Hreyfing í des 2018

Núna fyrst finnur maður að það er kominn vetur... frost úti. Það verður að viðurkennast að veturinn hefur verið afar góður. Við Vala erum búnar að hlaupa úti í allt haust í ágætisveðri.

 3.des... 8,1 km, Hrafnista m/Völu. Frost en logn
 5.des... 8,1 km, Hrafnista m/Völu. Frábært að hlaupa úti
 7.des... 10,8 km ein að og um Hvaleyrarvatn, + 9,7 km hjól
 8.des... 1200 m skriðsund
10.des... 8,1 km, Hrafnista í roki og rigningu, m/Völu
12.des... 8,1 km m/Völu 
14.des... 9,1 km ein
14.des... 1200m skrið
17.des... 4,5 km, ein hljóp í vinnuna til Völu.
23.des... Chiang Mai Marathon 42,81 km Thailand 
25.des... 7,3km á síðustu-aldar-hlaupabretti í Chiang Mai Hill Hotel
27.des... 8 km á sama brettinu
29.des... 8 km á sama brettinu


Chiang Mai Marathon Thailand 23.des 2018

chiangmaimarathon_com_logo_1128

 

Muang Thai Life Assurance
Chiang Mai Marathon 

Chiang Mai City, Thailand
23.December 2018

http://www.chiangmaimarathon.com

Þetta er miðnæturhlaup svo ég varð að skrifa sérstaklega til að spyrja á hvaða miðnætti hlaupið væri... svarið var, á aðfararnótt 23.des.

20181221 Chiang Mai ThailandVið vorum 2 sólarhringa að ferðast á staðinn, komum 20 des. Hótelið sem ég hafði tekið var á mjög hentugum stað fyrir hlaupið. 270 metrar í gögnin og start og mark. Við sóttum númerið daginn eftir og skönnuðum umhverfið.

Hlaupið var ræst kl 1 eftir miðnætti, komin þorláksmessa... og ég fór ósofin í hlaupið... þurfti að byrja að græja mig um kl 11 um kvöldið. Lúlli labbaði með mér á startið, þar sem ég fékk afhent ljósa-armband... göturnar voru nokkuð vel upplýstar svo ég þurfti ekki að vera með nefið í götunni alla leiðina. 

20181223_Chiang Mai ThailandÞetta var sæmilega stórt hlaup og ágætlega skipulagt, nema klósettmálið... ég sá hvergi klósett við startið... á leiðinni sá ég ör sem benti á klósett og vitið hvað, það var tæpur hálfur km fram og til baka út úr leið. Fyrstu 4 km var hringur í gamla bænum og skemmtilegt umhverfi en restin var hundleiðinleg eitthvað út í buskann, fram og til baka inn og út hliðargötur í sóðalegu úthverfi.

Það var ekki eins erfitt og ég hélt að hlaupa nær allt maraþonið í myrkri, en veghallinn í úthverfinu át upp á mér mjöðmina. Þá var lengri fóturinn ofar í hallanum kílómetrum saman. Ég var bara dauðfegin að klára þetta maraþon. Það vantaði ekki þjónustuviljann hjá öllum en það var ekki mikið í boði á leiðinni nema vatn.

Þetta maraþon er nr 238
Garmin mældi leiðina 42,81 km og tímann 6:44:00 (6:44:03 samkvæmt úrslitum)
Þetta er 16.maraþonið á árinu og 19.landið mitt.  

https://my5.raceresult.com/110249/?lang=th#3_C84DD2


Hreyfing í nóv 2018

Ég var loksins komin með einhverja áætlun til að auka vegalengdir aftur, þegar ég tognaði í okt og það tók sinn tíma að ná sér aftur. 

 1.nóv... 10,62 km að og um Hvaleyrarvatn... 
 2.nóv... 1200 m skriðsund
 6.nóv... 10,3 km á bretti
 7.nóv... 8 km úti m/ Völu. fórum hægt og var góð :)
 9.nóv... 1200 m skrið
12.nóv... 8 km úti m/Völu, Hrafnistuhringur, góð
18.nóv... CUBA HAVANA MARABANA Cuba 42,59 km
25.nóv... PANAMA CITY MARATHON Panama 42,53 km
28.nóv... 6,2 km m/Völu, að Álftnesvegi. 
30.nóv... 1200 skrið... afmælissund 


Panama City Marathon, 25.nóv 2018

Marathon De Panama
Panama City International Marathon
 


Panama, Panama

25.November, 2018

http://www.corredoresdelistmo.com/web/

Við sóttum númerið á Hotel Plaza Paitilla Inn, á föstudegi. Ég er nr 0007 (Triple Bond). Heimasíða hlaupsins var frekar lélég upplýsingaleið... það var fyrir algjöra tilviljun að ég fékk að vita að startið væri kl 4:30... ég hélt það væri kl 7.

Ég var búin að vera með niðurgang frá hlaupinu á Kúbu og keypti mér loks steyputöflur á laugardag svo ég kæmist í gegnum maraþonið.

Ég reyndi að fara snemma að sofa og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 2 am. Töflurnar virkuðu og maginn var ekki til vandræða og kl 3:45 löbbuðum við á startið sem var um hálfa km í burtu.

Panama marathon 25.11 2018Hlaupið var ræst kl 4:30 í myrkri. Við þurftum ekki höfuðljós því einhverjir staurar voru á leiðinni. Fyrri hluti leiðarinnar var meðfram ströndinni, 14 km fram og til baka... en hinn leggurinn var 28 km fram og til baka inn í borgina... Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í maraþoni sem hleypur á miðjuakrein með bíla báðum megin við.

Skipulagið var ágætt og vel passað að allir færu rétta leið, sæmileg þjónusta á leiðinni ef manni líkar klórvatn í pokum... ég varð fljótt mjög svöng (maginn tómur) en það var ekkert að borða á drykkjarstöðvunum... en á uþb 30 km stoppaði hjólreiðamaður og bauð mér perumauk og orkugel, sem ég þáði... síðan fékk ég kókdós hjá öðrum vegfaranda og súkkulaði hjá meðhlaupara. Mér var bjargað :)

Hitinn fór upp í 35°c í hlaupinu en nokkrum sinnum fékk ég golu og ský dró fyrir sólina. Mér hafði ekki litist á blikuna í gær og vissi ekki hvort ég myndi komast í gegnum þetta út af maganum... Maður missir svo mikinn vökva með niðurgang, þess vegna er ég ótrúlega fegin að hafa klárað.
Ef þeir senda mér viðurkenningarskjal... þá er það EKTA Panama-skjal 

Þetta maraþon er nr 237
Garmin mældi vegalengdina 42,53 km og tímann 6:48:21


Cuba Marabana 18.nóv 2018

marabanita_index


Marabana Havana Marathon
 

Havana, Cuba
18.nov. 2018

http://www.maratonhabana.com/eventos/index/en

Við sóttum gögnin fyrir hlaupið á föstudegi, sama dag og við komum. Það var lítið expo á flottasta hótelinu þeirra. Ég er nr 230. Maraþonið er á sunnudegi. Við þorum varla að borða hérna, hreinlæti hefur annan staðal hér.

Við gistum í gömlu Havana sem er hálfgert fátækrahverfi, einstaka hús er uppgert. Ég svaf illa fyrir götuhávaða... enda er helgi... klukkan var stillt á 4:30 en við vorum vöknuð áður. Ég borðaði brauðið mitt, hafði mig til og kl 6:15 gengum við á startið... sem var stutt frá. 

Hlaupið var ræst kl 7... göturnar voru sumstaðar eins og sandöldur, fyrstu 7 km var hlaupið meðfram sjónum og vorum við laus við umferðina en eftir það fékk maður eitrið í æð. Bílaflotinn er mjög gamall og mengun frá þeim mikil. Það vantaði ekki brosandi fólk sem aðstoðaði á leiðinni. Á drykkjarstöðvum var boðið upp á vatn í flöskum og svaladrykki í plastpokum. þjónustulundin var einstök en fátt í boði á leiðinni eða er mikill skortur af öllum nauðsynjavörum hérna.

Cuba Marabana 18.11 2018Hitinn var ca 25°c... meðfram sjónum var andvari og stundum dró fyrir sólu. Heila maraþonið var 2 hringir og hræðilega erfitt að hlaupa í gegn og eiga annan hring eftir. Á seinni hringnum fór ég að fá í magann... (var síðan með niðurgang fram að næsta hlaupi)
Það voru engin klósett á leiðinni og eina leiðin til að komast í gegnum þetta, var að ganga. Mér tókst að klára án þess að vera síðust... ég sá í blaðinu daginn eftir, að Will Smith var á meðal hlaupara... Það var enginn verðlaunapeningur afhentur í markinu. "Peningurinn" var í expo pokanum og afhentur sem minjagripur.

Eftir sturtu fórum við út og fengum við okkur að borða og svo snemma að sofa... Flug í fyrramálið.

Þetta maraþon er nr. 236
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 6:51:07

 Marabana Cuba 2018

 


Hreyfing í okt. 2018

Veðrið hefur svosem verið ágætt en mánuðurinn byrjaði ekki nógu vel fyrir mig... því ég tognaði eða eitthvað í hægri kálfa þegar við Vala vorum að hlaupa saman og ég var frá í 3 vikur. Ég vona að ég þurfi ekki lengri tíma til að jafna mig.

 1.okt... 12,4 km Hrafnistuhringur m/Völu
 2.okt... 22,2 km hjól... á Krísuvíkurvegi
 3.okt... 4,8 km skokk m/Völu, tognaði og við gengum um 5 km til baka
 5.okt... 1200m skriðsund
11.okt... 270 metrar... prufa, er ekki góð í fætinum
12.okt... 1200 m skrið
22.okt... 6 km, kringum Ástjörnina, prufa, fann ekkert til
24.okt... 10,2 km m/Völu, Hrafnistuhringur frá Sjúkraþjálfaranum.
26.okt... 10 km, Hvaleyrarvatn, fann til á 7 km, gekk 0,4 og hljóp rest.
27.okt... 1200, skrið


Hreyfing í sept. 2018

Nokkrir dagar í ágúst voru góðir sumardagar... og ég var að vona að veðrið héldist eitthvað fram í september en... já, maður má vona... ætli það dugi að setja upp SÓL-GLERAUGU svo maður sjái SÓL.

 1.sept... 6 km skokk kringum Ástjörn og 1200 m skrið (ekki í Ástjörn)
 3.sept... 12,4 km, Hrafnistuhringur m/Völu
 4.sept... 10,64 km, að og um Hvaleyrarvatn, ein
 5.sept... 12,3 km Hrafnistuhringur m/Völu
 8.sept... 8 km kringum Ástjörn og hverfið + 1200m skriðsund
10.sept... 8 km, um Ástjörn og Vallahverfið
12.sept... 6 km með Völu um Holtið og fleira
16.sept... BMW Berlin Marathon Þýskaland 42,60 km 
19.sept... 5 km ganga í ratleik m/Völu
21.sept... 10,64 km skokk að og um Hvaleyrarvatn
22.sept... 1200 m skriðsund
24.sept... 10,8 km skokk (Krísuvíkurvegur) og 2,3 km ganga í ratleik.
27.sept... 12,5 km Hrafnistuhringur m/Völu
29.sept... 10,9 km að og um Hvaleyrarvatn og 1200 m skriðsund


Berlin Marathon 16.sept 2018

logo-header-neutral
BMW Berlin Marathon 
Berlin, Germany
16.sept. 2018

http://www.bmw-berlin-marathon.com/en/info-and-service/imprint.html

Af því að ég komst ekki inn í gegnum lotteríið... ákvað ég að láta mig hafa það að fara með Bændaferðum. Það er auðvitað miklu dýrara og enn dýrara ef ég er ein í herbergi. Ég auglýsti því á síðu FM og Anna Edvards varð ferðafélagi minn.

Flugið var snemma, lent eh og allur hópurinn arkaði út á lestarstöð... til að sækja hlaupagögnin á föstudegi en maraþonið er á sunnudegi. 

Ég svaf einkennilega nóttina fyrir hlaupið... fannst ég alltaf vera vakandi og man að ég hugsaði "ég verð nú að fara að sofna" rétt áður en klukkan hringdi.

Klukkan hringdi kl 5:50... morgunmatur kl 6:30 og lagt af stað kl 7:45... það voru um 2 km á startið. Þetta er rosalega stórt hlaup í umfangi og vantar stórlega upp á skipulag varðandi klósettmálin... bara klúður. Ég hitti nokkra Maniac-a bæði fyrir og eftir hlaup.

Það var startað í þremur hollum og ég var í síðasta kl 10:15... held það hafi tekið mig 30 mín að komast yfir startið.

Fyrsta drykkjarstöð var eftir 5-6 km en svo var styttra á milli. Mér varð á að smakka orkudrykkinn þeirra og mátti þakka fyrir að geta haldið áfram... ég fékk svo í magann. 1× fengum við gel á leiðinni.

Um mitt hlaupið var ég gjörsamlega búin að eyða allri minni orku í göturnar... þær voru sprungnar, mishæðóttar og illa farnar... ég tók varla upp myndavélina því ég var alltaf með nefið í götunni. Mér tókst samt að halda áfram án þess að detta í að ganga of mikið. 

20180916_Berlin marathonÉg hefði haldið að Brandenburger hliðið væri markið... flott að hafa það í baksýn með peninginn um hálsinn... en nei markið var 400 metrum lengra frá... allt sem ég fékk í markinu var 1 glas af vatni. Þjónustan á leiðinni var langt undir kröfum fyrir svona hlaup.

Berlínar maraþon fær 1 stjörnu hjá mér, hún er fyrir mannfjöldann við hlaupaleiðina...

Þetta maraþon er nr 235

Garmin mældi leiðina 42,6 km og tímann 6:13:39.

Það var sett nýtt heimsmet í brautinni... 2:01:39 ekkert smá flott met.

 


Reykjavíkur maraþon 18.ág 2018

Reykjavíkurmaraþon 18.8.2018
REYKJAVIK MARATHON 

18.ágúst 2018
https://www.rmi.is

 

20180818_Reykjavikur maraþonÉg sótti númerið á fimmtudegi af því að ég átti leið í Reykjavík. Ég fékk nr 171. Það var rosalega gott veður og ótrúlega margir að sækja gögnin sín fyrir laugardaginn.

ég reyndi að fara snemma að sofa en mér gekk ekkert vel að sofna og hvílast. klukkan var stillt á 5:30... ég vildi hafa góðan tíma til að græja tærnar og blöðrusvæðin á hælunum eftir löngu göngunum. Lúlli keyrði mig að hringtorginu hjá UMFÍ því allar götur voru lokaðar. 

20180818_130808Ég var búin að auglýsa hópmynd með Marathon Maniacs... og svo hitti ég eitthvað af fólki sem ég þekkti. Þónokkrir voru mættir á tröppurnar um kl 8 am. Donna mætti því ég var búin að lofa að hlaupa með henni. Það var skítkalt í upphafi, hitnaði fljótlega en það var töluverður mótvindur og frekar svalur. 

Hálfa og heila maraþonið var ræst kl 8:40 og við Donna vorum samferða þar til heila og hálfa skildust að á 18 km. Hún hleypur hægar en ég og það hefur bara virkað vel fyrir mig... Vegna minna vandamála, með grindarlos, þá fór veghallinn illa með mig... en mér gekk samt sem áður ágætlega. Öðru hverju dró ég einhverja uppi, spjallaði og hélt áfram. 

20180818_145032Bíðari nr 1 beið eins og áður á ca 30 km og hjólaði fyrir aftan mig í markið. Munur að hafa einhvern til að tala við.

Þetta er 22.árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.
Garmin mældi það 42,64 km og tímann 6:07:11
Maraþonið er nr 234


Hreyfing í ágúst 2018

Þá er ágúst runninn upp, vonandi ekki í neinni versta-veður-keppni við júlí... Eina maraþonið skráð hjá mér í ágúst er Reykjavík 18.ágúst. Ég fæ fjölda frétta um hlaupavini úr klúbbunum sem ég er í í USA og ætla að koma... vonandi fáum við gott hlaupaveður.

 1.ág... Helgafell, 5 km ganga
 2.ág... 10,64 km skokk að og kringum Hvaleyrarvatn
 5.ág... Síðustu 2 spjöldin í Ratleiknum, 15,5 km ganga og 13,5 km hjól
 6.ág... 10,64 km skokk að og kringum Hvaleyrarvatn
 8.ág... 14,2 km skokk m/Völu... Hvaleyrarvatn
 9.ág... 7,8 km ganga, Esjan
10.ág... 12,3 km skokk m/Völu, 1,5 km hjól, 1200m skriðsund.
12.ág... 5 km ganga með Matthíasi og Indíu, 2 spjöld í ratleik.
13.ág... 8 km m/Völu, Hrafnistuskokk 
17.ág... 1200 m skriðsund
18.ág... Reykjavíkurmaraþon 42,64 km
19.ág... 2,3 km ganga með Matthíasi í síðasta spjald í ratleik.
         Helgafell, 5 km ganga með fólki frá Utah.
20.ág... 10,6 km m/Völu í roki og rigningu
22.ág... 5 km skokk ein í kringum Ástjörnina
23.ág... 11,6 km... frá Smáralind og heim.
25.ág... 1000 m skriðsund
26.ág... 2 km ganga í síðasta spjald m/Indíu Carmen
27.ág... 10,6 km í roki og rigningu m/Völu
28.ág... 10,64 km, að og kringum Hvaleyrarvatn
30.ág... 10,2 km m/Völu, slaufur kringum Ástjörn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband