Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Mayor´s Midnight Sun Marathon, Anchorage Alaska 20.júní 2015

Mayor´s Midnight Sun Marathon, Anchorage Alaska
20.júní 2015

http://www.mayorsmarathon.com

Gögnin sótt í AlaskaVið lentum í Alaska um hádegið og byrjuðum á að sækja númerið mitt. Ég mátti velja mér númer en þau voru öll frekar há... valdi nr 1000

Við keyrðum þangað sem markið er og skoðuðum aðstæður, ég ætla að geyma bílinn þar og taka skólabílinn á startið... svo keyrðum við á hótelið og komum okkur fyrir og fórum snemma að sofa. Við gistum í Eagle River, 16 mílur frá markinu... og eins og alltaf þarf að mæta snemma til að fá stæði.

MM í Alaska 20.6.2015Klukkan var stillt á 3:30 og ég gerði ráð fyrir tveimur tímum í undirbúning og koma sér af stað. Lúlli ætlar að bíða í markinu. Ég svaf mjög skringilega, nýr staður og frekar bjart. Eftir að hafa fengið mér að borða, teypað tærnar, smurt mig með vasilíni og sólarvörn og sett annað dót í poka, þá lögðum við af stað. Ég þarf að spreyja mig með skordýrafælu áður en ég fer í skólabílinn. 

Ég fór með skólabílnum á startið og hitti þar Tim og fleiri þekkt andlit. Það var svo þungt yfir og rigningarlegt að ég fékk plastpoka til að hlaupa í.

Maraþonið var ræst kl 7:30 og fyrstu mílurnar var smá rigningarúði... Ég mundi bara eftir fyrstu mílunum á leiðinni... ekkert skrítið því það var búið að breyta leiðinni frá því fyrir 6 árum.

MM í Alaska 20.6.2015Þetta maraþon var erfitt fyrir mig, við vorum á sveitavegum ýmist malbikuðum eða möl og vegurinn fylgdi landslaginu, ss miklar brekkur. Það var hvergi lifandi verur að sjá nema þá sem voru í hlaupinu eða störfuðu við það. Þar sem ég er orðin svo léleg - þá varð fljótt mjög einmannalegt... leiðin var ekkert sérstök, bara götur og tré svo ég var stundum að drepast úr leiðindum.

Það kom mér verulega á óvart hvað vatnið og orkudrykkurinn á drykkjarstöðvunum var bragðvont, varla drekkandi... boðið var upp á appelsínubita og salt-kringlu-snakk... en allt gekk upp að lokum og ég komst í mark. Fóturinn hélt nokkuð vel en æfingaleysið er bara orðinn brandari ársins... þetta gengur ekki lengur ;) 

Garmin mældi leiðina 26,7 mílur og tímann 7:01:02
Þetta maraþon er nr 190 og 8 eftir í öðrum hring um USA

..................................................

Þegar ég var að leita mér upplýsinga um hlaupið rakst ég á þetta...
http://www.americantrails.org/resources/wildlife/WildBearDeerEncntr.html 


R´N´R Seattle Marathon 13.6.2015

Rock´N´Roll Seattle Marathon & Half Marathon
Seattle, WA USA, 13.júní 2015

http://runrocknroll.competitor.com/seattle

Gögnin sótt í RNR Seattle 13.6.2015Við flugum til Seattle í gær, tékkuðum okkur inn á hótelið, sóttum gögnin og keyptum okkur morgunmat... allt annað er á "hold" þar til eftir maraþonið. Þetta er fjórða R´N´R maraþonið mitt á þessu ári... og ég er skráð í eitt í viðbót í haust.

Ég stillti klukkuna á 3am og bað um wake-up-call að auki. Ég svaf mjög illa í nótt... veit ekki af hverju... ég var ekki viss um að ég hafi sofið en Lúlli sagði að ég hefði amk dottað eitthvað. 

RNR Seattle 13.6.2015Við lögðum af stað 4:30 og vorum komin í bílastæðahúsið kl 5. Bílastæðið var við hliðina á markinu og kl 6 átti að loka götunum í kring... Ég hallaði sætinu aftur í klst en ég gat ekki sofnað... svo var það klósettröðin og troða sér í áttina að elítunni fyrir startið. 

RNR Seattle 13.6.2015Startið var aðeins frá markinu og var ræst kl 7am og ég náði að komast af stað eftir 4 mín. Það átti að vera skýjað en sólin skein allan tímann. Það var milli 25 og 30°c stiga götuhiti. Leiðin var ágæt, fáar brekkur en margra-mílna-langar götur og 4x fórum við í löng undirgöng svo 2 mílur vantaði á Garmin. Þjónustan á leiðinni var mjög góð - ég var farin að halda á klaka-glasi á milli drykkjarstöðva vegna hitans - 2x var gel í boði en enginn matur.

RNR Seattle 13.6.2015Ég fór eins hratt og fóturinn og æfingaleysið leyfði. Síðustu 3 mílurnar gekk ég með MAY (maniac) frá Toronto í Candada en við hittumst fyrst í Space Coast FL og erum báðar búnar að kaupa okkur inn í haust... báðar fegnar að fá einhvern til að kjafta við.  

Þetta maraþon er nr 189
Garmin mældi það 25,2 mílur (+2 sem vantaði) og tímann 6:59:43

Þetta er 3ja maraþonið mitt í Seattle svo enn eru eftir 9 fylki í öðrum hring um USA.

Þetta maraþon er tileinkað minningu Joe´s sem lést úr hjartaáfalli í Las Vegas í gær.


R´N´R San Diego Marathon 31.maí 2015

Dodge Rock´N´Roll Marathon & Half Marathon, Marathon Relay
San Diego, CA USA 31.maí 2015
http://san-diego.competitor.com

R´N´R San Diego 2015Ég held ég hafi aldrei verið í eins miklu stressi og tímahraki í neinu hlaupi eins og núna... Vélin lenti á réttum tíma í San Diego en bílaleigan lét okkur bíða í óratíma, þá tók við umferðarteppa við Convention Center þegar ég var að ná í númerið... ég hljóp inn rétt fyrir lokun, fékk númerið, keypti bílastæði og rútumiða og út aftur án þess að skoða neitt.

......... 

Start í San Diego 31.5.2015Ég pantaði wake-up kl 3am og var með mitt úr stillt á 2:45. Þá tók þetta venjulega við, taka saman hlaupadótið og reyna að fara snemma að sofa... Ekki hélt netið vöku fyrir okkur því það var alltaf að detta út og ég hætti að reyna að blogga.

myndataka á miðri leið SD 2015Ég svaf ágætlega þessa klukkutíma sem voru í boði... í svona stórum hlaupum sem eru með allt umfangið í þröngri miðborginni er nauðsynlegt að vera snemma á ferðinni. Ég þurfti að hafa allt dótið í bílnum því Lúlli beið á hótelinu og þurfti að tékka okkur út kl 11 og bíða einhversstaðar á meðan.

Þetta er í 4 sinn sem ég hleyp R´N´R San Diego. En í þetta sinn hafa þeir breytt fyrirkomulaginu, þeir eru hættir að nota flugvöllinn fyrir bílastæði og hafa ókeypis skólabíl á startið. Núna þarf maður að leggja í bílastæðahúsi í miðbænum.

Ég lagði af stað kl 4am og Garmin fór fyrst með mig í Walmart... kannski er greyjið að bilast á mér.

markið í San Diego 31.5.2015Ég fékk ágætis stæði í Convention Center og slappaði af í nokkrar mínútur. Ég hélt að við ættum að taka Trolley hinu megin við götuna en eftir mílu langa röð sá ég að þetta voru rútur... og tíminn var að hlaupa frá mér...
Loksins var kallað að heilu-maraþonarnir ættu að fara framfyrir... ég kom á-síðustu-stundu á startið, gat svindlað mér á klósett fyrir fatlaða (engin röð) og hljóp að marklínunni... heyrði þjóðsönginn á hlaupunum en náði ekki einu sinni mínum bás áður en hlaupið var ræst... hvílíkt stress og hvað maður eyðir mikilli orku í það. Maraþonið var  ræst 6:15 og hálfa maraþonið var ræst 30 mín síðar.

R´N´R San Diego 31.5.2015Það var skýjað en heitt og ég var að vona að það héldist en sólin læddist fram eftir 2-3 tíma. Ég mundi eftir einhverju af leiðinni þó hún væri breytt, hún var nokkuð slétt á fyrri hlutanum en sá síðari var með manndrápsbrekkum. Ég sá/hitti engan sem ég þekkti...  Alltaf er gott að klára... sérstaklega þegar ég er enn ekki orðin góð í ökklanum, æfingalaus og varð að ganga mikið á milli.

Ég var í enn hjá markinu þegar (samkv mbl.is) elsta kona í heimi sem hefur hlaupið maraþon kom í mark.

Garmin mældi leiðina 26,65 mílur og tímann 6:55:28

Þetta maraþon  er nr 188 og enn eru 9 eftir í öðrum hring.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband