REVEL Rockies Marathon & Half Marathon
Denver, CO USA
2.júní 2019
http://www.runrevel.com/rdv
Ég er á kolrugluðu róli. Ég náði í númerið um hádegið, fékk nr 1574... keypti morgunmat og gerði allt tilbúið svo ég gæti tékkað mig út um hánótt.
Klukkan var stillt á 12:30... það var enginn við svo ég gæti tékkað mig út kl 2:30. Síðasta Åúta á startið var kl 4.15... Ég var auðvitað mætt tímanlega og í fyrstu rútu.
Startið var í 3,2 km hæð, snjór í kring og ískalt. Fæturnir á mér frusu á þessum eina og hálfa tíma þar til var startað... þegar það þarf rútur til að keyra mann á startið þá þarf maður alltaf að mæta svo snemma í hlaupin.
Hlaupið var ræst kl 6 am... og hvílíkt erfitt að hlaupa niður, í mikilli lofthæð og frosin á fótunum. Þetta er tvímælalaust með því erfiðasta sem eg hef gert því annar kálfinn stífnaði upp og það endaði allt með hraðgönguskokki... ég semsagt kláraði. Hlaupið endaði í 1.770 m hæð.
Þetta maraþon er nr 242
Garmin stoppaði ekki, en samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn 6:00:52
garmin sýndi vegalengdina 42,7 km
Bryndis Svavarsdottir (F62) | 6:02:35 | 607 | 292 / 3 | F60-64 | 6:00:52 |
Íþróttir | 31.5.2019 | 11:04 (breytt 1.7.2019 kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er loksins komið sumar... og hvílíkur munur að hlaupa úti, það er ekki bara náttúran sem lifnar heldur mannlífið líka.
1.maí... 5 km, kringum Ástjörnina :D
5.maí... Prague Int. Marathon, Czech Republic, 43,19 km
8.maí... Hjól, m/æskul.st. Víðist.kirkju og Völu, alls 36.4 km
10.maí... Helgafell, 6 km frá nýja bílastæðinu + 1200m skriðsund
11.maí... 12,3 km, Hrafnistuhringur, ein
13.maí... 10,6 km, m/Völu Hrafnistuhr frá Sjúkraþjálfaranum.
15.maí... 8 km m/Völu í roki og rigningu.
17.maí... 15 km ein að dinglast
18.maí... Helgafell 6 km ganga, 1200m skriðsund
20.maí... 12,6 km m/Völu, Hrafnistuhr. með Setbergi
22.maí... 16,4 km hjól m/Völu, var með þreytuverk í kálfa
24.maí... Helgafell 5 km ganga og 17,2 km hjól, var ein
25.maí... 1200m skriðsund
27.maí... 4 km skokk, ról, fann til í kálfanum
29.maí... 19 km hjól m/Völu, hringur um Garðabæ
31.maí... Flug til Denver
Íþróttir | 14.5.2019 | 11:43 (breytt 31.5.2019 kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Volkswagen Prague Int. Marathon
Prague, Czech Republic
5.maí 2019
Við sóttum númerið á laugardegi, hlaupið á sunnudegi. Við tókum það rólega. Hótelið er 300m frá startinu, á Old Town Square.
Ég stillti klukkuna á 6:30 og ég svaf ágætlega. Við löbbuðum á startið um 8:30 til að fá fílinginn fyrir hlaup.
Maraþonið var ræst kl 9. Gamlar borgir eins og Prag hafa gamlar steinlagðar og ójafnar götur... þær kosta mig alltaf auka orku.
Fyrstu 9 km og síðustu 9 km voru sama leiðin... annars var leiðin ágæt, alls ekki leiðigjörn. Steinlögðu göturnar tóku sinn toll af mér í seinni hlutanum en ég er ánægð með tímann minn... og hlaupið í heild.
Þetta maraþon er nr 241
Garmurinn mældi tímann 6:05:07
og vegalengdina 43,19 km
Tékkoslóvakía er 22.landið mitt
Íþróttir | 5.5.2019 | 17:33 (breytt 14.5.2019 kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já, það hafa komið nokkur augnablik í síðasta mánuði þegar ég hélt að vorið væri að koma... ég meina, hummmm að veðrið væri að skána, en þá byrjaði alltaf að snjóa aftur... Vona að alvöru vor fari að koma.
1.apr... 12,7 km m/Völu, Hrafnista m/Setbergshring
3.apr... 9 km m/Völu, styttum í Hjallabraut
5.apr... 1200m skriðsund
6.apr... 15 km, ein, Hrafnistuhringur m/Setb. að heiman
8.apr... 15 km m/Völu
10.apr... 12,65 km, við Vala fórum öfugan hring
12.apr... 1200m skriðsund
13.apr... 10,6 km ein, að og um Hvaleyrarvatn
15.apr... 12,6 km, m/Völu
18.apr... 12,3 km ein, Hrafnistuhringur
25.apr... 13,2 km m/Völu GLEÐILEGT SUMAR
27.apr... 10,6 km að og um Hvaleyrarvatn, rok og rign.
1200 m skriðsund.
29.apr... 8,2 km m/Völu + 4 km hjól
Íþróttir | 20.4.2019 | 15:55 (breytt 14.5.2019 kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Limassol Marathon GSO
Limassol, Cyprus
24. Mars 2019
http://www.limassolmarathon.com
Gögnin biðu eftir mér þegar ég kom á hótelið... ég fékk nr 225... allt í kringum maraþonið er á sömu götu og hótelið, ca 7,5 km frá hótelinu... og það er frítt fyrir okkur í strætó.
Við vorum þreytt eftir ferðalagið svo við slöppuðum af og mættum síðan kl 5 í pastaveisluna.
Klukkan var stillt á 4:30, morgunmaturinn opnaði kl 5:45 og svo tók ég strætó á startið.
Hlaupið var ræst 7:30... þetta er lítið maraþon og fáir á mínu róli. Leiðin var fram og til baka í sín hvora áttina... og seinni hlutinn var framhjá hótelinu... og var Bíðari nr 1 tilbúinn að ná myndum.
Hitinn var um 20°c þegar sólin skein, en ca 2 tíma í seinni hlutanum dró fyrir sólu og ég fékk svala golu frá ströndinni. Ég er bara ánægð með þetta hlaup, drykkjarstöðvar á 2,5 km fresti en oft var allt búið nema vatnið.
Þetta maraþon er nr 240
Garmurinn mældi tímann 6:16:25
og vegalengdina 42,77 km
Kýpur er 21. landið mitt
Íþróttir | 9.3.2019 | 12:14 (breytt 19.4.2019 kl. 09:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vona að mars verði snjólaus... það er svo leiðinlegt að hlaupa á broddum. Við Vala finnum vel muninn á birtunni, það er bara stutt síðan við enduðum alltaf í myrkri en nú hlaupum við í björtu.
1.mar... 1200 m skriðsund
2.mar... 12,3 km ein, Hrafnistuhringur
4.mar... 10,7 km m/Völu
6.mar... 8,3 km, m/Völu fórum út á Garðaholt
8.mar... 1200 m skrið
9.mar... 12,3 km, ein Hrafnistuhringur
11.mar... 10 km m/Völu, út á Garðarholt
13.mar... 10,7 km m/Völu,Hrafnista m/Setbergshring
15.mar... 1200m skrið
16.mar... 8 km ein og var hálfþreytt
19.mar... 6 km ein, Vala var veik
24.mar... Limassol Marathon GSO, Kýpur 42,77 km
27.mar... 6,5 km m/Völu, Hjallabraut
29.mar... 1200m skrið
30.mar... 15 km, ein í ágætisveðri.
Íþróttir | 9.3.2019 | 11:59 (breytt 31.3.2019 kl. 19:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við skelltum okkur óvænt út í lok jan... alla leið til Calcutta á Indlandi. Þetta var vikuferð og ótrúlegt en satt þá varð ég fárveik á leiðinni út en tókst samt að fara maraþonið og skoða það sem var á listanum... Hefur maður þá nokkuð leyfi til að kvarta... Mission accomplished.
3.feb... IDBI KOLKATA MARATHON, Indland, 42,42 km
7.feb... 6,2 km m/Völu í kulda og hálku.
8.feb... 1000 m skriðsund
11.feb... 8,5 km með Völu, hlupum inni á bretti
13.feb... 8 km úti m/Völu, snjór og hálka
15.feb... 1200 m skriðsund
16.feb... 12,4 km, Hrafnistuhringur í ófærð
18.feb... 10,7 km m/Völu í hálkuveseni, bættum Setbergshring við.
20.feb... 10,7 km m/Völu færð betri en hálkublettir
22.feb... 1200 m skriðsund
23.feb... 12,3 km Hrafnistuhringur í góðu færi
25.feb... 10,7 km m/Völu, allt orðið autt aftur
27.feb... 10,7 km m/Völu, frábært
Íþróttir | 9.2.2019 | 09:02 (breytt 9.3.2019 kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IDBI Federal Life Insurance
Kolkata Marathon
Kolkata, India
3.febr. 2019
http://www.kolkatafullmarathon.com
Það tók okkur einn og hálfan sólarhring að ferðast til Calcutta og við lentum 2am á föstudegi. Ég var orðin fárveik, svaf út í eitt, með smá hita og hafði enga matarlist... BÖMMER, að ferðast yfir hálfan heiminn til að liggja veik og geta ekki hlaupið...
Ég ákvað að sækja númerið eh á laugardag, mæta á startið og láta ráðast hvort ég yrði að hætta á leiðinni. Expoið var á leikvelli bakvið hótelið.
Kl var stillt á 2am... en ég vaknaði kl 20 að drepast úr hungri - sem var góðs viti... en ég svaf ekkert eftir það... Lúlli labbaði með mér á startið en fékk ekki að fara inn á start svæðið og ég varð að fara gegnum vopnaleit.
Startið kl 4:30, var 3-400m frá hótelinu í sömu götu. Leiðin var 2x sama leiðin fram og til baka. Það voru frekar fáir í heilu en hálfa startaði klst seinna og fór sömu leið. Um leið og ég fór að stað fannst mér ég vera furðuhress. Mér tókst að skokka fyrstu 10 km þrátt fyrir myrkur, hrikalegt reykjarmistur og mengun í lofti... en síðan minnkaði orkan og ég varð að ganga meira og meira, sérstaklega þegar sólin fór að baka... götuhitinn fór yfir 30°c
Ég þakka hinum eina sanna Guði fyrir að hafa styrkt mig og stutt í gegnum þetta maraþon... ég held að Bíðari nr 1 hafi verið búinn að afskrifa að ég kæmist úr rúminu til að sækja númerið - hvað þá að leggja af stað í hlaupið. En ég er Maniac...
Þetta maraþon er nr 239
Garmurinn mældi tímann 7:20:27
og vegalengdina 42,42 km
Indland er 20. landið mitt
Íþróttir | 3.2.2019 | 10:52 (breytt 29.4.2019 kl. 08:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er enn í Chiang Mai Thailandi þar sem hitinn er 25-30 stig að meðaltali. Ég hef ekki reynt að hlaupa úti, því gangstéttir eru ýmist mjóar, misháar, ójafnar, mikið að mótorhjólum lagt á þeim og alls kyns tafir og fótafellur í veginum. Ég sá mann hlaupa úti og hann hjóp á götunni, í umferðinni... svo ég hef hlaupið á bretti á hótelinu en af því að það er svo drep-leiðinlegt þá hef ég látið 8 km nægja í hvert sinn. Við fljúgum heim 7.jan og lendum heima daginn eftir.
1.jan... 8 km á brettinu
3.jan... 8 km á sama brettinu
5.jan... 8 km á sama síðustu aldar brettinu :)
7.jan........... flug heim
10.jan... 7 km, í bútum til Völu og með Völu og frá Völu :/
11.jan... 1200m skriðsund
14.jan... 10,3 km í kulda og hálku m/Völu
16.jan... 10,5 km m/Völu í hálku
18.jan... 10km ein að Hvaleyrarvatni + 1000m skriðsund
21.jan... 12,4 km í hálku og ófærð, Hrafnistuhringur m/Völu
23.jan... 10,6 km í hálku og ófærð m/Völu
25.jan... 10,5 km ein, göngustígurinn með sjónum var best skafinn.
1200m skriðsund með systrum
28.jan... 8,4 km m/Völu í hálkuveseni og 2 km ganga.
Íþróttir | 5.1.2019 | 06:22 (breytt 28.1.2019 kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GLEÐILEGT HLAUPÁR 2019
Þetta ár var að mörgu leyti öðruvísi en undanfarin ár. Ég fór í 10 hlaupaferðir á árinu. Eins og í fyrra fór ég 16 maraþon á árinu. Það vita allir hvað ég elska Ameríku en í ár hljóp ég út um allt, Egyptalandi, Dubai, Jerúsalem, París, Liverpool, Berlín, Cúbu, Panama og Thailandi. Ég hef verið kærulaus gagnvart heimsálfunum... en í Janúar bætti ég tveimur heimsálfum við, Asíu og Afríku.
Auðvitað sleppti ég ekki Ameríku alveg... þar duttu 5 maraþon inn, fyrir utan Cubu og Panama sem fylgja þeirri heimsálfu. Ég tók aðeins þátt í einni seríu, Prairie (4 maraþon á 6 dögum)... ég veit það, ég er að verða gömul. Ég sagði í síðasta annáli að ég hafi verið hætt að fara maraþon 2 daga í röð en ég braut það auðvitað aftur og fór í Prairie seríunni maraþon 3 daga í röð í skelfilegri hitabylgju...
Nýju evrópulöndin eru Ísrael, Frakkland og Þýskaland. Þá hljóp ég 2 RnR maraþon... í Bítlaborginni Liverpool Englandi og í San Diego Californíu... en það var sérstaklega gaman að Vala skildi hlaupa 5 km með mér daginn áður í San Diego.
Að sjálfsögðu hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík... 22.árið í röð og ég tel það með mínum maraþonum þrátt fyrir yfirlýsingu frá RM að það hafi mælst of stutt... það mældist 400 m of langt á mínu Garmin úri... og svo hljóp ég Vor-maraþonið.
Tvisvar sinnum upplifði ég ótrúlegar andstæður, í jan í Egyptalandi/Dubai og svo í nóv á Cubu/Panama... fátækt v ríkidæmi og svo er maður óvanur hinum mikla vopnaburði eins og í Egyptalandi og Jerúsalem.
Síðasta maraþon ársins var svo í Chiang Mai Thailandi... þar sem við eyddum jólum og áramótum líka.
Maraþonin eru orðin 238
vantar 2 fylki upp á hálfan 3ja hring um USA
maraþonlönd 19
Heimsálfur 4
4/6 Majors
GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR
Íþróttir | 31.12.2018 | 16:16 (breytt 28.1.2019 kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)