Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Við Lúlli sóttum númerið í gær og fengum okkur pasta með Lovísu, ég náði aldrei í Svavar til að tékka á honum og óska honum velgengni í hlaupinu.

Ég hitti Imke, þýska konu sem hafði fundið mig og Matthías á Youtube.com og skrifaði mér email eftir að hún komst að því að ég hlypi maraþon. Hún er ótrúleg kona, talar 6 tungumál, þar á meðal íslensku þó hún hafi aldrei búið hér.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 433

Eftir pastað, fórum við heim og ég tók saman dótið fyrir maraþonið. Ég hafði sofið svo illa nóttina áður að ég hélt að ég myndi detta út af áður en ég hitti koddann - en það var víst bara óskhyggja... ég upplifði aðra vökunótt... og slökkti dauðþreytt á klukkunni kl. 5:40

Ég verð að muna það næst að ég vaknaði klukkutíma of snemma núna... það gerði svo sem ekkert til.
Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013Við fórum af stað inneftir 7:15 því ég var búin að setja á Maniac-myndatöku kl. 8

Veðrið var ekki alveg í uppáhaldi... vindur og rigningarúði. Myndatakan var því innandyra, 5 Maniac-ar mættir og Imke.

Maraþonið var ræst kl 8:40
Ég fór alltof hratt af stað og var að kafna fyrstu kílómetrana en svo jafnaði ég mig. Auðvitað var ég ekki í æfingu - frekar en vanalega.
Lovísa og Svavar hlupu 10 km og Lúlli náði þeim á mynd í startinu.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Það rættist úr veðrinu öðru hverju en inn á milli komu skúrir. Lúlli hitti mig hjá 30 km keilunni og hjólaði með mér síðustu 12 km. Hann kom með Orku fyrir mig. Lovísa og Matthías biðu síðan við hringtorgið hjá Granda.

Garmin mældi maraþonið 42,64 og tímann 5:23:28
Ég get ekki annað en verið sátt við niðurstöðu dagsins en þetta maraþon er nr. 161


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Úrslitin hafa verið birt... flögutími 5:23:30

202 5:23:53 (1:10:07/2:25:36/2:33:48/3:04:17/3:43:23/4:41:58/5:23:30) 670 Bryndís Svavarsdóttir 1956 50 - 59 ára IS220

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 24.8.2013 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband