90. maraþonið mitt, Bismarck, N-Dakota, 20.9.2008

http://www.ndroughridermarathon.com/
Kroll´s Diner Marathon 20.9.2008 Bismarck ND 001Kroll's Diner ND RoughRider Marathon (formerly Bismarck Marathon) & Half Marathon, Marathon Relay, Bismarck, ND USA , 20 Sept. 2008

W00t 
Ég fór snemma að sofa og svaf ágætlega Sleeping ... píndi þar með Bíðara nr. 1 til að sofna líka, þó hann hafi sofið mest allan daginn af því hann var svo slappur.

Kroll´s Diner Marathon 20.9.2008 Bismarck ND 008Klukkan var stillt að vekja okkur kl 5 en við vorum vöknuð korteri fyrr. Maraþonið var sama leið fram og til baka, byrjaði og endaði á sama stað, sem er ágætt. Vegna þess að það eru engin bílastæði við rásmarkið voru rútur frá bílastæði háskólans. Við vorum mætt í síðustu rútu kl. 6:45. 

Kroll´s Diner Marathon 20.9.2008 Bismarck ND 010Það var svo skítkalt úti... Hlaupið var ræst á réttum tíma kl. 7:30 en þá var orðið bjart.  Fljótlega kom sólin og hitaði heldur mikið... það er ýmist of eða van.  Þjónustan á leiðinni var mjög góð en fáir áhorfendur, enda var leiðin eiginlega á skógarstígum og lá út í sveit.

Ég var slétta 5:10:00 að hlaupa þetta maraþon sem var nr. 90 hjá mér og 26. fylkið mitt. 
Ég var 4. í mínum aldursflokki  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með þetta

 Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt heimasíðu hlaupsins var ég á tímanum 5:10:00

Bryndis Svavarsdottir (F51)5:10:0012143 / 4F50-54

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.10.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband