Kansas City Marathon, Missouri, 18.10.2008

Waddell & Reed Kansas City Marathon & 1/2 Marathon, Relay and 5K, Kansas City, MO USA, 18.okt. 2008
http://www.waddellandreedkcmarathon.org/

KansasCityMaraþon 18.10.2008Klukkan hringdi kl 5, og við vorum komin út 6:10, borgar sig ekki að vera seint í því, þá fær maður hvergi bílastæði. Við enduðum á ágætis stað. Það var skítkalt og allir svo vel klæddir að ég hélt að ég hefði einu sinni enn klætt mig vitlaust, en svo hlýnaði. Leiðin var ágæt, mér finnst skemmtilegt að hlaupa í húsahverfum og krókóttar leiðir í stað endalausra þjóðvega...

KansasCityMaraþon 18.10.2008Á mílu 7, fór ég úr skónum í fyrra skiptið, vinstri skó... til að athuga hvort ég væri tábrotin, ég rak tána nefnilega í í gærkvöldi, en í gegnum allt hlaupið plagaði mig verkur í tánni. Rétt á eftir fór ég að finna sviða og þreytu í táberginu á hægra fæti... og fór úr skónum til að athuga hvort ég væri með steina í honum.... þessi verkur var að gera mig vitlausa alla leiðina... ég fann fyrir uppgjöf á miðri leið vegna þessa. En það er gott að eiga Guð... sem er í stanslausu sambandi.

Ég get ekki annað en verið ánægð.. bara að klára hlaupið.... tíminn var 5:30:00
Lúlli, Bíðari nr 1 beið eins og venjulega við marklínuna, búinn að tékka okkur út af hótelinu og tilbúinn að keyra 200 mílur til Wichita í Kansas... þar sem við sóttum gögnin fyrir næsta maraþon. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var ég á tímanum 5:30:03

BRYNDIS SVAVARSD (F51)5:33:221157407 / 18F50-545:30:03

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.10.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband