Louisiana Marathon Baton Rouge, LA USA
18.1.2015
http://www.thelouisianamarathon.com
Við fórum snemma að sofa í gær, og klukkan var stillt á 4 am. Ég svaf ágætlega. Allt gekk sinn vanalega gang og við lögðum snemma af stað til að ná bílastæði á góðum stað. Lúlli fór með og beið allan tímann eftir mér. Þess vegna skipti máli að fá stæði nálægt. Við vorum ljón-heppin þar... náðum stæði nokkrum skrefum frá starti og marki.
Ég náði Maniac-a myndatökunni kl 6:30. Hlaupið var síðan ræst kl 7 am. Ég vissi að þeir væru með hörð 7-tíma-takmörk... Þá verður markinu lokað.
Það var kalt í upphafi en hitnaði þegar á leið. Mér leið ágætlega fyrstu 9 mílurnar en þá gerðist eitthvað í hásin á vinstra fæti og ég haltraði eiginlega afganginn í mark... Við vorum tvær sem renndum okkur í markið á síðustu stundu og því var lokað á eftir okkur, hin var að drepast í hnénu.
Þjónustan og gæslan á leiðinni var til fyrirmyndar... Ekkert sem klikkaði og þeir pössuðu að hafa sömu þjónustu fyrir þann fyrsta og þann síðasta.
Þetta maraþon er nr 183.
Garmurinn mældi tímann 6:58:13 og vegalengdina 26,68 mílur.
Nú þegar Louisiana er búið eru 12 fylki eftir.
Íþróttir | 19.1.2015 | 01:08 (breytt 21.1.2015 kl. 19:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LOUISIANA MARATHON
18.1.2015
Við komum í gærkvöldi til Baton Rouge og sóttum gögnin í dag fyrir maraþonið á morgun. Expo-ið var sæmilega stórt og vel sótt... ég hitti Maniac vin og dundaði mér eitthvað á svæðinu. Ég er nr 741.
Eftir að hafa sótt gögnin fórum við á startið en markið er líka þar rétt hjá... svo komum við við í búð til að kaupa morgunmat.
Veðrið er yndislegt, sól og um 15°c hiti... ég geri ekki ráð fyrir að veðrið verði vandamál á morgun.
Þá er bara að stilla klukkuna og hafa allt tilbúið fyrir morgundaginn.
Íþróttir | 17.1.2015 | 22:26 (breytt kl. 22:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GLEÐILEGT NÝTT HLAUPA-ÁR 2015
Árið 2014 var öðruvísi ár í hlaupum fyrir mig. Ég byrjaði árið með því að hlaupa hálft maraþon í Los Angeles... það var lengsta vegalengdin sem var boðið upp á. Hlaupið var skemmtilegt og í hlaupaleiðinni var hringur inn á Dodgers Stadium... Ótrúlega gaman, því við Lúlli fórum einusinni á leik þar með Jonnu og fleirum.
Ég strengi aldrei áramótaheit, en ég ætlaði að taka mig á og hlaupa meira á þessu ári en einhvern veginn var allt til þess að taka af mér öll hlaupaplön. Ég datt 5 sinnum í hálkunni um veturinn og var fram eftir öllu sumri að ná mér eftir bylturnar... vinstra hnéð hafði snúist einhvernveginn í síðustu byltunni og ég varð að vanda mig þegar ég hljóp og passa að ofgera mér ekki. Ég reyndi að hjóla meira... (þar til því var stolið 1.sept), ég gekk heilmikið með því að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar og fór allt að 4x að sumum spjöldum og í mars byrjuðum við systur að synda saman á föstudögum. Þá hef ég ekki tölu á því hve oft ég hjólaði upp í Kaldársel og gekk á Helgafell.
Ég hljóp aðeins 13 maraþon 2014 og aðal breytingin frá fyrri árum er að ég fór bara 4 ferðir til USA og í tveim þeirra hljóp ég aðeins eitt maraþon í hvorri ferð.
Í mars skrapp ég ein yfir helgi til Little Rock. Þar slapp ég fyrir horn að vera stoppuð í hlaupinu... ég var svo heppin að hafa valið EARLY-START, fór klst fyrr af stað, því hlaupið var stoppað vegna ís-regns. ég var þá nýfarin framhjá stopp-staðnum og náði að klára.
Göturnar voru eins og skautasvell.
Öllu flugi var aflýst um tíma eða því seinkað... ég hef sjaldan verið eins fegin þegar ég skilaði bílaleigubílnum, að hafa komist á flugvöllinn.
Innanlandsfluginu mínu seinkaði og hjá Icelandair var búið að loka vélinni en það var opnað aftur fyrir mig, svo það munaði ENGU að ég kæmist ekki heim.
Ég fór í 2 hlaupa-seríu-ferðir þar sem ég hljóp 5 maraþon í 5 fylkjum í hvorri ferð. Sú fyrri var í maí/júní. þá byrjaði ég á að hlaupa í Indiana 31.maí og svo maraþon annan hvern dag (4,6,8.júní) í MI, IL (í Heartland Series)og NY. Því fylgdi þó nokkur keyrsla og flug frá Chicago til Boston og svo keyrsla upp til Lace Placid. Síðasta maraþonið í þessari ferð var í Maine... alveg efst upp við landamæri Kanada og byrjaði við vestasta odda USA. Þetta er eina maraþonið þar sem er hlaupið yfir landamæri USA og Kanada.
Í miðju maraþoninu 6.júní fékk ég sms um nýtt barnabarn og fréttin breiddist út til allra hlauparanna og hamingjuóskunum rigndi yfir okkur Lúlla.
Í ágúst hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík 18. árið í röð. Að hugsa sér... ég sem ætlaði aldrei að hlaupa heilt á Íslandi. Ég byrjaði að skokka 1991 og hljóp þá 7 km í Reykjavík, næstu 5 ár á eftir hljóp ég hálft maraþon en hef síðan alltaf hlaupið heilt. Ég var stolt mamma og amma þennan dag, því við vorum 3 ættliðir sem hlupum. Ég maraþon, sonurinn hálft maraþon í fyrsta sinn og Matthías fór í Latabæjarhlaupið.
Í síðari hlaupa-seríu-ferðinni hljóp ég 3 maraþon (11,12,14.okt) í The Appalachian Series... Þessi hlaup voru BLAUT... ég held ég hafi aldrei hlaupið í öðru eins úrhelli. Helgina eftir (18,19.okt) hljóp ég 2 maraþon í sól og kærkominni blíðu. Þannig að ég fór 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum.
Síðasta ferð ársins var til Orlando með systrunum Eddu og Berghildi. Þær komu með mér 2013 og nú hlupu þær báðar hálft maraþon í fyrsta sinn. Þetta var Space Coast Marathon á Cocoa Beach og við erum búnar að kaupa næstu ferð... Það er ekki aftur snúið fyrir þær.
Í árslok 2014 eru maraþonin orðin 182. Nokkrar hlaupaferðir eru þegar pantaðar og hlaupin skipulögð með annan USA-hring í huga. Sem stendur á ég eftir 13 fylki í öðrum hring. Fylkin sem eru eftir eru Hawaii, Alaska, Oregon, Montana, Idaho, New Mexico, Kansas, Louisiana, Alabama, Georgia, Ohio, Kentucky og North Carolina.
Draumurinn er að klára þau 2015 ef vinnan væri ekki að þvælast fyrir manni.
Íþróttir | 1.1.2015 | 14:32 (breytt 30.10.2017 kl. 20:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má segja að veðrið hafi verið hrikalega leiðinlegt það sem af er desember. Við systur komum heim 2.des og ég tók hlaupafrí í viku.
5.des 1000m skriðsund
8.des hlupum við Vala Hrafnistuhring og náðum að komast heim áður en fárviðrið skall á. 12,5 km í ófærðinni.
12.des 1200m skriðsund
Á mánudeginum á eftir var Vala veik og þrátt fyrir tilraunir til að hittast þá viku - þá tókst það ekki.
19.des 1200m skriðsund
22.des 5,5 km á hlaupabretti í Garðabæ... Við Vala hlaupum saman eiginlega bara til að hittast aðeins fyrir jólin. Úti er skautasvell á öllum götum og göngustígar illfærir.
27.des 7,1 km hlaup á bretti og 1200m skriðsund í Garðabæ.
29.des 1200 m skriðsund í Ásvallalaug.
Ég set mér ekki áramót, en ég ætla að halda fjölbreytninni áfram 2015.
GANGA - SKOKKA - SYNDA - HJÓLA
Íþróttir | 22.12.2014 | 14:10 (breytt 6.1.2015 kl. 23:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Space Coast Marathon & Half Marathon
Cocoa, FL USA. 30.nóv 2014
http://www.spacecoastmarathon.com
Klukkan vakti okkur kl 2:45 am... við sváfum þokkalega.
Við vorum með okkar morgunmat sem við röðuðum í okkur, klæddum okkur í hlaupagallann, teypuðum tærnar og smurðum okkur með vasilíni og sólarvörn nr 50.
Kl 4:45 sóttum við morgunmatarpoka í lobbyið og fórum í rútu-röðina við Best Western hér við hliðina. Það er nokkur spotti niður á Cocoa og þægilegt að geta farið með rútu og þurfa ekki að hugsa um bílastæði.
Þegar við komum á staðinn, var klósettröðin fyrst á dagskrá, svo hitti ég Nancy sem gaf okkur hálsklúta í Space-þema.
Við vorum allar skráðar í HEILT maraþon og fórum því saman af stað. Við byrjuðum í myrkri en það birti fljótlega og hitnaði. Á fyrsta horninu datt kona beint fyrir framan mig og ég týndi Eddu og Berghildi.
Af því fyrri helmingur leiðarinnar er 6,5 mílur upp með ströndinni og til baka, þá sáumst við aftur áður en ég fór síðan 6,5 mílur niður með ströndinni og til baka.
Ég hitti marga Maniaca og 50 Staters. Veðrið var eiginlega OF GOTT, við giskuðum á 28-30 stig. Sólin skein glatt og nú vantaði örlitla svalandi hafgolu og fáein ský.
Æfingaleysið kom fram á seinni helmingi hlaupsins, en mest allan tímann var bæklaða táin mín að gera uppsteit og það orsakaði sennilega að síðustu mílurnar jaðraði við krampa í hægra læri og á sköflungi.
Berghildur og Edda voru báðar að hlaupa hálft-maraþon í fyrsta sinn og gerðu það með glæsibrag. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ.
Þetta er í annað sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum, síðast hljóp ég í Seattle 2008 og ég sá á Maniac-hlaupasíðunni að þar var hlaupið í nokkurra stiga frosti í dag.
Eftir maraþonið fórum við Edda aðeins í sólbað á ströndinni áður en við fórum í sturtu. það var frábært.
Þetta maraþon er nr 182 hjá mér.
Garmurinn mældi vegalengdina 42,85 km og tímann 6:38:02
Ég á enn eftir 13 fylki í öðrum hring um USA.
Íþróttir | 1.12.2014 | 01:50 (breytt 14.12.2014 kl. 14:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við keyrðum frá Orlando í morgun og sóttum númerin okkar í leiðinni á Radison Sas Resort by the Port.
Expo-ið var lítið eins og í fyrra og fljót yfirfarið.
Við keyrðum síðan á hótelið, tékkuðum okkur inn, kíktum á ströndina, borðuðum, töluðum heim á Skype og svo fórum við að undirbúa okkur fyrir hlaupið daginn eftir.
Það var 25°c hiti í dag þegar við vorum á ströndinni og búist við betra á morgun.
Við ætlum snemma að sofa og klukkan er stillt á 2:45 am.
Íþróttir | 30.11.2014 | 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins gott að ég skrifa á dagatalið hvað ég er að gera... annars myndi ég ekki vita hvað ég hreyfi mig lítið...
ég kom heim frá DC 21.okt og 2 dögum seinna, á fimmtudagskvöldi, var ég að reyna að gráta mig inn í Haustmaraþonið (25.10)... en þá varð mér litið á símann minn og sá að ég átti að staðfesta með sms, tann-aðgerð morguninn eftir... þá var næsta skref að afsaka að ég kæmist ekki í maraþonið...
Eftir aðgerðina mátti ég ekki hlaupa í 2 vikur... svo við Vala hjóluðum næstu tvo mánudaga, hring út á Álftanes og um Garðabæ.
27.10 - hjól með Völu, 20,5 km
31.10 - 1200 m skrið
Nóvember...
3.11 - Hjól með Völu, 21 km
6.11 - 1200 m skriðsund
10.11 - 5 km á bretti og 3 æfingahringir í sal, með Völu
13.11 - 5 km hjól.
14.11 - hringur um Ástjörn, 5 km + 1200m skriðsund
17.11 - Hrafnistuhringur með Völu, 12,5 km
22.11 - Hringur um Ástjörn í slagviðri, 5 km + 1100m skriðsund
Næsta mánudag fer ég til Florida með systrunum, Space Coast Marathon :)
Íþróttir | 21.11.2014 | 19:13 (breytt 14.12.2014 kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atlantic City Marathon & Half Marathon, 10K, 5K Run/Walk
Atlantic City, NJ USA, 19.oct. 2014

Ég var enn í hlaupagallanum eftir Baltimore þegar ég sótti númerið mitt í Atlantic City New Jersey. Ég rétt hljóp inn í Casino-ið, sótti það og út aftur... Við erum með hótel 2 mílur frá starti sem er kl 8 am... svo ég lét það eftir mér að sofa til kl 6 am.

Eftir morgunmat og venjulegan undirbúning lögðum við af stað rétt fyrir hálf átta... þetta smellpassaði allt. ég gat rakað saman nokkrum Marathon Maniacs fyrir hópmynd rétt áður en hlaupið var ræst.
Það er hvergi hægt að leggja bíl hérna nema í bílastæðahúsi og við fengum stæði á 11.hæð í húsi næst starti og marki. Lúlli kom með og notaði tímann á meðan ég hljóp... til að fara á ströndina og líta í kringum sig.
Ég var ekki eins brött og í gær og leiðin var ekkert spennandi, ég hafði ímyndað mér hlaup meðfram strandlengjunni en við vorum send eftir "eins og augað eygir" götum í allar áttir... ég fékk skýringuna seinna... það var verið að senda okkur í alla fjóra bæina á strandlengjunni. Þetta virkaði ekki skemmtilega á mig en spretthlaupararnir hafa örugglega elskað svona beina braut.

Við fórum oft fram og til baka og þá hitti ég marga Maniaca og 50 State félaga á leiðinni. EN... maður minn hvað ég var fegin að koma í mark... 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum er kannski aðeins of mikið þegar maður æfir nær ekkert.
Þetta maraþon er nr 181
Garmurinn mældi tímann 6:35:22 og vegalengdina 25,79 mílur... vegna þess að gps-ið datt út í göngunum sem við fórum í.
Íþróttir | 19.10.2014 | 23:27 (breytt kl. 23:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Baltimore Marathon & Half Marathon, Team Relay, 5K
Baltimore, MD USA 18.oct. 2014
http://www.thebaltimoremarathon.com

Klukkan var stillt á 3 am... og vorum búin að tékka okkur út af hótelinu og koma dótinu í bílinn, fyrir kl 5. Það var 1,4 mílur á markið. Við fengum bílastæði á besta stað við markið og við vorum rétt búin að leggja bílnum þegar traffíkin byrjaði að leitað að stæðum.

Við hölluðum okkur aftur í bílnum í um klst. en þá var kominn tími til að ramba á startið... en það hafði verið fært fram til kl 7 am... um leið og birti. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður en ég mundi ekkert eftir leiðinni.
Það var fyrir algera tilviljun að við duttum inn í grúppumyndina hjá Marathon Maniacs.

Veðrið var gott, fyrst skýjað en síðan skein sólin á okkur... í fyrsta hluta hlaupsins fékk ég allt í einu yfir mig leiða... langaði að hætta og ég veit ekki hvað... en ég komst fljótlega yfir það...
Þjónustan á leiðinni var til fyrirmyndar... og mér gekk bara vel... þó þetta sé fjórða maraþonið á 8 dögum. Lúlli beið eftir mér rétt hjá markinu og við keyrðum til Atlantic City í New Jersey þar sem ég hleyp á morgun...
Þetta maraþon er nr 180 og 14 fylki eftir í "second round for the States"
Garmurinn mældi vegalengdina 26,58 mílur og tímann 6:16:07
Íþróttir | 19.10.2014 | 00:19 (breytt kl. 23:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/ Day 4 (Oct.14): Seneca, South Carolina kl 7:30
Sjónvarpið hefur varla sýnt annað en viðvaranir vegna veðurofsa í kringum okkur. Við höfum fengið úrhellið en nær engan vind.
Þegar ég skráði mig í þessa seríu, stóð að hlaupin yrðu haldin ,,rain or shine" ég hef ekki fengið neitt ,,shine" enn.

Það var tiltölulega stutt á startið svo ég stillti klukkuna á 5:30. Days Inn var með morgunmat frá kl 6 am svo þetta smellpassaði.
Um leið og við fórum út úr dyrunum á hótelinu byrjaði að rigna og rigningin jókst stöðugt... þriðja rigningarmaraþonið í röð.
Vá, maður... ég hef aldrei hlaupið í hvílíku úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhellis-grenjandi rigningu. Hlaupið var ræst á réttum tíma í dag voru 14 hringir. Göngustígarnir urðu að stórfljótum og grasið utanvið var bara verra. Sumir gerðu grín og hlaupu með sundgleraugu og sundfit á höndunum...
Lúlli beið heima á hóteli og tók vídeó af úrhellinu. Það versta við svona úrhelli er að maður brennur svo undan fötunum, margir voru komnir með ljót nuddsár því vasilínið tollir ekki á húðinni.

Ég komst í gegnum daginn - og þakkaði Guði fyrir að ég var ekki skráð í síðasta hlaupið í seríunni, í Georgíu á morgun... þeir sem hlaupa á morgun þurftu að fara rennblautir af stað þangað strax eftir hlaupið í dag. Ég náði mér í 3 fylki í seríunni, WV, VA og SC
Garmin mældi tímann 6:50:55 og vegalengdina 26,47 mílur.
Þetta maraþon er nr 179 og 15 fylki eftir í öðrum hring.
Íþróttir | 14.10.2014 | 21:07 (breytt kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)