Nýtt hlaupaplan

Sælar  Cool

Þóra Hrönn hefur sett sér glæsilegt markmið. Til hamingju Wizard
Hún ætlar að hlaupa hálf-maraþon í Reykjavík í ágúst. Hún hefur lagt fram nýtt hlaupaplan, sem gæti hentað fleirum.
Mæting er alltaf við Gamla Lækjarskóla, hvert sem er farið þaðan.

Ég ákvað að láta þetta gamla standa áfram, það gæti hentað einhverri.
Ég fer t.d. ekki í spretti strax.... Tounge 
Nú hækkar sól og vonandi stækkar hópurinn hjá okkur.


Áfram Byltur

 

Við hlupum fjórar í dag og Fluga, rigningin skipti engu máli. Farinn var Setbergshringur og mátti ég vera í beinu sambandi við almættið, því ég fór allt of hratt af stað, Tounge
en ég er komin af stað. Það er fyrir mestu, það er svo auðvelt að gróa við götuna.

Kemst þótt hægt fari  Wink

Ég hvet allar Byltur að mæta í Flugleiðahlaupið á fimmtudag kl. 19.00 og skrá sig í sveit.... sem auðvitað heitir Byltur, hvað annað Joyful

Munið.... við vorum dregnar út í fyrra, fengum Pizzuveislu,
svo það er um að gera að mæta.

Koma svo, því við erum bestar Smile


Frábærar Byltur

 

Hæ, það sést á athugasemdunum við Úps hér að framan, að Byltur eru aldeilis komnar í sumarfílinginn.....Cool
Farnar að fara eldsnemma af stað... Glæsilegt hjá Þóru Hrönn og Ingileif að fara 11km.

Hverjar ætla að hlaupa kl. 10 á morgun ?


Úps


Til hvers að hafa hlaupadagskrá og fara svo ekki sjálf eftir henni .... Sorry Blush

Við Soffía ætlum að hlaupa kl 6 í dag, hún kemst ekki fyrr. 
Svo að ef það hentar einhverri annarri, þá verðum við mættar við gamla Lækjarskóla kl 6 í dag og ætlum að fara Setbergshringinn.

Hverjar eru bestar Joyful


Gleðilegt sumar


sólÉg óska ykkur öllum Gleðilegs sumars...
Ég skrifaði í athugasemdir síðustu færslu.... og spurði hvort Byltur ætluðu að hlaupa á auglýstum tíma á sumardeginum fyrsta.  Þóra Hrönn ætlar að halda sínu striki... gott hjá þér.  Soffía er að spá í að ganga á Helgafell, en um hinar veit ég ekki.

Ég verð við skírnarathöfn eh og af fenginni reynslu tel ég ekki gott að hlaupa á eftir. 
Það á að skíra langafabarn (nr.2) mannsins.

Þess vegna ætla ég að hlaupa fyrir hádegi...
Ég ætla að mæta kl 10 fh við gamla Lækjarskóla og láta það ráðast hvort ég hleyp ein eða hvort einhver önnur mætir Cool..... Það er komið sumar, la lala la


Hlaupið í leyni


Við Soffía hlupum í leyni síðasta fimmtudag Smile 
Þetta var prufa fyrir mig en ég hef ekki hlaupið í 5 mánuði. Við hlupum nákvæmlega 5 km. og fórum bara rólega.

Þetta var ekkert nema dýrð og dásemd, fóturinn gerði ekki uppreisn og mér hefur liðið mjög vel síðan........ svo við ætlum að fara aðra leyniferð fh. í dag.

Annars er ég að skrifa BA ritgerðina núna, og ætti ekki að hafa tíma til neins annars, en þar sem skólinn er búinn þá er tilvalið að brjóta upp daginn með hlaupi eða gönguferð.   Wink 

Byltur.... mæti í vikunni InLove  love U


Er vorið hætt við?


Pinch   Það kemur varla orð frá mér þessa dagana. Enda nóg að skrifa fyrir skólann, hver ritgerðin á fætur annarri. Ég gaf mér samt sem áður tíma til að fara í göngutúr um hverfið í gær.... það var svolítið kalt en annars dásamlegt veður. Ég var alveg viss um að vorið væri komið.... en NEI um kvöldið byrjaði að snjóa.

Þetta er svo sem eðlilegt, hvernig á dagatalið að vita að páskarnir voru snemma í ár og páskahret þess vegna alltof seint á ferð.

Við verðum að vona að þessi skelfing standi ekki lengi svo Bylturnar geti farið að taka þetta alvarlega og skokka um bæinn.... léttklæddar  Kissing


Mikið að gera...

Það er brjálað að gera hjá mér,

en samt ekki svo mikið að maður geti ekki skipulagt ferðir InLove   I love it 
Ljónið er stanslaust á vefnum að leita að hlaupum, veit orðið mikið betur en ég hvar ég er búin að hlaupa.  Það eru alltaf 3 ferðir í bið hjá okkur...

Við förum næst út....... rétt eftir að prófin eru búin.  Við eigum þá flug til Boston og erum að ákveða endanlega hvert við förum þaðan.  Við ætluðum að vera á austurströndinni en ég er búin að færa mig ..... okkur yfir á vesturströndina  Kissing  einu sinni enn

California here we come....


Little Rock Marathon, Arkansas, 2.mars 2008


Sótti gögnin á föstudag (hlaupársdag) og tók því rólega í gær, laugardag.  Í fyrsta sinn hafði ég skráð mig sem WALKER en hafði ekki hugmynd um hvaða kröfur voru settar á mig við það. 
Þeir sem þurfa meira en 6 klst verða að fara af stað kl 6.... en hinir fara kl 8.  Markinu er lokað kl. 2. 

Skráð sem Walker, mátti ég ekki hlaupa neitt, því ég var nú skráð í annan keppnisflokk og ég mátti ekki koma í mark undir 6 tímum.  Þannig voru þeir að varna því fólk nýtti sér að fara snemma af stað. 

 
2. mars 2008
ferð í feb-mar 2008 054Við vöknuðum kl. 4 í nótt.  Vorum mætt við startlínuna korter yfir 5 og ennþá myrkur.  Veðrið var nokkuð gott.  Lögreglan fór fremst og hélt niðri hraðanum þar til kl.8 þegar allar götur hlaupsins voru lokaðar fyrir umferð.  Leiðin var ágæt, miklu meiri brekkur en í New Orleans, einhvernveginn samt léttara og í alla staði mjög góð þjónusta á leiðinni. 

Mér gekk betur en síðast, hæst ánægð með tímann en ég kom í mark á tímanum 6:24:58.  
Síðustu mílurnar hafði ég þjáðst af blöðrusári á vinstra hæl, það er einhvernveginn allt annað álag á fótunum þegar maður gengur, en það gleymdist allt þegar ég sá verðlaunapeninginn...... VÁááááááááá....... hvílíkur hlunkur. 
 

Meðan ég var í maraþoninu, tékkaði Lúlli okkur okkur út af hótelinu og beið með allt draslið í bílnum.  Við brenndum út úr bænum, keyrðum 450 mílur suður til New Orleans.  Stoppuðum einu sinni á leiðinni og keyptum eitthvað að borða.  Klukkan var orðin hálf níu þegar við komum þangað, tókum sexu, kláruðum að pakka, ég komst loksins í sturtu.   

Við áttum flug kl. 8:35 til Atlanta, svo við þurftum að vakna kl 5.  Flugið til Atlanta var stutt, 1 klst og 2ja tíma munur.  Þaðan flugum við til New York, komin þangað kl 2 og svo heim til Íslands kl.8 um kvöldið.  Endasprettirnir taka aðeins á...... hlaup, keyrsla og flug.  Pabbi og mamma sóttu okkur á völlinn kl 7. 
Það er hundleiðinlegt veður, grenjandi rigning ofan í snjóinn.  Ég tók upp úr töskunum og var mætt í skólann kl 10.  Alveg frábært, kom við í Bónus á leiðinni heim.  Þá tekur þvotturinn og lærdómurinn við....... það er ekkert gefið eftir...Wink..... svo maður komist í næstu ferð...

New Orleans Mardi Gras Marathon, 24.febr.2008


Nei, þetta er ekki hass-maraþon..... New Orleans febr.2008 013

Gleymdi að spyrja hvernig nafnið væri komið til. 
En hvað um það, maraþon var afgreitt í dag, 24 febr.2008,  maraþon sem mældist 43 km samkvæmt Garmin-úrinu.

það var frekar heitt og rakt, sem tók sinn toll af gömlu.
Fyrri hlutinn gekk mjög vel var 3 tíma með hann, en þá duttu út hálfmaraþonarnir og bæði leiðin varð langar einmanalegar götur þar sem varla sála á ferð og svo hitnaði verulega í sólinni. 
Ég reyndi að halda dampinum en tókst illa, var 3;45 með seinni hlutann.... slakari tími en í Phoenix í janúar, en það er auðvitað ekki hægt að jafna þessu maraþoni við musik-maraþon.

Louisiana er afgreitt, sem 21. fylkið.
það er ekki eftir það sem er búið.......Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband