New Orleans R´N´R Marathon 25.jan.2015

New Orleans Mardi Gras Marathon & Half Marathon, 2-Person Relay New Orleans, LA USA
25.jan. 2015
http://runrocknroll.competitor.com/new-orleans

startið í New Orleans 2015Við byrjuðum á því að sækja gögnin í gær þegar við keyrðum frá Baton Rouge... Expo-ið var ágætt - margir að sýna, kynna vörur og selja. Ég hitti hvorki Maniaca eða 50 state-vini sem ég þekkti. Síðan tékkuðum við okkur inn á hótelið. Herbergið okkar er í blind-horni og við erum netlaus.

Síðan var þessi hefðbundni undirbúningur, taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa... en það var nú ekki hægt, þetta er partý hótel... þunnir veggir og nokkur umgangur. Ég held samt að ég hafi sofið eitthvað.

New Orleans Maraþon 25.1.2015Klukkan var stillt á 3:30... því ég hélt að startið væri kl 7am en það var hálftíma seinna.

Við ákváðum að það væri best að Lúlli biði á hótelinu... svo ég lagði af stað um kl 5am til að fá gott stæði við startið. Ég náði stæði á götunni um hálfa mílu frá.

Ég hitti Maniaca og við ákváðum myndatöku... Það var skítakuldi úti og ég var alveg orðin frosin á að bíða einn og hálfan tíma eftir startinu. Þegar hlaupinu var síðan startað laumaði ég mér af stað með elítunni... Bryndis og Kenýamennirnir voru fyrstaf stað ;)

New Orleans Maraþon 25.1.2015Ég var skráð í Double-down, aukapening fyrir að fara bæði LA-hlaupin... og svo er ég búin að skrá mig í tvö önnur Rock´N´Roll maraþon á árinu... svo ég varð eiginlega að þræla mér í gegnum þetta hlaup...
Fóturinn var ekki nógu góður, ég stoppaði oft til að nudda kálfann, bera á hann krem og svo lét ég teypa kálfann á leiðinni og reyndi að fara vel með mig og nota bara allan tímann sem var í boði.

Reglan var: 7 tíma-takmörk eftir að síðasti maður fór yfir startlínuna - þess vegna fór ég með elítunni... og mér veitti ekkert af tímanum.

Ég sit í lobbýinu og blogga og er ekki með símann með myndunum eða úrið svo ég man ekki alveg tölurnar... ég verð að bæta úr því seinna. 

UPPFÆRT... Þetta maraþon er nr 184, Garmurinn mældi vegalengdina 26,89 mílur og tímann 7:43:09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband