Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Ótrúlega þung á mér...

Ég er nokkurn veginn búin að ná mér eftir maraþonið... ótrúlega sárt að fá sinadrætti framan í sköflungana. Það er upp undir ár síðan ég hef fengið svona sinadrætti.

Í dag ákvað ég að fara rólegan og stuttan hring til að prufukeyra mig... af því að innleggin mín voru enn í léttu, þunnbotna skónum frá því í maraþoninu þá hljóp ég í þeim í dag... Í stuttu máli sagt þá eru þetta ekki skór fyrir mig - tábergssigið mitt þolir ekki svona þunna botna og ég var farin að vinda upp á fæturna í skónum - sem er auðvitað skýring á sinadráttum síðustu helgar.

Ég var ótrúlega þung á mér og hökti einhvern hring um hverfið, fór í sturtu og hjólaði út í Víðistaðakirkju til að taka þátt í fermingarfræðslu þessa árgangs.  Var enn  á lífi eftir 3 tíma þar og hjólaði heim... ÓBOY

stuttur þunnbotna hringur, skokk 7,5 km og 9 km á hjóli :/ 


Reykjavíkurmaraþon 18.8.2012

Reykjavíkurmaraþon 18.ágúst 2012
http://reykjavikurmarathon.is/reykjavikurmaraton 

Reykjavíkurmaraþon 18.8.2012Við sóttum gögnin í gær og borðuðum pastað þó ég sé annars hætt að borða pasta. Ég hafði póstað á Facebook að það væri tilvalið fyrir Marathon Maniacs og 50 States Marathon hlaupara að hittast og borða saman... en þau voru öll svo upptekin í skoðunarferðum í stuttri Íslandsferð að þau rétt hlupu inn og sóttu gögnin og slepptu pastanu. Ég hitti samt Steve og Paula Boone, forkólfa 50 States Marathon Club í andyrinu á leiðinni heim.

Sonurinn sem fór 10 km sleppti líka pastanu. 

Tvíburarnir Ásbjörn og Þorvarður

Það verður að segjast eins og er að æfingar fyrir þetta hafa ekki verið í takt við vegalengdina sem á að hlaupa. Kannski hafði ég áhyggjur af því, því ég svaf ekki dúr í nótt. 

Við Lúlli vorum mætt rétt fyrir kl 8 í Lækjargötuna, og okkur mætti eins og venjulega kunnugleg andlit bræðranna, Hjalta og fleiri. Ég var í Maniac-bolnum, enda var ég búin að pósta myndatöku í tröppunum við MR kl 8:15... Steve, Paula, ónefnd kona og kúrekinn mættu.

Reykjavíkurmaraþon 2012

Það var frekar snubbótt ræsing á maraþoninu... bara eitt BÚMM og hlaupið af stað. Útlendingarnir spurðu mig hvort það væri ekki hefð fyrir að syngja þjóðsönginn? Nei, svaraði ég og næsta spurning var: Hvers vegna?

Maraþonið var ræst 8:40... Það var köld þoka yfir... ég fór of hratt af stað og má segja að ég hafi sprungið eftir 15 km... Það glaðnaði þó til en kom svo aftur köld þoka þegar ég hljóp með ströndinni út á Seltjarnarnes í seinna skiptið. Starfsfólk maraþonsins var allt til sóma en það má fjölga drykkjarstöðvum... yfirleitt voru 4 km á milli þeirra en í eitt sinn voru 5 km og í annað sinn 6 km á milli drykkjarstöðva. 
- ÞAÐ ER ALLT OF LANGT-  

Reykjavík 2012

Lúlli hitti mig á 30 km svæðinu með orkudrykk og bjargaði mér þar, og hann hjólaði með mér restina. Þá var ég farin að þurfa að vanda mig hvernig ég beitti fótunum til að fá ekki sinadrætti. Ég lifði þannig alveg að mottunni í markinu, þá gleymdi ég mér og báðir fætur frusu fastir... ég hef ekki upplifað annað eins... ástæðan er að mínu mati æfingaleysi og vökvaskortur...

Reykjavíkurmaraþon er 146 maraþonið mitt,
Garmurinn mældi það 42,7 km og tímann 5:35:57 

Ég hljóp til styrktar CCU og vil ég þakka fyrir áheitin og stuðinginn :) 


Rigningarsuddi...

Í gær hjólaði ég 16,8 og gekk 3,45 km :) 

Hljóp upp Krísuvíkurveginn í dag... með vindinn á hlið... það er aðeins skárra en þegar hann hefur verið í fangið á leiðinni til baka... Það var smá rigningarsuddi með þessu... Hvert fór góða veðrið ?
Þetta var nokkurs konar þrí-þraut hjá mér í dag... þó ég synti ekkert, þá bæði hljóp ég, hjólaði og gekk :)

Hlaup 12,22 km
Hjól 13 km
Ganga 3 km ............ Bara snilld :) 


Hlaupadagbókin mín...

Hlaupadagbókin á hlaup.com hefur orðið fyrir árás hakkara og eru allar upplýsingar líklega glataðar... ömurlegt þegar svona gerist... og maður spyr sig hver ánægjan sé hjá púkanum...

5.ág. - hjól 19,5 og ganga 2,6 km í ratleik
6.ág. - hjól 17,22 og ganga á Helgafell 5,1 km 

Bloggið er nokkurs konar hlaupadagbók hjá mér... þó hafa göngur og hjól orðið nær alveg útundan hér. Hrafnistuhringurinn er alltaf samviskusamlega skráður... og hann fór ég í dag... Veðrið var svo leiðinlegt í morgun að við frestuðum hamingjunni við að finna ratleiksspjöldin öll niður-rignd :/ 

Það glaðnaði síðan til seinnipartinn og þá notaði ég tækifærið og hljóp...
12,5 km í nokkuð góðu veðri... og hjólaði 4,7 km


Dásamlegir dagar :)

Ég byrjaði með útivistarnámskeið fyrir 12-14 ára 1.ágúst... og veðrið hefur verið dásamlegt þennan tíma. Þema námskeiðsins er hellar... en það er byggt á Ratleik Hafnarfjarðar. Við erum á hjólum og síðan er gengið í hellana... ég hljóp ekkert þessa daga.

En í dag er frí frá ratleiknum og ég hljóp Hrafnistuhringinn minn kæra. Eins og undanfarna daga var veðrið dásamlegt... bærinn var nær tómur, einstaka manneskja eða bíll á ferð... Þetta var bara gott hlaup og ég naut mín, var ekki eins þreytt og ég hélt ég myndi vera eftir útivist síðustu daga.

12,7 km í sól og sumaryl :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband