Kansas City Marathon, Missouri, 18.10.2008

Waddell & Reed Kansas City Marathon & 1/2 Marathon, Relay and 5K, Kansas City, MO USA, 18.okt. 2008
http://www.waddellandreedkcmarathon.org/

KansasCityMaraþon 18.10.2008Klukkan hringdi kl 5, og við vorum komin út 6:10, borgar sig ekki að vera seint í því, þá fær maður hvergi bílastæði. Við enduðum á ágætis stað. Það var skítkalt og allir svo vel klæddir að ég hélt að ég hefði einu sinni enn klætt mig vitlaust, en svo hlýnaði. Leiðin var ágæt, mér finnst skemmtilegt að hlaupa í húsahverfum og krókóttar leiðir í stað endalausra þjóðvega...

KansasCityMaraþon 18.10.2008Á mílu 7, fór ég úr skónum í fyrra skiptið, vinstri skó... til að athuga hvort ég væri tábrotin, ég rak tána nefnilega í í gærkvöldi, en í gegnum allt hlaupið plagaði mig verkur í tánni. Rétt á eftir fór ég að finna sviða og þreytu í táberginu á hægra fæti... og fór úr skónum til að athuga hvort ég væri með steina í honum.... þessi verkur var að gera mig vitlausa alla leiðina... ég fann fyrir uppgjöf á miðri leið vegna þessa. En það er gott að eiga Guð... sem er í stanslausu sambandi.

Ég get ekki annað en verið ánægð.. bara að klára hlaupið.... tíminn var 5:30:00
Lúlli, Bíðari nr 1 beið eins og venjulega við marklínuna, búinn að tékka okkur út af hótelinu og tilbúinn að keyra 200 mílur til Wichita í Kansas... þar sem við sóttum gögnin fyrir næsta maraþon. 


Gögnin sótt í Kansas City, Missouri

Kansas City Missouri 15.10.2008Gögnin eru afhent: 
Crown Center Exhibit Hall A

(connected to Hyatt Regency Crown Center, Pershing and McGee)

Fim.16.okt: 4:00-9:00 p.m.

Fös.17.okt:10:00 am-9:00pm

Hlaupið er á laugardag... ég var ekki búin að ákveða hvort ég færi í þetta hlaup og þar af leiðandi ekki búin að skrá mig. Þess vegna mætti ég fyrri daginn þ.e. í dag og skráði mig. Þetta var lítið expo en ágætt, ekkert að smakka, fáar kynningar á maraþonum utan fylkisins en gaman að skoða.

Þetta maraþon verður hlaupið til heiðurs Lovísu sem á afmæli á morgun 17.okt. 


Faðmlag til lesenda

hug
   Risa faðmlag til allra sem kíkja inn á síðuna.


WhistleStop Marathon, Wisconcin, 11.okt.2008

WhistleStop Marathon & Half Marathon, 10K, 5K, Ashland, WI USA, 11. okt. 2008  
http://www.whistlestopmarathon.com

WhistleStopMarathon Ashland Wi. 11.10.2008Klukkan var stillt á 6:15, þar sem það var stutt fyrir mig að fara í rútuna. Við vorum mætt um 7:30.  Hlaupið byrjaði við Iron River... og hlaupið sem var ræst kl 9, var eftir malar-sveitavegi.
Umhverfið var ótrúlega fallegt í fyrstu - allt í haustlitunum- eins og mynd úr póstkorti.

En sveitavegurinn var beinn og 24 mílna langur... og maður hætti að sjá og meta fegurðina eftir nokkrar mílur.
Ég var alltaf að fá steina í skóna. Leiðin átti að vera "flat at first and then down hill" og ég segi ykkur að hún var öll á fótinn nema síðustu 50 metrarnir í markið voru "down hill."
Hver einasti hlaupari spurði ,,átti þetta ekki að vera down hill?  Tíminn var 5:28:02, bæði flögutíminn og úrið mitt.

WhistleStopMarathon Ashland Wi.11.10.2008 009Lúlli hafði tékkað okkur út af mótelinu á meðan ég var í brautinni og við keyrðum af stað til Minneapolis, strax og ég var búin að fá hlaupajakkann, verðlaunapeninginn, peysuna mína og nærast smávegis.  Þar fórum við beint á sömu áttuna og við vorum á um síðustu helgi.

Ég hef hlaupið 2svar áður í Wisconcin svo ekki fékk ég nýtt fylki hérna. Ég hljóp Fox Cities Marthon í Appleton heimabæ Houdini árið 2000 og Lakefront Marathon í Milwaukee árið 2001. Það var áður en það hvarflaði að mér að fara að hlaupa í öllum fylkjunum. 


Gögnin sótt í Ashland, Wisconcin

Við fórum eftir hádegið að sækja gögnin fyrir Whistle Stop Marathonið. Expoið er í 5 mín. fjarlægð frá mótelinu okkar. Ég hafði óvart skráð mig í Fituflokk... yfirþyngd... Clydersdale... öðru nafni.  Ég hafði nú ekki haft hugmynd um hvað þetta þýddi, en þegar konan ætlaði að afhenda mér gögnin, varð ég að stíga á vikt til að sanna kílóin - TAKK FYRIR... en svo hlógum við bara að þessu.  Pastaveislan var innifalin og Cat Stevens lék live undir... eða við heyrðum engan mun.

Við Lúlli vorum að ræða uppákomuna með viktina - þegar við vorum ávörpuð af Íslendingi, Gunnari Valdimarssyni (http://www.umanitoba.ca/science/zoology/faculty/valdimarsson/research/main.html
sem ætlar hálft maraþon, en hann býr í Kanada. Hann og samkennarnar hans gista í klst. fjarlægð, fengu ekki gistingu nær.

WhistleStopMarathon Ashland Wi. 11.10.2008 Á morgun á ég að mæta fyrir kl 8 á þennan sama stað til að fara í rútuna sem keyrir mig á startið en þetta maraþon er hlaupið heiðurs Árnýju því hún á afmæli á morgun 11.okt.

Það er rosalega flott hvernig veggir bygginga eru málaðir/skreyttir hér í Ashland... eins og má sjá á þessari mynd.


Með harðsperrur...

Við erum í Cloquet... borið fram klóket.  Ég er aðeins með harðsperrur í lærunum. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, en ég finn meira fyrir síðasta maraþoni en hinum, kanski var það rigningin... göturnar verða svo sleipar hérna þegar það rignir og allt öðruvísi hlaupalag á manni þegar maður þarf að vera stökkvandi á milli polla og framhjá blautum laufhrúgum og er svo boginn í baki af úrhellinu í ofanálag.

En þetta gengur allt yfir - nú er bara að undirbúa sig fyrir næsta Joyful


Twin Cities Marathon, Minnesota, 5.10.2008

Medtronic Twin Cities Marathon & 10 Mile, 5K, Minneapolis/St.Paul, MN USA, 5.okt 2008 
http://www.mtcmarathon.org/

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Hótelið okkar er mitt á milli start og finish. ca 7 mílur að keyra á startið.
Ég lét klukkuna hringja kl 5. Svaf sæmilega á köflum... þ.e.a.s. ég fór snemma að sofa, en vaknaði við sennilega drykkjulæti í herberginu fyrir ofan okkur... ótrúlegt plamp og dynkir í 2-3 tíma... en svo gat ég sofnað aftur.  Ég er svo sem vön að vera þreytt, þar sem ég hef aðeins einu sinni á allri minni ævi vaknað óþreytt. Gasp

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Lúlli keyrði mig á startið, við vorum komin þangað um sjö. Lentum í vandræðum með gjaldmælirinn en bílastæðið var á besta hugsanlega staðnum, hinum megin við gatnamótin þar sem hlaupið byrjaði, ég þurfti bara að ganga ca 100 metra. Wink

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Hlaupið var ræst kl 8 og á annarri mílu byrjaði að rigna eins og spáin sagði. Þvílíkt úrhelli, ég hefði ekki verið blautari þó ég hefði hent mér í ána. Þeir gorta af því í bæklingnum um maraþonið að hlaupaleiðin sé sú fallegasta í Usa... ég segi nú bara - þeir hafa ekki farið í önnur hlaup og ég man nú ekki mikið frá hlaupinu hérna fyrir 8 árum, annað en að mér fannst hlaupið ,,ekkert sérstakt" og nú hefur það enn lækkað í áliti. Þjónustan á leiðinni var mjög léleg.  

TwinCitiesMarathon 5.10.2008Eftir 9 mílur hafði ég einungis farið í gegnum 2 drykkjarstöðvar W00t Shocking  en svo voru þær á ca 2ja mílna fresti. Áhorfendur eiga allan heiður skilið eftir daginn... að hafa komið að hvetja þrátt fyrir úrhellið í dag... Það stytti upp þegar hlaupið var u.þ.b. hálfnað.

Ég kláraði þetta hlaup á 5:30:19 á mína klukku og var þá orðið nákvæmlega sama á hvað tíma ég kæmi. Ég hafði fengið í bakið á leiðinni... sennilega verið of bogin í rigningunni.

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Matartjöldin sem ganga undir heitinu Míla 27... var bara svipur hjá sjón miðað við fyrir 8 árum... það var allt skammtað ofan í mann og ég hefði gjarnan viljað meira.

Ljósmyndari: Bíðari nr 1 og birting mynda með góðfúslegu leyfi hans  Kissing


Gögnin sótt í Minneapolis

                               Twin cities Marathon

Twin Cities Maraþon 5.10.2008 003Við sóttum gögnin í River Centre á Kellogg Blvd í Saint Paul. Expo-ið var ágætt, mikið til sölu, sýnis og að smakka. Veðrið var gott og við fengum okkur smá göngutúr á eftir. Við keyrðum þangað sem markið er... hlaupið endar hér rétt hjá á morgun en það byrjar í HHH Metredome í Minneapolis.

Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr. 1


Maraþon næsta sunnudag

Enn eitt maraþonið í uppsiglingu. Við hjónin erum eins og blóm í eggi í Albert Lea í Minnisota. Albert Lea er lítill bær, held ég (sé það ekki fyrir trjánum... haha) suður af Minneapolis. Við keyrum á morgun föstudag til St. Paul og sækjum gögnin fyrir Twin Cities Maraþonið á laugardag.

Ég hljóp Twin Cities árið 2000 eða fyrir heilum 8 árum.... Vá, hvað þetta er fljótt að líða... ég veit ekki hvort það er farin sama leið aftur, en þetta maraþon verður hlaupið til heiðurs Hörpu næst elstu dóttur okkar Lúlla sem verður 31.árs á sunnudaginn.


Omaha Maraþon, Nebraska, 28.9.2008

Omaha Maraþon 28.9.2008Omaha Marathon & Half-Marathon, 10K, Omaha, NE USA, 28.sept. 2008
http://www.omahamarathon.com/

Klukkan var stillt á kl 5 AM, en það var óþarfi að stilla hana. Hótelið fylltist í gær af unglingum sem skemmtu sér, þangað til ég átti að vakna W00t svo það var lítið um svefn. Við vorum mætt á startið á hárréttum tíma... þ.e. þegar klósettröðin var enn tiltölulega stutt.

Omaha Maraþon 28.9.2008 Hlaupið var ræst 2 mín fyrir kl. 7 AM. Fyrri helmingurinn var ekkert nema brekkur... OMG og ég fór allt of hratt af stað og eyddi síðan allt of mikilli orku í brekkurnar.  Leiðin var frekar leiðinleg, 3svar var hlaupið fram og til baka eftir beinum og leiðinlegum götum, engir áhorfendur og eftir að 10k og hálfmaraþonið var síað úr, var frekar einmannalegt á leiðinni. Fólkið á drykkjarstöðvunum gerði sitt besta til að skapa stemningu og var frábært í alla staði.

Omaha Maraþon 28.9.2008 Nóg var að drekka á leiðinni af vatni og Gatorade... og einu sinni var gel, milli 18 og 19 mílu. Um leið og hlaupið var ræst birti og síðan smá hitnaði... og fljótlega var hitinn rétt undir 30°c... og ég sem var að vona í gær að það yrði aðeins skýjað.
  

Seinni helminginn af hlaupinu, var því allt of heitt fyrir mig, örsjaldan aðeins andvari til að kæla og allan tímann var steikjandi sól. Ég var því alveg búin að fá nóg þegar ég loksins kom í mark.

Maraþonið mældist 41,56 km, en það er ekki alveg að marka því gps-úrið datt út undir hraðbrautunum... tíminn hjá mér mældist 5:16:25 og var ég 4. í mínum aldursflokki Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband