KeyBank Vermont City Marathon, Vermont, 25.maí 2008


Vermont marathon 25.5.2008KeyBank Vermont City Marathon & Relay   Burlington, VT USA  May 25, 2008      http://www.runvermont.org 

Ég vaknaði klukkan 2:30 í nótt með dúndrandi höfuðverk og ógleði.... en var samt glöð. Hafði smá áhyggjur af því að hafa enga lyst fyrir hlaupið, sem byrjaði kl. 8:05.

Ekki var ég komin í langar vegalengdir fyrir hlaupið, svo ég reyndi að hlaupa ekki of mikið og ganga eins hratt og ég gat á milli.  Þetta er sannkallað brekkufylki.
Það voru sko MARGAR brekkur á leiðinni, en allt gekk vel.



Ég var 6:08:25.... á mína klukku og verð að vera hæst ánægð með það.
Vermont marathon, komin í markÞað var 25 stiga steikjandi sól.    Svolítið of mikið.

Þjónustan á leiðinni og skipulagning var frábær og bæjarbúar hvöttu hlauparana stanslaust.
Burlington er mjög fallegur bær og sá snyrtilegast sem við höfum séð, hvergi rusl eða drasl.

Við fljúgum héðan kl. 6 í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bryndís og til hamingju með þetta. Ég, Magga og Þórdís fórum 13 km á laugardaginn. Gott veður og alles. Við Magga tókum 8 km í gær. Fórum í norðurbæinn til að fá skjól. Þar er komin ágætur hringur alltaf í skjóli. Þá er þetta komið á blað. Gangi þér allt í haginn í Ameríkunni og sendu fréttir.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Takk fyrir

Það er allt gott að frétta af mér, ég mun skrifa reglulega a bæði bloggin. Bestu kveðjur til ykkar allra og Þóra Hrönn... góða ferð til Kina.

 kvedja Bryndis 

Bryndís Svavarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:07

3 identicon

Hæ Bryndís til hamingju með þetta  , mjög gott   og gangi þér vel í Ameríkunni og bið að heilsa Lúlla,

            ég er alltaf að hjóla í vinnunna.    Góða ferð Þóra Hrönn  til Kína,

                                                                            kveðja Soffía.

soffia (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband