R´N´R San Diego Marathon 31.maí 2015

Dodge Rock´N´Roll Marathon & Half Marathon, Marathon Relay
San Diego, CA USA 31.maí 2015
http://san-diego.competitor.com

R´N´R San Diego 2015Ég held ég hafi aldrei verið í eins miklu stressi og tímahraki í neinu hlaupi eins og núna... Vélin lenti á réttum tíma í San Diego en bílaleigan lét okkur bíða í óratíma, þá tók við umferðarteppa við Convention Center þegar ég var að ná í númerið... ég hljóp inn rétt fyrir lokun, fékk númerið, keypti bílastæði og rútumiða og út aftur án þess að skoða neitt.

......... 

Start í San Diego 31.5.2015Ég pantaði wake-up kl 3am og var með mitt úr stillt á 2:45. Þá tók þetta venjulega við, taka saman hlaupadótið og reyna að fara snemma að sofa... Ekki hélt netið vöku fyrir okkur því það var alltaf að detta út og ég hætti að reyna að blogga.

myndataka á miðri leið SD 2015Ég svaf ágætlega þessa klukkutíma sem voru í boði... í svona stórum hlaupum sem eru með allt umfangið í þröngri miðborginni er nauðsynlegt að vera snemma á ferðinni. Ég þurfti að hafa allt dótið í bílnum því Lúlli beið á hótelinu og þurfti að tékka okkur út kl 11 og bíða einhversstaðar á meðan.

Þetta er í 4 sinn sem ég hleyp R´N´R San Diego. En í þetta sinn hafa þeir breytt fyrirkomulaginu, þeir eru hættir að nota flugvöllinn fyrir bílastæði og hafa ókeypis skólabíl á startið. Núna þarf maður að leggja í bílastæðahúsi í miðbænum.

Ég lagði af stað kl 4am og Garmin fór fyrst með mig í Walmart... kannski er greyjið að bilast á mér.

markið í San Diego 31.5.2015Ég fékk ágætis stæði í Convention Center og slappaði af í nokkrar mínútur. Ég hélt að við ættum að taka Trolley hinu megin við götuna en eftir mílu langa röð sá ég að þetta voru rútur... og tíminn var að hlaupa frá mér...
Loksins var kallað að heilu-maraþonarnir ættu að fara framfyrir... ég kom á-síðustu-stundu á startið, gat svindlað mér á klósett fyrir fatlaða (engin röð) og hljóp að marklínunni... heyrði þjóðsönginn á hlaupunum en náði ekki einu sinni mínum bás áður en hlaupið var ræst... hvílíkt stress og hvað maður eyðir mikilli orku í það. Maraþonið var  ræst 6:15 og hálfa maraþonið var ræst 30 mín síðar.

R´N´R San Diego 31.5.2015Það var skýjað en heitt og ég var að vona að það héldist en sólin læddist fram eftir 2-3 tíma. Ég mundi eftir einhverju af leiðinni þó hún væri breytt, hún var nokkuð slétt á fyrri hlutanum en sá síðari var með manndrápsbrekkum. Ég sá/hitti engan sem ég þekkti...  Alltaf er gott að klára... sérstaklega þegar ég er enn ekki orðin góð í ökklanum, æfingalaus og varð að ganga mikið á milli.

Ég var í enn hjá markinu þegar (samkv mbl.is) elsta kona í heimi sem hefur hlaupið maraþon kom í mark.

Garmin mældi leiðina 26,65 mílur og tímann 6:55:28

Þetta maraþon  er nr 188 og enn eru 9 eftir í öðrum hring.


Ég er öll að koma til :)

Ég hef verið að vinna mig hægt og rólega út úr meiðslunum sem ég fékk í fyrsta maraþoni ársins (Baton Rouge Louisiana). Æfingar hafa sem sagt verið nánast engar ;) aðallega synt en ég er aðeins byrjuð að hjóla líka... oh hvað ég sakna hjólsins míns, sem var stolið síðasta haust.

Þó ég hafi ekki æft þá hætti ég ekki við næstu 4 maraþon sem ég var skráð í... heldur reyndi að skrölta skynsamlega í gegnum þau. Ég er enn ekki orðin góð... því ég "veit alltaf af" fætinum og er alltaf vakandi við að passa mig... en um leið og ég gleymi fætinum er ég orðin góð.

Síðasta mánudag prófaði ég stuttan hring í kringum Ástjörn og allt gekk vel og líka á miðvikudaginn svo ég held að þetta sé allt að gerast enda ekki seinna vænna því það er að koma að næstu ferð.

17.apr... 1200m skrið
20.apr... 14 km hjól með Völu.

2.maí...  1000m skrið
4.maí...  19,7 km með Völu
7.maí...  11,6 km hjól ein
8.maí...  1200m skrið
11.maí... 4,1 km skokk í kringum Ástjörnina 
13.maí... 4,6 km skokk, Ástjörn með smá lengingu.
15.maí... 1300m skrið
16.maí... 19 km hjól, ein
18.maí... 20 km hjól með Völu Kaldárselshringur
21.maí... 6,2 km skokk, Ástjörn með lengingu, 
22.maí... 1200m skrið
23.maí... 11,6 km hjól í leiðinda roki
28.maí... 14,1 km hjól

29.maí... flug til Denver


Kentucky Derby Festival Marathon 25.4.2015

Kentucky Derby Festival Marathon
25. apríl 2015

http://www.derbyfestivalmarathon.com

20150424_145554Expoið var ágætlega stórt í gær, en við vorum eiginlega á hraðferð, þreytt eftir 2 flug og lítinn svefn síðustu nótt og búin að keyra suður frá Indianapolis til Louisville. Númerið mitt er 12467. það sem ég hafði mestan áhuga á var að fá upplýsingar um gott bílastæði

Við fórum MJÖG snemma að sofa í gærkvöldi enda þreytt eftir flugið, keyrsuna og lítinn svefn síðustu nótt. 

Derby veðreiða völlurinn Klukkan var stillt á 3:30 í nótt og vegna þreytu svaf ég eins og steinn. Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum og ég hafði ekki gert ráð fyrir rigningu. Lúlli ákvað að bíða á hótelinu enda lítið spennandi að hanga í bílnum í grenjandi rigningu. ég sníkti plastpoka í lobbýinu að nota fyrir regnkápu.

Ég lagði af stað um kl 5 og náði bílastæði á besta stað.
Louisville KY 2015Ég var með vekjaraúrið með mér og lagði mig, það var hægt að halla framsætinu í nær lárétta stöðu. Startið var beint fyrir framan bílinn.

Maraþonið var ræst 7:30 í rigningu og það rigndi megnið af tímanum. Leiðin var frekar slétt, það kom smá brekku-kafli frá mílu 11-15 og svo ein og ein en miðað við síðasta maraþon þá var það ekkert mál.

Hlaupaleiðin lá inn á hina frægu Derby-veðreiðar-braut, gaman að sjá þetta. Ég hitti Nick Karem á seinni hlutanum, hef ekki séð hann lengi, við fylgdumst að hluta af leiðinni, hann er eins og ég að vinna sig út úr meiðslum og hann barðist við krampa.

Louisville KY 2015Ég verð að segja að mér gekk ágætlega miðað við allar aðstæður og algjört æfingaleysi.

Garmin mældi leiðina 26,79 mílur og tímann 6:31:27
Þetta maraþon er nr 187 og nú eru 9 eftir í öðrum hring.


Rock'N'Roll Raleigh Marathon NC, 12.4.2015

Rock'N'Roll Raleigh Marathon, Raleigh NC
12.apríl 2015
http://runrocknroll.competitor.com/raleigh

R'N'R Raleigh Marathon 12.4.2015Ég svaf ágætlega og var vakin með "wake-up call" hótelsins og svo hringdi Bíðarinn frá Íslandi. ég var með sub í ísskápnum sem ég át, teypaði tærnar og kom mér af stað rétt fyrir kl 5am. Ég var búin að ákveða að fá stæði í bílastæðahúsinu sem var 200 metra frá marki og starti... og ég fékk frábært stæði.

Bekku-viðvörun í Raleigh 12.4.2015ég hallaði mér svo bara aftur í hálftíma... nennti ekki að athuga með Maniac-myndatöku eða standa við startið í tæpa 2 tíma... en maður þarf allaf að fara í klósettröðina... TVISVAR.

Startið var kl 7am og ég laumaði mér á eftir elítunni... Bryndís og Keníamennirnir hehe...


Veðrið var frábært, glampandi sól og stundum of heitt en stöku sinnum kom smá kæling í vindinum.
Hvernig gekk...hummm... Stjórnendum hlaupsins fannst ástæða að nefna brekkurnar fyrir startið... og svo var skilti á leiðinni... "I eat hills for breakfast" og við vorum í stanslausum morgunmat eftir það.

Leiðin átti ekki að vera eins "brutal" og í fyrra því þeir breyttu leiðinni aðeins og fækkuðu um 3 brekkur... Leiðin var ein BREKKA... held ég hafi ekki lent í öðru eins í borgarhlaupi. Auðvitað komu þessar brekkur niður á mér...

Fóturinn hélt nokkuð vel, kannski af því að ég þorði ekki annað en að vera í ökkla-strekksokknum og svo var ég með ICY-HOT 8 tíma verkjaplástur á bakinu... bakið fór korter í sunnudagaskóla á Páskadag og ég var ekki orðin nógu góð. 

Raleigh 12.4.2015Garmurinn mældi vegalengdina 42,87 km og tímann 7:17:11 
Þetta marathon er nr 186 og mig minnir að ég eigi eftir 10 fylki í annarri umferð um USA.


Gögnin sótt - R'N'R Raleigh North-Carolina

Ég er komin út eina ferðina enn, það væri nú gaman að telja saman ferðirnar einhverntíma... Ég sótti gögnin áðan í sól og sumaryl :)

ég verð númer 19095... há tala sem þýðir að ég á að vera aftarlega í röðinnni en ég ætla að reyna að stelast til að fara af stað með þeim fyrstu. Fóturinn er ekki alveg nógu góður og ég verð að hafa tíma til að spara hann ef sú staða kemur upp.

Rock'N'Roll hlaupin eru stórir viðburðir og allt svo umfangsmikið, allir verða að mæta snemma, finna stæði snemma og svo framv. Það er ekki í boði að vera á síðustu stundu... Ég gleymdi vekjaraklukkunni heima svo Bíðari nr 1 ætlar að hringja frá ÍSLANDI til að vekja mig.


Ég er enn ekki orðin góð.

Ég tók mér smá frí eftir Hawaii (15.mars) enda var ég ekki orðin nógu góð... en þetta ætlar að vera seigt í mér. Ég hef haldið áfram að synda, aðeins hjólað og farið í Garðabæ á göngubrettið til að prófa mig.  

20.mars... 1000m skrið +100 bak, með blöðkum sem ég keypti á Hawaii
23.mars... 13,5 km hjól með Völu, vá hvað það var kalt úti
26.mars... 5,3 km á göngubretti í Garðabæ 
27.mars... 1200m skrið með blöðkum
30.mars... 7,5 km hjól, ein - kalt
31.mars... 7,7 km ganga og skokk á bretti í GB
1.apríl... 1200m skrið með blöðkum
10.apr.... 1000m skrið + 200 bak - flug eh til Boston.


Hilo International Marathon, 15.mars 2015, Hawaii

Big Island International Marathon, Hilo, HI USA
15.mars 2015
http://www.hilomarathon.org


Hawaii  11-17.mars 2015þetta verður mjög ófullkomið blogg... Klukkan...var stillt á 3 en ég var vöknuð kl 1:30

Ég hellti á kaffi, fékk mér að borða .... teypaði tærnar, smurði mig með vasilíni og sólarvörn, gekk frá dótinu, bar það út í bíl og tékkaði mig út af hótelinu... en fékk að koma til baka í sturtu ef ég kæmi fyrir kl 14... sem mér tókst.

Hawaii  11-17.mars 2015 614Ég fór um 4:30, vildi vera snemma í því til að fá bílastæði nálægt startinu... og fékk frábært stæði. það var hægt að velja um 2 staði og hinn var hálfa mílu í burtu.

Hlaupið var ræst kl 6 í myrkri... fyrri hluti leiðarinnar, fyrstu 16 mílurnar voru mjög fallegar á köflum en ekkert nema brekkur.

Hawaii  11-17.mars 2015 Seinni hlutinn var hins vegar leiðinda kafli meðfram veginum, en slétt og þá fór sólin að hita verulega. Í bæði skiptin fórum við fram og til baka nær sömu leið.

Ég var með strekksokk um ökklann og fann lítið til en æfingaleysið var algert...

Ég set meira inn þegar ég kemst í fartölvuna mína.

Þá er það að uppfæra upplýsingarnar.
Ég gekk og skokkaði til skiptis fyrstu 16 mílurnar en seinni hlutann gekk ég alveg. Þá var farið að hitna verulega. þó ég færi hægt voru allan tímann einhverjir á eftir mér... Ég var bara fegin að klára og vera enn þolanleg í fætinum (enda ekki langt í næsta maraþon).

Þetta maraþon er nr 185
Vegalengdin var samkvæmt garminum 26,85 mílur og tímann 7:32:25
Þá eru 11 eftir í öðrum hring. 


Gögnin sótt fyrir Hilo Hawaii marathon

20150314_103800Það var stutt í gögnin á Hilo Hawaiian hotel. Expo-ið var mjög lítið... nokkur borð með söluvörum. Bolurinn var flottur, bæði liturinn og myndin. 

Nöfn allra hlauparanna voru prentuð á handklæði... mitt var frekar neðarlega enda raðað eftir eftirnafni.

20150314_104215Eftir expo-ið fékk ég mér að borða, ég var búin að gera allt sem ég ætlaði að gera... og fór svo á hótelið.

Ég þarf að tékka mig út áður en ég fer í hlaupið svo það er eins gott að hafa allt tilbúið í kvöld.

Hef ekki ákveðið hvenær ég fer að sofa en startið er kl 6 am


Ég er ekki orðin alveg góð...

Ég er ekki orðin alveg góð eftir þar-síðasta maraþon. Bólgan er eiginlega farin í kringum ökklann en þegar ég fór um daginn á hlaupabretti fann ég að kálfa-vöðvinn spenntist upp... svo ég skipti yfir í hjól og skíðavél. Þetta tekur einhverja daga í viðbót...

Síðasta slagveðurs-laugardag (í gær) fór ég í Kolaportið... (einstakur viðburður) og var svo óheppin þegar ég var að skjótast á milli bíla að hlaupa á dráttarkúlu... ég get upplýst alla um að ÞAÐ VAR SÁRT.

þau meiðsli bættust á vinstri fótinn... kannski best að safna meiðslum á sama fótinn.

30.jan... 800m skrið
7.febr... 1200m skrið
11.febr.. 2km hlaup, 3km hjól, 2km skíði og 500m skrið í GB
20.febr.. 1000m skrið
27.febr.. 1000m bak með blöðkum, Ég var svo gjörsamlega handlama á vinstri hendi að ég varð að fá aðstoð við að klæða mig úr og í.

2.mars... 3km ganga, 1km skíði og 6km hjól + 500m skrið í GB (Vala veik)
6.mars... 600m skrið, m/kvef og magakveisu

Ég verð fram á síðustu stundu að ákveða mig hvort ég fari til Hawaii 11.mars.


New Orleans R´N´R Marathon 25.jan.2015

New Orleans Mardi Gras Marathon & Half Marathon, 2-Person Relay New Orleans, LA USA
25.jan. 2015
http://runrocknroll.competitor.com/new-orleans

startið í New Orleans 2015Við byrjuðum á því að sækja gögnin í gær þegar við keyrðum frá Baton Rouge... Expo-ið var ágætt - margir að sýna, kynna vörur og selja. Ég hitti hvorki Maniaca eða 50 state-vini sem ég þekkti. Síðan tékkuðum við okkur inn á hótelið. Herbergið okkar er í blind-horni og við erum netlaus.

Síðan var þessi hefðbundni undirbúningur, taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa... en það var nú ekki hægt, þetta er partý hótel... þunnir veggir og nokkur umgangur. Ég held samt að ég hafi sofið eitthvað.

New Orleans Maraþon 25.1.2015Klukkan var stillt á 3:30... því ég hélt að startið væri kl 7am en það var hálftíma seinna.

Við ákváðum að það væri best að Lúlli biði á hótelinu... svo ég lagði af stað um kl 5am til að fá gott stæði við startið. Ég náði stæði á götunni um hálfa mílu frá.

Ég hitti Maniaca og við ákváðum myndatöku... Það var skítakuldi úti og ég var alveg orðin frosin á að bíða einn og hálfan tíma eftir startinu. Þegar hlaupinu var síðan startað laumaði ég mér af stað með elítunni... Bryndis og Kenýamennirnir voru fyrstaf stað ;)

New Orleans Maraþon 25.1.2015Ég var skráð í Double-down, aukapening fyrir að fara bæði LA-hlaupin... og svo er ég búin að skrá mig í tvö önnur Rock´N´Roll maraþon á árinu... svo ég varð eiginlega að þræla mér í gegnum þetta hlaup...
Fóturinn var ekki nógu góður, ég stoppaði oft til að nudda kálfann, bera á hann krem og svo lét ég teypa kálfann á leiðinni og reyndi að fara vel með mig og nota bara allan tímann sem var í boði.

Reglan var: 7 tíma-takmörk eftir að síðasti maður fór yfir startlínuna - þess vegna fór ég með elítunni... og mér veitti ekkert af tímanum.

Ég sit í lobbýinu og blogga og er ekki með símann með myndunum eða úrið svo ég man ekki alveg tölurnar... ég verð að bæta úr því seinna. 

UPPFÆRT... Þetta maraþon er nr 184, Garmurinn mældi vegalengdina 26,89 mílur og tímann 7:43:09


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband