...
Montana Governor's Cup Marathon Helena, MT USA , June 7, 2008 http://www.govcup.bcbsmt.com/
Ég svaf ekkert sérstaklega vel... var alltaf að bylta mér, en klukkan hringdi kl 5 og um 6 keyrðum við á startið.
Á leiðinni í hlaupið keyrðum við framhjá 3 dádýrum á beit í húsagarði.... inni í miðjum bænum. Við áttuðum okkur ekki á að stoppa og taka mynd... og þau voru farin þegar Lúlli keyrði framhjá í bakaleiðinni.
Það var skítakuldi, en ekki lengi. Hlaupið var ræst kl. 6:30. Keppendur frekar fáir, sem fara heilt maraþon. Ég sem skráði mig í fyrradag var nr. 99. Leiðin var ekki spennandi, hlaupið langar beinar götur út úr bænum, stundum á malarvegi. Það var búið að spá þrumuveðri í gær og skúrum í dag, en það rættist sem betur fer ekki. Við fengum sterkan mótvind eftir að við snérum við, þ.e. síðustu 11 mílurnar, síðan var nokkuð um brekkur á fyrstu og síðustu mílunum.
Á milli 14 og 15 mílu var snúið við og að hluta til farin sama leið til baka. Síðustu 10 mílurnar var ég samferða annarri konu og síðan bættist vinkona hennar í hópinn og gerðist þjálfari okkar. Hún var ekki í maraþoninu en hljóp með okkur síðustu 7-8 mílurnar.
Ég er nokkuð ánægð með minn tíma, 5:46:30 á mína klukku.
(myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1)
Íþróttir | 7.6.2008 | 19:43 (breytt 29.11.2008 kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við komum snemma í bæinn. Mér hafði aldrei tekist að skrá mig í hlaupið hérna, vefurinn tók bara amerísk kreditkort. Ég var búin að biðja um hjálp við skráningu í gegnum kommentin... en fékk ekki svar, þess vegna var ekki um annað að ræða en að fara á staðinn. Vegna þessara skráningarörðugleika.... var ég ekki heldur búin að panta hótel.
En Guð er góður... ég var búin að tékka á netinu (í gær í Livingston) og það var allt orðið fullt hérna.... við vorum því meira en lítið blessuð að fá ódýrt og gott hótel, örskot frá startinu og ekki er verra... svona til tilbreytingar að markið er á svipuðum slóðum.
Bíðarinn getur slappað af á hótelinu meðan ég skrepp hringinn á laugardaginn....
Þessa helgi er Music Festival.... í bænum eins og á svo mörgum öðrum litlum stöðum þar sem ég er að hlaupa.... í Burlington, Vermont var t.d. Jazz Festival.
Caring Foundation of Montana Governor's Cup Marathon & Relay, Half-Marathon, 10K, 5K
Helena, MT USA , June 7, 2008 http://www.govcup.bcbsmt.com/
Íþróttir | 5.6.2008 | 20:45 (breytt kl. 20:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mætti kl.18.00 til að hlaupa frá Lækjó, ekki sála að sjá. Hljóp Áslandið með Fluga. Frábært veður. Samkv. hlaupadagskrá Þóru H. er það Setbergið á morgun. Er að vinna til 18.00 ,þannig að ég kemst ekki fyrr en 18.30. kveðja Magga
Íþróttir | 2.6.2008 | 23:48 (breytt kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rock 'n' Roll Marathon - San Diego, California, Sunday, jun 1 2008, kl 6:30 |
Íþróttir | 1.6.2008 | 23:01 (breytt 16.12.2008 kl. 13:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Við erum í frábæru veðri hérna í San Diego,

Ferðasagan er á bryndissvavars.blog .is en hlaupafréttir hér.
Ég náði í gögnin fyrir morgundaginn og tek það rólega núna.

Íþróttir | 1.6.2008 | 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 29.5.2008 | 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
KeyBank Vermont City Marathon & Relay Burlington, VT USA May 25, 2008 http://www.runvermont.org
Ég vaknaði klukkan 2:30 í nótt með dúndrandi höfuðverk og ógleði.... en var samt glöð. Hafði smá áhyggjur af því að hafa enga lyst fyrir hlaupið, sem byrjaði kl. 8:05.
Ekki var ég komin í langar vegalengdir fyrir hlaupið, svo ég reyndi að hlaupa ekki of mikið og ganga eins hratt og ég gat á milli. Þetta er sannkallað brekkufylki.
Það voru sko MARGAR brekkur á leiðinni, en allt gekk vel.
Ég var 6:08:25.... á mína klukku og verð að vera hæst ánægð með það. Það var 25 stiga steikjandi sól. Svolítið of mikið.
Þjónustan á leiðinni og skipulagning var frábær og bæjarbúar hvöttu hlauparana stanslaust.
Burlington er mjög fallegur bær og sá snyrtilegast sem við höfum séð, hvergi rusl eða drasl.
Við fljúgum héðan kl. 6 í fyrramálið.
Íþróttir | 25.5.2008 | 20:52 (breytt 29.11.2008 kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sælar,
Nú flatmögum við hjónin á móteli í St Albans í Vermont, 29 mílum norður af Burlington. Það er stór Jazz festival í Burlington til 8.júní og hvergi hægt að fá gistingu á almúgaverði. Við erum 35 mín. í burtu.... sem er ekkert mál í Ameríku. Sótti gögnin áðan fyrir maraþonið. Startið er kl. 8.05 í fyrramálið.
Nú ætlum við að reyna að horfa á Eurovision í tölvunni. Um að gera að slaka aðeins á.
Íþróttir | 24.5.2008 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar allar
Við hlupum þrjár í gær... ég, Magga og Þóra Hrönn....
Við fórum eftir áætlun Þóru Hrannar... Plan B Áslandsbrekkurnar
Veðrið var dásamlegt. Og það er ætlunin að hlaupa Setbergið í dag kl 17:30.
Íþróttir | 20.5.2008 | 09:49 (breytt kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar Byltur,
Ég hefði ekki náð á réttum tíma að Lækjarskóla... var við jarðarför kl 3 og þurfti síðan óvænt að redda barnabarni kl. 5.
Ákvað því að ,,hlaupa að heiman" (ég sem var næstum hætt því ) og fara Áslandshringinn öfugan. Þetta svínvirkaði, fór inn í hringinn við brúna við Ástjörn og þær voru endalausar þessar brekkur enda er þetta brekku-hringur
.... svo þetta var virkileg tilbreyting og veðrið dásamlegt.
Byltuhópurinn hefur farið samviskusamlega í spretti, enda stefnum við alltaf á að bæta formið
Íþróttir | 15.5.2008 | 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)