var skelfilegur... 5:51:53


             50 State Marathon Club


Vormaraþon FM

Gögnin voru sótt í gær og gengið frá því að ég mætti byrja fyrr... Ég svaf frekar illa en var búin að ákveða að vakna kl 4
Bíðari nr 1 fékk afleysingaróður svo ég fór ein... lagði af stað að heiman rétt fyrir kl 5... það átti ekki að missa af því ;) Auðvitað var enginn kominn svona snemma og kamarinn læstur - ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað.

Fyrst var rigning með einni og einni slyddu (JÁ ÞAÐ VAR KALT)... síðan fjölgaði slyddunum heldur betur og í lokin hét þetta snjókoma. Mér gekk ágætlega fyrri hlutann en hef sennilega sparað aðeins of mikið vatnið sem ég var með, fyrsta drykkjarstöðin var tilbúin á 26 kim... og ekki var kuldinn til að bæta úr, eftir snúninginn í seinni ferð varð ég að vanda mig mjög í hverju skrefi og ganga á milli svo ég fengi ekki krampa í báða kálfa.

En ég er á lífi, 128. maraþonið fallið og tíminn 5:13:08


SunTrust National Marathon DC, 26.3.2011

SunTrust National Marathon & Half Marathon, Washington, DC USA
26.mars March 2011
http://www.nationalmarathon.com

Þetta hefur verið sögulegt ferðalag... Við lentum í New York kl 19 á fimmtudagskvöldið og vorum EKKI með þeim fyrstu að fá töskurnar... þurftum að bíða LENGI eftir bílnum... sem ég uppgötvaði eftir 15 mín að var bensínlaus... Við vorum síðan 2-3 mömmutíma sem eru 6 klst á íslensku að keyra til Washington DC. Þegar við komum þangað hafði herbergið okkar verið afpantað... mistök hjá Super8.com... ég hafði pantað 2 herbergi og afpantað annað þeirra. Fórum að sofa um kl 4 um nóttina.

Við sváfum í 3 tíma fyrstu nóttina, þá var farið í búðarráp og ég sótti gögnin fyrir hlaupið. við komum frekar seint heim aftur, ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að sofa umkl 10.

Svaf ágætlega, vaknaði kl 3:30, græjaði mig og var lögð af stað rúmlega 5. ég var um hálftíma að keyra á staðinn. þeir voru að byrja að loka götunum en ég fann gott bílastæði. Síðan tók þetta venjulega við. Það var svo kalt að ég beið mestan tímann inni í höllinni.

Eftir að hafa farið út, þrætt klósettröðina og komið mér á básinn, kólnaði ég svo niður að fæturnir á mér voru dofnir/frostnir þegar skotið reið af kl 7... ég fór kl 7:26 yfir startlínuna. Það voru 6-tíma-takmörk og mér fannst ekki sanngjarnt að mæla það frá skoti...
Ég held ég hafi aldrei hlaupið með ennisband heilt maraþon í útlöndum fyrr. Það var kalt og vindur, og sólin gat ekki einu sinni hlýjað.

Washington DC er ekki fylki og því ekki talið með í 50StatesMarathonClub en er aftur á móti talið með í 50andDCmarathongroupusa, þannig að þegar ég klára DE hef ég klárað báða klúbbana.

SunTrust marathon er 127. maraþonið mitt... enn er eitt fylki eftir
Hlaupið mældist 42,2 km þrátt fyrir að detta út í undirgöngum.
Garmurinn minn mældi tímann 5:18:58


Hlaupa-annáll 2010

verðlaunapen 2010Árið 2010 var ágætis hlaup-ár hjá mér þó ég færi ekki mörg maraþon, hljóp aðeins 8 á þessu ári.
Kannski er ekki hægt að miða við síðustu tvö ár... 20 stk 2009 og 17 stk 2008 en ég gat farið oftar og lengri ferðir út þegar ég tók mér ársfrí frá skólanum Kissing
Hér er mynd af verðlaunapeningum ársins.

3 maraþon voru hlaupin hér heima og eru nokkuð mörg ár síðan ég hef verið á landinu til að hlaupa bæði vor-og haust-maraþon Félags maraþonhlaupara en auk þeirra hljóp ég heilt maraþon 14.árið í röð í Reykjavík.

Þau 5 maraþon sem eftir er að telja voru hlaupin í USA - hvað annað. Um síðustu áramót var ég komin með 44 fylki en nú eru 49 fallin... og aðeins EITT eftir.
Ég sé núna að þetta hefur verið frekar slappt ár, aðeins farnar 3 ferðir til USA... hlaupið í MA, RI, CT, IN og OH... en síðustu 3 maraþonin voru hlaupin á einni viku.
Bíðarinn kom tvisvar með, ekki til Rhode Island - þá fór ég ein.

Nú er bara DE (Delaware) eftir Cool
Tvær ferðir til USA eru þegar pantaðar... 26. mars hleyp ég í Washington DC og dæturnar versla Wink
15. maí verður hinum stóra áfanga náð þegar síðasta fylkið -DELAWARE- fellur og þá ætlar yngsta systir og fjölskylda að koma með Wizard 

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2010 reiknast 2318,5 km... en að auki gekk ég heilmikið þegar tók ég ratleik Hafnarfjarðar með Svavari, Tinnu Sól og Berghildi og nokkrar fjallgöngur og gönguferðir voru einnig farnar Whistling

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband