Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hyannis Marathon MA, 28.febr.2010

Hyannis Marathon & Half Marathon, 10Km & Marathon Team Relay Hyannis, MA USA, 28.febr. 2010 http://www.hyannismarathon.com

HyannisMarathon.MA, 28.feb 2010Klukkan var stillt á 6:30... ég svaf undarlega (öðru hvoru) við þurfum að kynda herbergið mikið, það er kalt úti og þá verður loftið óþægilega þurrt inni. Það er hrikalega þægilegt að vera svona nálægt startinu, 2,2 mílur og starta seint Wink

Við vorum mætt 45 mín fyrir start. Lúlli fann stæði nálægt. Hlaupið var ræst kl 10:10, þ.e.10 mín of seint.
Hyannis MA, 28.feb 2010Þá var ég orðin frosin á tánum. Síðan hlýnaði og kólnaði á víxl svo ég var að fara úr og í jakkann. Það var ekki liðið langt á hlaupið þegar ég uppgötvaði á mílumerkjunum að hlaupið var 2 hringir. SJOKK Frown

Hringurinn var nokkrar lykkjur um sumarleyfis-bústaði... algerlega líflausir staðir ekki einu sinni dýr að sjá en nóg af brekkum... hvað annað - ég virðist vera áskrifandi af brekkumaraþonum. GetLost
Hér er hæðakortið
http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1584100228

Fyrri hringurinn gekk ágætlega... vandræðin byrjuðu í seinni þegar hálfa maraþonið var síað frá... þá virðast starfsmennirnir líka hafa horfið... tvisvar vissi ég ekkert hvert ég átti að fara (þurfti að spyrja til vegar, stoppa bíla og spyrja hvort þeir hefðu séð hlaupara) og í annað skiptið tók ég beygju í ranga átt og mætti maraþoninu Shocking
Markið í Hyannis MA 28.feb 2010Ég gat reddað mér mílunum með því að hlaupa á móti og þá hljóp ég inn í rétta leið nokkru síðar... W00t 

Ég myndi ráðleggja hlaupurum að velja eitthvað annað maraþon en þetta sem er með leiðinlegustu sem ég hef hlaupið... og er ég alveg að fá nóg af því að þurfa að velja lítil og erfið sveitahlaup vegna þess að tíminn hentar mér.
Eftir að ég kom í mark, kólnaði verulega, kom rok og rigning.

Maraþonin mældist 42,1 km - tíminn 5:16:12 á mína
Þetta maraþon er nr. 119 hjá mér
Massachusetts er 45. fylkið mitt - bara 5 eftir Grin  


Gögnin sótt í Hyannis MA

Gögnin í Hyannis MA,feb 2010Þegar við keyrðum hingað í myrkrinu í gær vorum fegin að allar götur voru auðar... það hefur verið þó nokkur snjór hér á austurströndinni undanfarið... Hjúkkett... hann var farinn.

Í morgun þegar við vöknuðum, féll stöku snjókorn og einhver eftir hádegið... en svo hefur verið rigningarúði... Við sóttum númerið eh og ég breytti úr fyrra-starti í seinna-start... það munar bara hálftíma. Ég verð því ræst kl 10 í fyrramálið. Tilbreyting að þurfa ekki að vakna um miðja nótt til að fara í maraþon.


Stutt með Soffíu

Keyrði heim til Soffíu og við hlupum Norðurbæjarhringinn... alveg ótrúlegt að það er alltaf mótvindur á Álftanesveginum og hjá Hrafnistu... sama í hvora áttina ég hleyp.
Hringurinn mældist 5,2 km. 

Í kulda og trekki

Hitti Völu hjá Sjúkraþjálfaranum fyrir 5 og við hlupum Hrafnistuna í skítakulda og nöprum mótvindi. Það eru ekkert nema hetjur sem láta sig hafa þetta.

Hringurinn var að venju 12,5 km


Áslandsbrekkur með Soffíu

Ég hitti Soffíu fyrir 10 við Lækjarskóla. Hún var kvefuð og við fórum extra rólega Áslandsbrekkurnar upp á topp... það var mjög kalt úti en samt gott veður því það var logn. Útsýnið yfir bæinn var fallegt í sólinni. Ég skilaði svo Soffíu heim og hljóp til baka... kom við í Ásvallakirkju ef ske kynni að ég næði prédikun Arnfríðar en hún var byrjuð að tala þegar ég kom... svo ég stoppaði stutt við kirkjudyrnar og fór heim.

Alls hljóp ég 13,5 km.


Garðabær "hinn minni"

Það var kalt í morgun, -2°c og vindur. Ég var ein á ferð svo ég dundaði við að mæla. Síðast fór ég stærri Garðabæjarhringinn og á vissum punkti þar sem leiðir koma saman sá ég að stækkunin hafði verið 3,5 km viðbót. Ég sleppti líka í dag að fara Garðaholtið, enda maraþon um næstu helgi hjá mér. 
Garðabær hinn minni mældist 16,1 km. 

Hrafnistuhringur

Skottaðist út korter í 11... Hrikalega var kalt... -7°c var mér sagt... hvað um það, ég hefði samkvæmt áætlun átt að fara Áslandsbrekkurnar, en ég fór þær síðasta sunnudag, svo ég skellti mér bara Hrafnistuna... við Vala styttum hringinn á þriðjudaginn, svo ég hafði ekki farið hringinn minn alla vikuna.

Þetta var gott þegar maður var kominn aftur inn í hlýjuna ;)


Gamli Víðistaðahringurinn

Það var einu orði sagt dásamlegt veður í dag, mig hlakkaði til að fara út að hlaupa... var komin tímanlega til Völu. Vala hafði verið á báðum áttum hvort hún ætti að hlaupa, var slæm í maganum. Það var ekki laust við að ég væri líka eitthvað skrítin í maganum og með kökk í hálsinum...

En við fórum að stað... komum við í Kaplakrika og ákváðum síðan að stytta... fórum gamla Víðistaðahringinn en frá Suðurbæjarlaug mældist þessi hringur 6,2 km... ég náði sléttum 10 km út úr þessu.


Stóri brekkuhringurinn

Stökk út kl 2... hélt það væri ágætis veður. Það var hrollkalt... greinilega frost þó ég slyppi við hálku. Ég fór stóra brekkuhringinn og kringum Ástjörnina sem mælist 10,7 km.

Langt í dag

Ég var ein, vaknaði hálf 10, fékk mér kaffi og hrökkbrauð og var komin út að hlaupa rétt fyrir 10... Það var rigndi, þó mis mikið alla leiðina.

Ég var ákveðin í að fara Garðabæinn og lengja eitthvað. Byrjaði á að taka krókinn kringum nýja Lækjarskóla eins og þegar ég fer Hrafnistuhringinn, síðan fór ég yfir hraunið inn í Garðabæ og tók stærri hringinn. Þá hleyp ég upp í Hlíðarsmára í Kóp og Arnarnesveginn niður í Arnarnesið og meðfram sjónum, þræði göngustíginn að Álftanesveginum inn í Hrafnistuhringinn.

Ég sleppti að lengja út á Garðaholt í dag. Þegar ég kom á Burknavellina lengdi ég um hálfan km til að ná 20 km.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband