Ég fór tvisvar út í nóvember... það er alltaf sama sagan með mig, ég eyði örugglega meiri tíma í að skipuleggja ferðir en að æfa... ég ætla víst ekki að losna við þessi meiðsli í hægra fæti og er því að athuga hvort ég geti hlaupið oftar stutt frekar en sjaldnar lengra.
1.nóv... 3.km ganga í vinnunni í Digranesi,
2.nóv... 5 km skokk kringum Ástjörn
3.nóv... 5,1 km skokk kringum Ástjörn
4.nóv... 1200m skriðsund
5.nóv... 5 km skokk kringum Ástjörn
7.nóv... 7,2 km ganga með Völu kringum Holtið og Ástjörn
+ 3 km hjól í roki og rigningu.
13.nóv... AÞENU Maraþon 42,2 km
18.nóv... 5 km skokk á bretti í GB og 800m skrið
21.nóv... 3 km á bretti með Völu.
27.nóv... Space Coast Marathon Florida, 42,2 km
Íþróttir | 5.12.2016 | 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Space Coast Marathon & Half Marathon
Cocoa, FL USA
27.nóv 2016
http://www.spacecoastmarathon.com
Við keyrðum frá Orlando til Cocoa Beach í gær, laugardag, sóttum númerin okkar og tékkuðum okkur inn á Days Inn. Þessi ferð hefur verið óslitin verslunarferð og við héldum áfram að versla áður en við tókum saman fötin og dótið fyrir morgundaginn.
Klukkan var stillt á 3am... og við sváfum allar ágætlega. Eftir hefðbundinn undirbúning töltum við yfir á Best Western til að taka rútuna... Það vantaði aðeins upp á skipulagningu rútumálanna en við komumst í tæka tíð á startið.
Berghildur og Edda voru skráðar í hálft maraþon sem startaði kl 6am en ég var í starti 6:30. Þær voru að fara í fyrsta sinn rétta hálfmaraþon leið.
Fyrri hlutinn af minni leið var nokkuð erfiður, þar eru meiri smábrekkur en verst var að þar var stafalogn sem gerði steikarhita... ég var alveg að fara að ákveða mig að taka "the wormhole" það er stytta niður í hálft... en þá dró ský fyrir sólu og ég fékk blástur....
Seinni helmingurinn af leiðinni var betri, alltaf blástur og skuggar á milli. Ég hitti fullt af vinum bæði Maniökum og 50Statum... Alltaf svo gaman hjá okkur og eitthvað til að tala um.
Þetta maraþon er nr 206, garmurinn mældi það 42,91 km og tímann 6:26:51
Íþróttir | 28.11.2016 | 02:05 (breytt 3.12.2016 kl. 00:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athens Marathon
(Greece) & 10K, 5K Athens, Greece
13.nóv. 2016
http://www.athensauthenticmarathon.gr/
Í fyrsta sinn í Grikklandi og gaman að hressa upp á grískuna...
Við vorum svo heppin að það voru fleiri hlauparar á hótelinu og hótelið framreiddi morgunmatinn 2 tímum fyrr (kl.5) svo við gætum borðað fyrir hlaup.Klukkan hringdi kl 4 am og þetta var ein af þeim nóttum sem ég hvíldist ekkert... ég er ekki einu sinni viss hvort ég svaf eitthvað.
Við lögðum af stað fyrir kl 6 því síðasta rúta á start frá Sygrou Fix átti að fara kl 6:15. Lúlli labbaði með mér. Hvílíkur straumur af rútum og þeir sem þekktu til voru ekkert að spá í tímann. Í rútunni sat ég við hliðina á konu sem býr í Melbourne Ástralíu... hún var 18 tíma í flugi fyrir hlaupið... hún var búin að stúdera leiðina vel og upplýsti mig.
Það var svakaleg örtröð á leikvanginum í Marathon fyrir hlaupið og ræst í hollum, ég þurfti að bíða 40 mín í básnum. Fyrstu 8 km voru sléttir, næstu 24 km voru brekkur, allar upp nema tvær og þaðan lá leiðin niður...
Ég get ekki kvartað, gekk bara ágætlega... gekk eitthvað í brekkunum og þá þá þreytist ég alltaf í bakinu... ég hélt að heltin ætlaði að taka sig upp en ég slapp við það... mjöðmin fékk smá álag af veghallanum en það hvarf við Panodil... þjónustan á leiðinni var góð og leiðin sjálf auðvitað EINSTÖK... þetta er mekka maraþonsins... Hið eina sanna.
Lúlli lenti í smá veseni, göturnar voru lokaðar fyrir umferð svo hann varð að ganga á endamarkið... en hann stóð eins og hetja við markið þegar ég kom - enda er hann "Bíðari nr 1"
Þetta maraþon er nr 205, Garmurinn mældi vegalengdina 42,61 km og tímann 6:21:06
Íþróttir | 13.11.2016 | 17:31 (breytt 3.12.2016 kl. 00:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
September kom nokkuð vel út hjá mér en betur má ef ég á ekki að dragast alveg niður. Eftir að snjórinn kom í Helgafell ætlum við Vala annað hvort að hjóla eða ganga á mánudögum... útiveran mun gera sitt gagn... Ég fór í bakinu og var meiri partinn af mánuðinum að ná mér... veit ekki hvað gerðist.
3.okt... 5.km skokk kringum Ástjörn, Vala veik.
4.okt... 3 km ganga í vinnunni hjá Digraneskirkju
5.okt... 7,3 km skokk á bretti
7.okt... Fékk heiftarlega í bakið við að fara í skokkbuxurnar :(
10.okt... 7 km ganga með Völu (treysti mér ekki til að hjóla)
11.okt... 3 km ganga í Digranesi
14.okt... 1200 m skriðsund
17.okt... 16,5 km hjól með Völu, er að skána í bakinu
18.okt... 5 km skokk í kringum Ástjörn og 3 km ganga í Digranesi
20.okt... 7 km skokk kringum Ástjörn og fleira
21.okt... 1200m skrið og hjól 2 km
24.okt... 5 km (Ástjörn)
26.okt... 5 km (Ástjörn)
28.okt... 5 km (Ástjörn)
31.okt... 16,5 km hjól með Völu
Íþróttir | 2.11.2016 | 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið hefur verið svo gott að það hefur ekki verið hægt annað en nýta það. Ég hef versnað aðeins í fætinum, haltari en ég var... ég gat að mestu falið það dags daglega ef ég gekk hægt en nú fel ég það alls ekki. Það góða er að ég finn ekki til þegar ég skokka.
1.sep... Hvaleyrarvatn, skokk 11,5 km
2.sep... Ástjörn, skokk 5 km, hjól 2 km og 1200m skriðsund
5.sep... Krísuvíkurvegur, skokk 10,3 km og 2 km ganga
6.sep... Vinna - 3 km ganga í Digranesi
7.sep... Hvaleyrarvatn, skokk 10,6 km
9.sep... Ástjörn 5,1 km skokk og 1200m skrið
12.sep... 16,3 km hjól með Völu
13.sep... 3 km ganga í Digranesi
15.sep... 7,2 km skokk áleiðis að Hvaleyrarvatni í roki og rign.
16.sep... Ástjörn 5 km skokk, 2 km hjól og 1200m skrið
19.sep... 16,4 km hjól með Völu
20.sep... Hvaleyrarvatn 11,5 km skokk og 3 km ganga í Digranesi.
22.sep... Krísuvíkurvegur skokk 10,5 km
24.sep... Ástjörn, skokk 5 km, hjól 2 km og 1200m skrið
25.sep... Gekk kringum Helgafell m/Völu og Eddu, 7,2 km
27.sep... 3 km ganga í Digranesi
28.sep... 11,5 km skokk að og kringum Hvaleyrarvatn
30.sep... 1200m skrið
Íþróttir | 7.9.2016 | 21:55 (breytt 5.10.2016 kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stavanger Maraton & Half Maraton
Stavanger, Norway
27.ágúst 2016
http://stavangermarathon.no/en
Við komum til Stavanger í gær og sóttum númerið... Við erum mjög vel staðsett, 1 mínúta frá hóteli í gögn og start EN 5-7 mínútur í bílastæðahúsið þar sem við verðum að geyma bílinn því það eru engin önnur bílastæði í boði.
Við fórum snemma að sofa... ég hef verið hálf slöpp af kvefi. Við sváfum ágætlega og þægilegt fyrir okkur að geta borðað morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.
Hlaupið var ræst kl 9 am... og ég varð fljótlega með þeim síðustu enda fáir í heilu. Fyrir hlaupið spurði ég hvort það væri mikið um brekkur og svarið var NEI... kannski skildi hann ekki ensku...
Það var þó nokkur raki í loftinu og fljótlega sögðu lungun upp... og heltin á hægra fæti ágerðist aðeins þegar ég byrjaði að ganga... svo ég tók þá ákvörðun á 17 km að láta hálft maraþon duga í þetta sinn.
Ég var ekki viss hvort ég fengi pening en þeir létu mig fá hálfmaraþon pening en ég fór 22,5 km.
Þá er ég búin að hlaupa í Noregi.
Íþróttir | 27.8.2016 | 12:13 (breytt 7.9.2016 kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavik Marathon & Half Marathon, 10K, 3K, Relay
Reykjavík City, Iceland
20.august 2016
http://www.marathon.is/reykjavik-marathon
Ég brá út af venju og sótti númerið á fimmtudeginum. Númerið mitt er 1243. Nú er bara að reyna að haga sér eins og sá sem á að hvíla sig - en það er alltaf erfitt.
Ég komst nokkuð snemma í rúmið í gærkvöldi og svaf nokkuð vel. Klukkan var stillt á 5:45 Morgunmaturinn var hefðbundinn og venjulegur undirbúningur er alltaf öðruvísi þegar maður er á heimavelli og þekkir allar aðstæður. Ég var búin að gefa það út að líklega yrði þetta síðasta heila maraþonið mitt í Reykjavík... heilt maraþon 20 ár í röð í Reykjavík er bara ágætt... en það kemur víst ekki í ljós fyrr en á næsta ári.
Maraþonið var ræst 8:40 og Lúlli beið við Fríkirkjuna til að mynda startið. Edda og Inga Bjartey voru við 1 km fyrir CCU. Veðrið var hið besta - það er ekki oft sem ég hef sett á mig sólarvörn 50 fyrir Reykjavík enda byrjuðum við í 13°c hita sem hækkaði í 16°c ef ekki meira þegar á leið.
Ég sá enga Marathon-Maniacs fyrr á leiðinni... og ég hafði alveg gleymt að athuga með hópmyndatöku... það er greinilegt að ég stend mig ekki.
Ég hitti Lúlla í kringum 30 km og hann hjólaði með mér í löglegri fjarlægð þar til km var eftir. Mér gekk bara ágætlega, þjónusta hlaupsins hefur batnað á ýmsum hlutum leiðarinnar þar sem drykkjarstöðvum var fjölgað enda full þörf á því þegar veðrið er svona gott.
Þetta maraþon er nr 204,
Garmurinn mældi það 42,72 km og tímann 5:58:40
Íþróttir | 20.8.2016 | 20:47 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér tókst nokkuð vel að halda áætlun... að ganga, hlaupa, hjóla og synda 6 daga í viku. Ratleikurinn var kláraður, öll 27 spjöldin, Helgafellið klifið nokkrum sinnum og skokkdögum fjölgað...
2.ág... skokkað að og kringum Hvaleyrarvatn 12,2 km
3.ág... hjól og ganga, 25,1 km
5.ág... skokk 12,3 km (Krísuvíkurvegur), Hjól 2,5 km og 1200m skriðsund
8.ág... Prestastígur (Hafnir - Grindavík) 16 km ganga
9.ág... skokk að og kringum Hvaleyrarvatn 11,5 km
10.ág... Ratleikur 3,1 km, 1 spjald
11.ág... Helgafell 4,8 km ganga og hjólað 19 km
12.ág... skokkað kringum Ástjörn 5 km og 1200m skriðsund
15.ág... Ratleikur síðustu 2 spjöldin, ganga 3,4 km
Helgafell 4,8 km ganga og hjólað 18,6 km
16.ág... skokkað 5 km kringum Ástjörn
19.ág... 1200 m skriðsund
20.ág... Reykjavíkurmaraþon 42,72 km
22.ág... hjól 16,4 km með Völu
23.ág... Flug til Noregs...
25.ág... Fjöruferð / Fieldtrip með Bryndísi og Emilíu ganga ca 9-10 km
27.ág... Stavanger Maraton... hætti við heilt, fór 22,5 km
28.ág... Flug heim
29.ág... hjólaði 17,2 km með Völu
30.ág... Skokkaði 5 km kringum Ástjörn
Íþróttir | 20.8.2016 | 19:20 (breytt 7.9.2016 kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég geri mitt besta til að hreyfa mig meira en áður, ég er ekki enn laus við heltina á hægra fæti... finn ekki svo mikið fyrir því á stuttum æfingum en í lengri vegalengdum kemur hún fram... og líka í göngu dags daglega.
1.júl... 1000m skrið
2.júl... Skokk 12,2 km upp Krísuvíkurveg
3.júl... Ratleikur, ganga 4 km
4.júl... skokk 5 km kringum Ástjörn,
4,8 km ganga á Helgafell og hjól 19,6 km
5.júl... skokk, 10,6 km kringum Hvaleyrarvatn
7.júl... hjól og ganga 24,4 km
8.júl... 1200m skrið
9.júl... Ratleikur, 3,1 km ganga
10.júl... skokk, 13 km upp Krísuvíkurveg
11.júl... Helgafell 4,8 km ganga og 19,2 km hjól... m/Völu
12.júl... skokk í kringum Hvaleyrarvatn, 12,3 km
14.júl... skokk kringum Ástjörn, 5,2 km
15.júl... 1200m skriðsund
16.júl... 7,7km ganga í Ratleik
18.júl... Helgafell, 4,8km ganga og 18,7 km hjól
20.júl... Skokk kringum Hvaleyrarvatn 11,5 km
22.júl... 1200m skrið og 2 km hjól
24.júl... skokk 12 km, upp Krísuvíkurveg
26.júl... skokk 11,5 km mjög heitt, Hvaleyrarvatn
28.júl... Ratleikur, 4 km ganga
29.júl... Ratleikur, 3,9 km, 1200m skriðsund,
30.júl... Ratleikur, 15 km ganga í hrauni, heitt
31.júl... skokk 13 km, upp Krísuvíkurveg
Íþróttir | 10.7.2016 | 21:03 (breytt 2.8.2016 kl. 18:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum 4 sem gengum saman í Grand Canyon, ég, Berghildur, Edda og Vala. Þessi ganga var ævintýri en hafði ég verið heilt ár að undirbúa hana... Niðurleiðin var stórkostleg og reyndi mest á tærnar hjá mér en uppleiðin tók á, bæði byrðin og hitinn, kominn í 44°c um hádegið, en við vorum eins skynsamar og við gátum, hvíldum, drukkum og borðuðum oft á leiðinni.
https://youtu.be/rLxAEe1h7Bo
Ævintýraferðin, videó á Youtube.com
1.jún... Bright Angel Trail, 8 mílur eða 12,9 km (allt upp) tók 13 klst.
11.jún... Governer´s Cup Marathon, Helena MT... 42,2 km
þar náði ég þeim ótrúlega áfanga að hafa
farið maraþon í ÖLLUM fylkjum USA TVISVAR...
16.jún... 1200m skrið
20.jún... Helgafell m/Völu, hjól 19,6 km og ganga 4,8 km.
22.jún... Skokkað kringum Ástjörn, 4,6 km
23.jún... Hjól og ganga í ratleik, 18,3 km
24.jún... 1200m skrið
25.jún... Húsfell, ganga í ratleik 8,9 km
27.jún... Skokk 5 km... Helgafell 4,8km ganga og hjól 19,7 km
28.jún... Skokk 10,6 km, kringum Hvaleyrarvatn
Íþróttir | 25.6.2016 | 23:38 (breytt 1.7.2016 kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)