ófærðarfærsla

Það má segja að veðrið hafi verið hrikalega leiðinlegt það sem af er desember. Við systur komum heim 2.des og ég tók hlaupafrí í viku.

5.des 1000m skriðsund
8.des
hlupum við Vala Hrafnistuhring og náðum að komast heim áður en fárviðrið skall á. 12,5 km í ófærðinni.
12.des 1200m skriðsund

Á mánudeginum á eftir var Vala veik og þrátt fyrir tilraunir til að hittast þá viku - þá tókst það ekki.

19.des 1200m skriðsund
22.des 5,5 km á hlaupabretti í Garðabæ... Við Vala hlaupum saman eiginlega bara til að hittast aðeins fyrir jólin. Úti er skautasvell á öllum götum og göngustígar illfærir.

27.des 7,1 km hlaup á bretti og 1200m skriðsund í Garðabæ.

29.des 1200 m skriðsund í Ásvallalaug. 

Ég set mér ekki áramót, en ég ætla að halda fjölbreytninni áfram 2015.

GANGA - SKOKKA - SYNDA - HJÓLA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband