Aþenu maraþon 13.nóv 2016

Athens Marathon
Aþenu Marathon 2016

(Greece) & 10K, 5K 
Athens, Greece
13.nóv. 2016

http://www.athensauthenticmarathon.gr/

Í fyrsta sinn í Grikklandi og gaman að hressa upp á grískuna...

Við vorum svo heppin að það voru fleiri hlauparar á hótelinu og hótelið framreiddi morgunmatinn 2 tímum fyrr (kl.5) svo við gætum borðað fyrir hlaup.
Athens Marathon 13.11.2016Klukkan hringdi kl 4 am og þetta var ein af þeim nóttum sem ég hvíldist ekkert... ég er ekki einu sinni viss hvort ég svaf eitthvað.

Við lögðum af stað fyrir kl 6 því síðasta rúta á start frá Sygrou Fix átti að fara kl 6:15. Lúlli labbaði með mér. Hvílíkur straumur af rútum og þeir sem þekktu til voru ekkert að spá í tímann. Í rútunni sat ég við hliðina á konu sem býr í Melbourne Ástralíu... hún var 18 tíma í flugi fyrir hlaupið... hún var búin að stúdera leiðina vel og upplýsti mig.

Athens Marathon 13.11.2016Það var svakaleg örtröð á leikvanginum í Marathon fyrir hlaupið og ræst í hollum, ég þurfti að bíða 40 mín í básnum. Fyrstu 8 km voru sléttir, næstu 24 km voru brekkur, allar upp nema tvær og þaðan lá leiðin niður...

Ég get ekki kvartað, gekk bara ágætlega... gekk eitthvað í brekkunum og þá þá þreytist ég alltaf í bakinu... ég hélt að heltin ætlaði að taka sig upp en ég slapp við það... mjöðmin fékk smá álag af veghallanum en það hvarf við Panodil... þjónustan á leiðinni var góð og leiðin sjálf auðvitað EINSTÖK... þetta er mekka maraþonsins... Hið eina sanna.

Athens Marathon 13.11.2016Lúlli lenti í smá veseni, göturnar voru lokaðar fyrir umferð svo hann varð að ganga á endamarkið... en hann stóð eins og hetja við markið þegar ég kom - enda er hann "Bíðari nr 1"

Þetta maraþon er nr 205, Garmurinn mældi vegalengdina 42,61 km og tímann 6:21:06


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband