Gögnin sótt í Omaha, Nebraska

Omaha Maraþon, Nebraska 002Við erum búin að vera í Omaha síðan á miðvikudag. Það hefur verið glampandi sól, en var aðeins skýjað í morgun og ég er að vona að það verði aðeins skýjað í fyrramálið. Hiti fer alltaf illa í mig. 

Ég ásamt Bíðara nr. 1 sóttum gögnin fyrir maraþonið á morgun. Hann tók myndir... ein þeirra er birt hér með góðfúslegu leyfi hans.  Kissing
Þetta var lítið Expo og við mættum um hádegi, ég gleymdi því að pastapartýið var frá 4-6... og þá nennti ég ekki að fara þangað.

Við fórum aðeins í búðarráp, en ekkert alvarlegt.


Glæsilegt Gunnlaugur

Ég er viss um að Gunnlaugur klárar þetta. Það er ekki spurningin. Þess vegna segi ég: Til hamingju Gunnlaugur, þetta er einungis á færi ofurmenna. Þú ert hetja.


mbl.is Búinn að hlaupa yfir 220 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta maraþon nálgast...

Næsta maraþon er á sunnudag hjá mér og mér líður ekkert of vel þessa stundina, er með einhverja magakveisu. Held samt að það komi ekki að sök, það komi helst niður á tímanum hjá mér... sem gerir nú ekkert til - við fáum öll eins pening- sá fyrsti og sá síðasti.

Hitt er leiðinlegra að hanga inni á hóteli í þessari himinsins blíðu. En maður verður að bíta í það súra eða taka því eins og hverju öðru hundsbiti, hvorn málsháttinn sem maður velur. Það þýðir ekkert að slá hausnum við steininn og dinglast úti, ég verð að ná þessu úr mér fyrir sunnudag.


90. maraþonið mitt, Bismarck, N-Dakota, 20.9.2008

http://www.ndroughridermarathon.com/
Kroll´s Diner Marathon 20.9.2008 Bismarck ND 001Kroll's Diner ND RoughRider Marathon (formerly Bismarck Marathon) & Half Marathon, Marathon Relay, Bismarck, ND USA , 20 Sept. 2008

W00t 
Ég fór snemma að sofa og svaf ágætlega Sleeping ... píndi þar með Bíðara nr. 1 til að sofna líka, þó hann hafi sofið mest allan daginn af því hann var svo slappur.

Kroll´s Diner Marathon 20.9.2008 Bismarck ND 008Klukkan var stillt að vekja okkur kl 5 en við vorum vöknuð korteri fyrr. Maraþonið var sama leið fram og til baka, byrjaði og endaði á sama stað, sem er ágætt. Vegna þess að það eru engin bílastæði við rásmarkið voru rútur frá bílastæði háskólans. Við vorum mætt í síðustu rútu kl. 6:45. 

Kroll´s Diner Marathon 20.9.2008 Bismarck ND 010Það var svo skítkalt úti... Hlaupið var ræst á réttum tíma kl. 7:30 en þá var orðið bjart.  Fljótlega kom sólin og hitaði heldur mikið... það er ýmist of eða van.  Þjónustan á leiðinni var mjög góð en fáir áhorfendur, enda var leiðin eiginlega á skógarstígum og lá út í sveit.

Ég var slétta 5:10:00 að hlaupa þetta maraþon sem var nr. 90 hjá mér og 26. fylkið mitt. 
Ég var 4. í mínum aldursflokki  Cool


Gögnin sótt í Bismarck, Norður Dakota

Bismarck n-Dakota 19.9.2008Við komum til Bismarck N-Dakota um hádegið. ég var búin að panta mótel, á fínum stað... u.þ.b. 2 mílur frá Expo-inu í aðra áttina og sama í hina áttina að bílastæðunum fyrir start og finish.

Expo-ið var lítið... 2 borð inni í útivistarbúðinni Scheels í mollinu. Við skruppum síðan í Wal-mart að kaupa eitthvað í morgunmat, ég þarf að vakna kl 5 í fyrramálið, en hlaupið er ræst kl 7:30.  

Hér er hægt að sjá viðtal við mig í Bismarck Tribune
http://bismarcktribune.com/articles/2008/09/19/news/sports/local/164914.txt


Svikari ég...

Ég ætlaði að hlaupa eitthvað stutt í dag.... en komst ekki,  Blush  ætlaði að kveðja hópinn... Veðrið var nú ekki til að hvetja mig... en það var samt sem áður ekki það sem stoppaði mig.  Það var ekki seinna vænna en að byrja að pakka, við förum til Minneapolis á morgun.

Stelpur gangi ykkur vel í prógramminu Smile

Aldrei of seint að bæta hlaupastílinn...

Siggi P. mætti fyrir tilstilli Þóru Hrannar. Við mættum fjórar, Magga og Ingileif komu líka. Við hlupum 2 km í upphitun og svo fór Siggi yfir líkamstilburði á hlaupum, hlaupalag og teygjur... aldrei of seint að bæta hlaupastílinn. 

Ég hljóp að heiman og heim og náði 8 km. en ég skildi við þau þegar Siggi ætlaði að sýna þeim kraftgöngu....

Ég hleyp eitthvað stutt á morgun... sé til hvenær dagsins það verður Smile


Morgunhlaup...

Við Þóra Hrönn hlupum tvær saman kl 10 í morgun. Ég mætti á bílnum heima hjá henni og við hlupum nákvæmlega á réttum tíma frá Lækjarskóla. Það var planið að fara 10km og upprunalegur Garðabæjarhringur smellpassaði í það. 

Ekki mætti nokkur önnur sála, Þórdís kemur ekki fyrr en 20.sept, Ingileif hljóp í gær, Magga og Soffía létu ekkert heyra frá sér.
Við Þóra Hrönn hlupum þetta samviskusamlega, en þar sem ég hleyp maraþon næsta laugardag var ég aðeins á öðru plani en hún og eftir 5 km saman, skiptum við okkur, og hún fór aðeins á undan.

Hringurinn endaði í 10,3 km og næst á að hlaupa á mánudag kl. 17:30


Aftur komið sumar :o)


Þóra Hrönn er að vinna seinnipartinn og ég mun standa í stórræðum eh... svo við hlupum Áslandsbrekkuhringinn með framlengingu kl 10 fh. 

Gullið var búið að segja mér að það væri heitt úti en ekki að það væri komið sumar aftur. Hitinn var 16°c.... við svitnuðum þessi ósköp og í lokin var ég orðin orkulaus með galtóman maga.
Þóra Hrönn dekkaði borð úti í garði og bauð upp á veitingar Tounge algjört æði.... hún hljóp aukalega eftir Austurgötunni til að ná sléttum 8 km en ég hljóp heim til hennar og heim aftur og taldist það 13,2 km.

Næst er það á laugardaginnn kl 10 fh. Smile


Rigningarsprettur


Sendi sms til Þóru Hrannar... ertu til að haupa núna? og það stóð ekki á svari... Svo ég hljóp heim til hennar sem eru tæpir 3km. og við hlupum öfugan Norðurbæjarhring sem reiknaðist 6,2 km. og svo hljóp ég heim, tók smá slaufu aukalega svo vegalengdin endaði í 12,2 km.
Það rigndi allan tímann og ég var eins og hundur af sundi þegar ég kom heim....

Næst er það sennilega morgunsprettur með Þóru Hrönn á fimmtudag.... Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband