Change of plan


Það verður smá breyting á áætlun hjá mér á morgun.

Ég hafði ætlað að fara brekkuhring með Byltunum, en ætla þess í stað að ganga Fimmvörðuháls með dætrunum. Mig hefur lengi langað til að ganga þessa leið og er gangan ætluð sem forsmekkur fyrir Laugaveginn.

Ég hljóp hvorki í gær eða fyrradag, svo ég ákvað að hlaupa með Vallarhópnum í dag og mætti við Haukahúsið kl 17:30. Við vorum 15..... fórum ágætan hring... með þrekhlaupi 4x upp Flensborgartröppurnar. Ég ætlaði nú ekki að taka tröppuhlaupið, enda stutt síðan ég byrjaði að hlaupa aftur og þori ekki að ofgera hásininni.... ég veit að öll spyrna er ekki góð...  en ég gat ekki stillt mig og fór skynsamlega upp og niður á eftir þeim.

Ég hleyp þá næst á laugardag kl 10 Smile


Hlaupafrí


Sælar Byltur

Ég hljóp ekki í dag, og mun ekki hlaupa á morgun heldur. Tengdamamma var kistulögð í dag og útförin verður á morgun.

En lífið heldur áfram hjá okkur hinum.... og ég geri fastlega ráð fyrir að mæta á fimmtudag kl 17:30 í brekkurnar.


Ein hetjan enn...


Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið frábær.
Við Þórdís hlupum 10,5 km kl 9 í morgun og eftir hádegið gekk ég á Helgafell, með Hörpu, Óla, strákunum, vini þeirra og Mílu. Gabríel 4 ára var að fara í fyrsta sinn.

Sá sem gengur á Helgafell er HETJA.... ekki spurning. Veðrið var æðislegt. Gabríel gekk alla leið upp og næstum alla leið til baka.... hann var svo óstöðvandi um kvöldið.... alls ekki hægt að merkja fjallgöngu á honum, en Míla var gjörsamlega búin enda bara 4 mán... steinsofnaði á pallinum.

Þá hafa öll barnabörnin gengið á Helgafell.... öll orðin hetjur.  Wink 


Fimmtudagur, brekkuhringur


Við vorum 5 sem hlupum Áslandsbrekkurnar í dag.... það var hvasst en 16 °C hiti.  Veðrið var einu orði sagt alveg frábært... nú er gaman að hlaupa úti.

Það lítur út fyrir að það verði fámennt á laugardagsmorgun... margar að fara út úr bænum... En það verða amk ég og Þórdís, veit ekki með Möggu.


Skýjað, heitt, hvasst og smá regn


Skýjað, heitt, hvasst og smá regn..... sýnishorn af veðri
Það virtist vera frekar kalt úti, svo ég fór í langerma bol undir vestið. Á leiðinni niður að Lækjarskóla varð mér litið á mælinn í bílnum..... 15 °C ... ég trúði því varla.

Við Þóra Hrönn hlupum tvær Setbergið, reyndum að hlaupa á þægilegum hraða og hugsa um púlsinn... sem vildi fara upp. Það var heitt, lúmskt veður, þegar það er skýjað og hvasst.. og svo rigndi aðeins.

En við ætlum að fara Áslandið næsta fimmtudag kl 17:30


Var dregin áfram


Jæja, ég mætti við Lækjarskóla kl 5. Hafði fengið hringingu frá Þóru Hrönn. Það hentaði henni og Ingileif að mæta fyrr. Veðrið var dásamlegt og ég lét þær ráða ferð. Ingileif vildi fara Garðabæjarhringinn.... Ég var til og lifði það af.... Wink 

Eftir því sem leið á fann ég hve gönguferðin sat í mér.  Þriggja daga ganga og erfiðasti leggurinn 20 km. um fjöll og fyrnindi.... í gær.

Ég er ólýsanlega fegin að þær drógu mig hringinn... 10,6 km. og ég sem hélt að það væri bara létt og lipurt á mánudögum.... Blush 

Það hefur verið ákveðið að fara Setbergshringinn kl 17:30 á morgun.


Áslandshringur, brekkur


Mætti ein við Lækjarskóla, veðrið var yndislegt.
Vegna þess að ég var ekki viss hvort Þóra Hrönn væri komin til landsins, hringdi ég í hana..... Hún var í Las Vegas.... kemur heim um helgina og ætlar að hlaupa á mánudag. Ég held að Magga sé úti líka og Soffía vinnur til 7 alla virka daga.... fáar sem eru því að hlaupa núna.

Hljóp ein þessar blessuðu brekkur, ekkert nema dýrð og dásemd. InLove

Ef þú lest þetta Þóra Hrönn.... þá er algjört möst.... að taka þyrluflug niður í Grand Canyon Cool


Hlaup í dag

Sælar,
Ég ætla að hlaupa kl. 17:30, spurning hverjar eru í sama gír.

Veðrið er yndislegt og ég ætla að hjóla niðureftir.... geri samt ekki ráð fyrir að synda eitthvað í leiðinni.... og gera þetta að þríþraut... það verður að bíða betri tíma.

Vonandi mæta fleiri   Cool 


Dam-maraþon Rexburg Idaho, 14.júní 2008

Rexburg Teton DAM Marathon & Half-Marathon, Marathon Relay, 10K, 5K, Fun Run
Rexburg, ID USA, J
une 14, 2008 .....  http://www.dammarathon.com

     Dammaraþon Rexburg, Idaho 14.júní 2008  Dammaraþon Rexburg, Idaho 14.júní 2008

Klukkan hringdi kl 4:15, og ég hafði eina ferðina enn sofið illa. Lúlli ákvað að keyra mig alla leið upp að stíflu..... réttara sagt leifunum af henni, því stíflan var ekki endurbyggð. Við eltum því rúturnar uppeftir. Hann fór svo á hótelið í sturtu og morgunmat og tékkaði okkur út fyrir kl 11.

Dammaraþon Rexburg, Idaho 14.júní 2008Ég hljóp af stað með hinum kl. 6:30.... fann strax fyrir lofthæðinni... átti erfitt með að anda.  Vildi samt ekki gefast strax upp og fara að ganga. Leiðin var erfið, margar langar brekkur og 8 mílur af leiðinni var á malarvegi.
Ég varð fljótt ein.... og nákvæmlega ekkert að sjá á leiðinni. Þau eru oft svona þessi litlu hlaup... í litlum bæjunum.

Svo varð kominn 25 stig hiti um kl 8.   Ég hætti að reyna að hlaupa fljótlega, og stóð oft á öndinni við að reyna að ganga hratt.  Ca helminginn af leiðinni fékk ég heitan vindinn í fangið.
Kom í mark á 6:00:59 á mína klukku....

Idaho var 25. fylkið og þar með er helmingurinn að þeim búinn... og vonandi er ég þá búin með öll fjallafylkin..... Bíðarinn verður að fara að velja borgarhlaup fyrir mig Kissing  

Strax eftir hlaupið keyrðum við til Salt Lake City (ca 4 tíma keyrsla)


Rexburg, Idaho

    SmileSmile

Við komum allt of snemma hingað í morgun... dingluðum okkur eitthvað í yndislegu veðri. Dunduðum okkur við að finna staðina, expo-ið, markið og hvar ég á að mæta í rútuna.
Síðan sóttum við gögnin. Þetta er lítið maraþon, lítið expo en allt voða vinalegt. Oftast höfum við farið út án þess að vera búin að panta hótel... og aldrei lent í vandræðum... en á þessu svæði er betra að vera búin að panta.
Við vorum mjög heppin, ég hafði pantað mótelið heima, daginn áður en við fórum... það er í sömu götu og gögnin og markið. Svo það verður stutt fyrir Lúlla að fara. Núna er mótelið fullt.

Við förum í kartöflumáltíð kl 6. Kartaflan er vörumerkið þeirra. Maraþonið byrjar fyrir utan bæinn, við stíflu... og heitir stíflu-maraþon....  http://www.dammarathon.com/ 

Ég á að vera mætt í rútuna kl 5 og hlaupið verður ræst 6:30 

Starting Elevation: 5357 ft. | Ending Elevation: 4900 ft.
Minimum Elevation: 4883 ft. | Maximum Elevation: 5413 ft.

Eins og sést erum við í nokkurri hæð frá sjó....

Við mættum í kartöflu-dinnerinn og þar var sagt að hlaupið væri haldið til minningar um þann skelfilega atburð, þegar stíflan brast 4.júní 1976. 
Í þeim hamförum munaði minnstu að bærinn þurrkaðist (kanski andstætt orð).... þurrkaðist út.
Þaðan er nafnið á hlaupinu komið og þess vegna byrjar hlaupið á stíflunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband