Þá er það skjalfest... óbreytanleg staðreynd... eins og svo mörg hótelherbergi sem ég hef tekið sem eru "greidd og óafturkræf"... að júní-mánuður er í sama flokki og leiðilegur september hvað veður snertir... Vona að júlí fari ekki að reyna að toppa það.
1.júl... 12 km hjól og 5 km ganga, 1 spjald úti í hrauni.
2.júl... 12,4 km skokk, Hrafnistuhringur m/Völu, rigningarsuddi.
3.júl... 13,4 km ganga. Selvogsgatan frá Bláfjallavegi í Hfj.
4.júl... 8 km skokk, m/Völu, styttri Hrafnistuhringur.
5.júl... 8,6 km ganga í ratleik
6.júl... 1200m skriðsund
8.júl... Prairie Series #1, Breckenrigde,Minnisoda, 42,62 km
11.júl... Prairie Series #4, Sioux City, Iowa, 42,2 km
12.júl... Prairie Series #5, So Sioux City, Nebraska, 42,2 km
13.júl... Prairie Series #6, Hiawatha, Kansas, 42,93 km
15.júl... 2,5 km ganga í ratleik.
16.júl... 16,65 km hjól m/Völu, Garðab.hr. 6,9 km ganga í ratleik
18.júl... 10,6 km skokk, að/um Hvaleyrarvatn, Helgafell 5 km ganga.
20.júl... 1200 m skriðsund
21.júl... 10,64 km, að og um Hvaleyrarvatn
22.júl... 14,3 km ganga í 3 spjöld í ratleik
23.júl... 10,64 km, að og um Hvaleyrarvatn
24.júl... Helgafell 5 km ganga
25.júl... 10,6km, að og kringum Hvaleyrarvatn
27.júl... 21 km ganga í úfnu hrauni, ratleikur5 spjöld.
28.júl... 1200m skriðsund
29.júl... Helgafell 5 km ganga m/Matthíasi Daða
31.júl... 13 km skokk m/Völu
Íþróttir | 18.7.2018 | 08:44 (breytt 5.8.2018 kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 6, Hiawatha, KANSAS,
13.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Startað kl 3:30 vegna hitaspár yfir 100°F... og vegna þess að þessi braut hafði lítinn skugga.Ég fékk ekki mikinn svefn, vaknaði kl 1:30... startið var í km fjarlægð... svo Bíðari nr 1 skutlaði mér. Þessi braut var sú erfiðasta af þessum fjórum dögum... 18x fram og til baka og aðeins skuggi á 2-300m kafla eftir að það fór að hitna.
Ég passaði mig á að drekka en hafði litla lyst á einhverju að borða. Ég er viss um að ég fékk snert af sólsting í fyrsta hlaupinu, þegar ég var bara með der... þó ég hafi keypt mér derhúfu þá örlaði fyrir svima í hitanum.
Allir voru orðnir mjög þreyttir og lengi að klára... og ég kláraði síðust og fékk aftasta lestarvagninn fyrir.
330 mílur/5 tíma keyrsla til Clear Lake Iowa... og svo flug heim á morgun frá MN.
Þetta maraþon er nr 233
í þetta sinn festi ég úrið svo það snérist ekki og mældi rétta vegalengd og Garmin mældi leiðina 42,93 km og tímann 9:39:46... minn persónulega versti tími.
Íþróttir | 18.7.2018 | 00:17 (breytt kl. 08:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 5, South Sioux City, NE
12.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Við gistum á sama hótelinu fyrir Iowa og Nebraska. Það var heitt og erfitt í gær og verður sama í dag.
Klukkan var enn einu sinni stillt á 2:30... ég trúi varla að ég geti plástrað blöðruna á hælnum og sárið á stóru tá þannig að það hái mér ekki mikið í dag... en það er allt hægt.
Startið í Nebraska var næstum í bakgarði hótelsins... uþb 1 míla á staðinn. Þriðja hlaupið sem við förum brautina 14x fram og til baka... Ég athugaði hvað fyrsti hringurinn var langur, mælingin átti að vera rétt... og hafði úrið aftur um mittið... en aftur mældi það vitlaust... hefur dottið út þegar það snéri niður.
Hiti 82° í starti og um 100° í bílnum þegar við keyrðum af stað... og hitinn úti bara hækkaði. Ég var þokkaleg af nuddsárunum en er farin að þreytast.
Um 100 manns hlupu heilt og hálft... Þetta var erfiðara en í gær en hafðist... ég setti fæturna í ísbað áður en við keyrðum 210 mílur til Kansas.
Þetta maraþon er nr 232
Garmin mældi km ekki rétt en tímann... 8:38:58
Íþróttir | 17.7.2018 | 01:07 (breytt 18.7.2018 kl. 08:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 4, Sioux City, IA,
11.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Það var frábært að eiga frí í 2 daga. Við keyrðum til South Sioux City, gistum Nebraska megin.
Klukkan var stillt á 2:30... það var stutt á startið og niðdimmt. Ég sá eftir sólina í síðasta hlaupi að ég myndi vera með 5 cm breiða hvíta rönd eftir hlaupaúrið svo ég festi það á teygju í mittinu... sem varð til þess að það mældi ekki alveg rétt, hefur dottið út einstaka sinnum.
Ræst kl 4:30 í 80°/26°c og miklum raka. Það birti og hitnaði fljótt og ljósaskilti sögðu 96°/36°c og öruggt að götuhitinn var hærri síðustu klst... Við hlupum í garði við á og að hluta til á grasi.
Ég var með sterka sólarvörn en fann fyrir bruna, spreyjuð 3x með moskitó-fælu í hlaupinu en var samt bitin í tætlur... svo eru nuddsár allan hringinn... OG ÉG BORGAÐI FYRIR ÞETTA... Ég er ekta Maniac...
Þetta maraþon er nr 231
Garmin datt út í mælingunni á vegalengdinni en tíminn var 8:00:31
Íþróttir | 17.7.2018 | 00:48 (breytt 18.7.2018 kl. 08:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 1, Breckenridge, MN
8.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Við flugum til Minneapolis, keyrðum til Breckenridge og sóttum númerið í Welles Park Fairground í gær, ég er nr 22. Við fórum í pastaveisluna, hittum eitthvað af fólki en stoppuðum ekki lengi... 6 tíma munur og langur ferðadagur og svo maraþon í miklum hita á morgun.
Við fórum snemma að sofa, vöknuðum kl 2:30. Eftir að hafa græjað mig fórum við á startið. Flestir í maraþoninu völdu early start kl 4:30.
Það var dimmt og höfuðljós nauðsynleg. Mér gekk ágætlega fyrst en svo fór hitinn og mikill raki að segja til sín. Ég fékk í magann, fór 3x á klósettið og í síðasta skiptið langaði mig ekki að standa upp.
Í upphafi var hitinn 25°c og raki um 50% og hækkaði fljótt... ég giska á 38-40 stiga götuhita í lokin... ég var bara dauðfegin að klára.
Þetta maraþon er nr 230
Garmurinn mældi vegalengdina 42,62 km og tímann 7:58:14... langt síðan mér hefur gengið svona illa.
Íþróttir | 9.7.2018 | 10:02 (breytt 18.7.2018 kl. 00:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vala og Hjöddi flugu með okkur til USA 30.maí. Það eru 9 mán síðan við keyptum flugið og þá hófst niðurtalningin... enda er þetta þriðja árið sem við eigum ævintýri saman í Ameríku... og auðvitað er þetta líka hlaupaferð :)
2.jún... RnR San Diego 5k m/Völu, Californía USA
3.jún... RnR San Diego Marathon CA, 42,86 km
7.jún... 5 km m/Völu, Redondo Beach LA
11.jún... 6,1 km m/Völu, hlupum yfir Golden Gate, San Francisco
20.jún... 12,7 km Hrafnistuhringur m/Völu í sól
5 km ganga - Helgafell m/systrum
22.jún... 10,6 km að og kringum Hvaleyrarvatn,
1200m skrið og 3,6 km ganga í spjald í ratleik.
24.jún... 19,3 km hjól (Hjólamessa)
25.jún... 12,4 km m/Völu, Hrafnistuhringur
26.jún... 17,5 km hjól og ganga í 2 spjöld
27.jún... 12,3 km m/Völu, Hrafnistuhringur
28.jún... 19,1 km hjól og 9 km ganga í 3 spjöld í fárviðri.
29.jún... 7 km skokk kringum Ástjörn + spjald,
1200 m skriðsund
30.jún... 12,5 km hjól + 2,7 km ganga í 1 spjald
Íþróttir | 23.6.2018 | 16:12 (breytt 21.9.2018 kl. 20:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suja RnR Marathon & Half Marathon, Half Marathon Relay, og 5K
San Diego, CA USA
2-3.júní 2018
http://www.runrocknroll.com/san-diego/
Við Vala sóttum númerin okkar sl föstudag... því við hlupum 5 km á laugardeginum. Þá vöknuðum við kl 3:30 og mættum allt of snemma á startið en fengum besta bílastæðið í bænum í staðinn. Lúlli og Hjöddi komu með okkur og biðu meðan við hlupum. það var svaka góð stemmning á staðnum og okkur gekk báðum mjög vel.
Ég stillti klukkuna á 2:30 fyrir maraþonið og var lögð af stað klst síðar... það var smá vesen að komast í bílastæðahúsið, því sumar götur voru hálf lokaðar, en ég endaði með að keyra þær samt.
Síðan elti ég einhverja hlaupara í rútuna sem keyrði á startið. Þar hitti ég Charles, sem skráði mig upphaflega í 50 States Marathon Club. Þegar leið að ræsingu, laumaði ég mér fremst til að komast fyrr af stað.
Maraþonið var ræst kl 6:15... göturnar voru nokkuð skemmdar og þessi eilífa bunga á þeim svo hallinn gerir manni erfitt fyrir. Þjónustan var mjög góð, drykkjarstöð á hverri mílu. Hitinn var strax orðinn mikill og steikjandi sól kl 7. Það var búið að breyta leiðinni frá því ég hljóp hér síðast en brekkurnar eru enn ekkert grín og ég held að það sé komin hefð á lengstu brekkuna á ca 22.mílu.Mér fannst óvenju mikið um sírenuvæl og blikkandi lögreglu- og sjúkrabíla en síðan frétti ég að það hefði verið skorthríð nálægt hlaupinu.
Þegar upp er staðið er ég mjög sátt við mína frammistöðu, það var bæði mjög heitt, brekkur og ferðaþreyta en það er 7 tíma munur við Ísland.
Garmurinn mældi tímann 6:18:06 og vegalengdina 42,86 km
Þetta er í 5. sinn sem ég hleyp þetta maraþon,
20.maraþonið mitt í Californíu,
150 maraþonið mitt í USA.
og þetta maraþon er nr 229
5 km... tími 38:38
Íþróttir | 4.6.2018 | 03:34 (breytt 23.6.2018 kl. 16:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
RnR Liverpool Marathon & Half Marathon, 5K, 1 Mile
Liverpool, United Kingdom
20.maí 2018
http://www.runrocknroll.com/liverpool
Við flugum til Manchester á fimmtudegi og tókum lestina til Liverpool. Við sóttum númerin fyrir bæði hlaupin á föstudegi, því 5 km hlaupið var á laugardeginum 19.maí. Í dag er konunglegt brúðkaup og þess vegna er verðlaunapeningurinn fyrir 5 km eins og demantshringur. Veðrið var ágætt - ekki of mikil sól og hiti um 18-20°c.
Maraþonið var á sunnudeginum kl 10 am... klukkan var því stillt á 7am og ég var lögð af stað í hlaupið kl 9. Það voru tæpir 2 km á startið.
Mér leist ekkert á hvað það tók langan tíma að ræsa hálfa maraþonið... 40 mín... svo ég laumaði mér framar í rásröðina í heila. Við vorum heppin með veður, skýjað í fyrstu og smá vindur öðru hverju. Þjónustan á leiðinni var ágæt. Þetta maraþon tók á enda mín aldrei í neinu sérstöku formi, frekar formleysi og oft stutt á milli maraþona.
Það var alltof mikið af brekkum í þessu hlaupi og ég hef sjaldan farið aðrar eins krókaleiðir... en í mark komst ég á endanum.
Þetta er í þriðja sinn sem ég hleyp í Englandi.
Þetta maraþon er nr 228
Garmurinn mældi það 42,28 km og tímann 6:28:42
Íþróttir | 20.5.2018 | 06:44 (breytt 22.5.2018 kl. 12:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánuðurinn byrjar ekki glæsilega með tilliti til veðurs. Umskiptin eru hvílík og vetrargallinn enn í notkun... hríð, slydda, regn, sól, vindur... skiptast á á einni og sömu klukkustund... en við Vala hlaupum samt úti þegar við erum saman.
1.maí... 10,6 km, ein, að og um Hvaleyrarvatn
2.maí... 10,6 km m/Völu að Álftanesvegi
3.maí... 7,6 km ein, inni á bretti
4.maí... 1200 m skriðsund í gömlu lauginni.
7.maí... 12,4 km Hrafnistuhringur í roki m/Völu
9.maí... 10,6 km ein að og kringum Hvaleyrarvatn
11.maí... 1200m skriðsund
14.maí... 8 km, Hrafnista m/Völu og 4,4km hjól
15.maí... 14,2 km hjól
16.maí... 6,2 km skokk m/Völu og 4,4 km hjól
19.maí... 5km í RnR Liverpool UK
20.maí... RnR Liverpool Marathon England 42,28 km
24.maí... 12,4 Hrafnistuhringur km m/Völu
25.maí... 1200m skrið
28.maí... 8 km Hrafnista m/Völu
Íþróttir | 5.5.2018 | 15:24 (breytt 23.6.2018 kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór alveg óvænt út til Noregs í mars, þegar ég var nýkomin heim frá Jerúsalem. Þar ætlaði ég að hlaupa meira en ég svo síðan gerði...
2.apr... 10 km í snjó m/Völu
4.apr... 8.1 km að Hrafnistu m/Völu
8.apr... Parísar Marathon Frakkland 42,86 km
11.apr... 6,2 km úti m/Völu
13.apr... 8 km ein úti og 1200m skriðsund
16.apr... 9,2 km m/Völu kringum Holtið og Ástjörn
18.apr... 6,2 km m/Völu að Álftanesvegi, 4,5 km hjól
20.apr... 1200m skriðsund
21.apr... VOR-MARAÞON FM Reykjavík 42,65 km
23.apr... 4,1 km, ein, ætlaði lengra en var sótt v/tilboðs.
24.apr... 10,6 km, ein, að og kringum Hvaleyrarvatn
26.apr... 8,4 km, hljóp í Keflavík
27.apr... 10,6 km að/um Hvaleyrarvatn, 1,5 km hjól og 1200 m skriðsund
30.apr... 11 km, úti m/Völu, hljóp að heiman
Íþróttir | 23.4.2018 | 10:35 (breytt 5.5.2018 kl. 15:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)