Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Við Lúlli sóttum númerið í gær og fengum okkur pasta með Lovísu, ég náði aldrei í Svavar til að tékka á honum og óska honum velgengni í hlaupinu.

Ég hitti Imke, þýska konu sem hafði fundið mig og Matthías á Youtube.com og skrifaði mér email eftir að hún komst að því að ég hlypi maraþon. Hún er ótrúleg kona, talar 6 tungumál, þar á meðal íslensku þó hún hafi aldrei búið hér.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 433

Eftir pastað, fórum við heim og ég tók saman dótið fyrir maraþonið. Ég hafði sofið svo illa nóttina áður að ég hélt að ég myndi detta út af áður en ég hitti koddann - en það var víst bara óskhyggja... ég upplifði aðra vökunótt... og slökkti dauðþreytt á klukkunni kl. 5:40

Ég verð að muna það næst að ég vaknaði klukkutíma of snemma núna... það gerði svo sem ekkert til.
Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013Við fórum af stað inneftir 7:15 því ég var búin að setja á Maniac-myndatöku kl. 8

Veðrið var ekki alveg í uppáhaldi... vindur og rigningarúði. Myndatakan var því innandyra, 5 Maniac-ar mættir og Imke.

Maraþonið var ræst kl 8:40
Ég fór alltof hratt af stað og var að kafna fyrstu kílómetrana en svo jafnaði ég mig. Auðvitað var ég ekki í æfingu - frekar en vanalega.
Lovísa og Svavar hlupu 10 km og Lúlli náði þeim á mynd í startinu.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Það rættist úr veðrinu öðru hverju en inn á milli komu skúrir. Lúlli hitti mig hjá 30 km keilunni og hjólaði með mér síðustu 12 km. Hann kom með Orku fyrir mig. Lovísa og Matthías biðu síðan við hringtorgið hjá Granda.

Garmin mældi maraþonið 42,64 og tímann 5:23:28
Ég get ekki annað en verið sátt við niðurstöðu dagsins en þetta maraþon er nr. 161


Hefðbundin uppfærsla

Ég færði síðast inn hreyfingu 5. ágúst. Ég ætlaði að vera duglegri en ég hef verið en hvað um það.

6. ágúst - 3,3 km ganga með Matthíasi í ratleiknum.

8. ágúst - hljóp 12,1 km í brjáluðu roki og rigningu

10. ágúst - hljóp ég 15,4 km upp Krísuvíkurveginn.

11. ágúst - hjólaði ég 18,6 km að og frá Kaldárseli og gekk á Húsfell 8,6 km.

12.ágússt - hjólaði ég 37,4 km eftir Reykjanesbrautinni.

13. ágúst - hljóp ég 12,5 km þ.e. Hrafnistuhringinn með Völu.

15. ágúst - hljóp ég 13 km, upp Krísuvíkurveginn. 

17. ágúst - hljóp ég 13 km fh og gekk 6,3 km eh með systrunum að leita að 2 spjöldum í ratleiknum.

18. ágúst - hjólaði ég 9 km

19. ágúst hjólaði ég 4,6 km til Völu og hljóp með henni 8 km. 

20. ágúst hjólaði ég 8,2 km og gekk 15,5 km í leit að 3 síðustu spjöldunum í ratleiknum. Var alls 7 klst og 18 mín í ferðinni. 


Mikið að gera hjá minni !

Síðasta færsla innihélt Selvogsgötuna... sem ég hraðspólaði í gegnum með vindinn í fangið.

24.júlí hjólaði ég upp í Kaldársel og gekk á Helgafellið
           hjól 18 km og ganga 5 km

25.júlí hjólaði ég og tók 3 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar
           hjól 19 km og ganga 8,2 km

26.júlí hjólaði ég upp í Vatnsskarð og fann eitt spjald.
           hjól 19,7 km og ganga 2,6 km

29.júlí hjólaði ég upp í grjótnám og tók 2 spjöld með systrunum
           hjól 21,6 km og ganga 4,3 km

30.júlí byrjaði ég aftur að hlaupa eftir tannaðgerðina mína. Við Vala hlupum kringum Ástjörnina og um Vallarhverfið. Eftir það hjólaði ég að Undirhlíðarstígnum og tók 2 spjöld með systrunum.
           hlaup 7 km, hjól 17,1 km og ganga 4,7 km

31.júlí hjólaði ég upp í Kaldársel, hitti þar Lovísu og Matthías og við fundum 2 spjöld og skoðuðum nokkra hella.
           hjól 18,4 km og ganga 6,8 km

1.ágúst fundum við Matthías 2 spjöld
          ganga 4,2 km

2.ágúst hljóp ég upp Krísuvíkurveginn, síðan hjólaði ég upp að Bláfjallaafleggjara og hitti systurnar og við fundum 1 spjald.
          hlaup 12 km, hjól 11,6 km og ganga um 4 km 

4.ágúst  hjólaði ég 13,9 km

5.ágúst hljóp ég 5 km upp Krísuvíkurveginn, hjólaði síðan að skotsvæðinu til að hitta systurnar og finna spjald nr 20
          hlaup 10 km, hjól 11 km og ganga 3,7 km

Ég hef sem sagt ekki alveg verið aðgerðalaus síðustu daga ;) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband