Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ein á ferð

Ég var algerlega óvænt ein á ferð í dag, ætlaði Áslandsbrekkurnar sem ég fór reyndar síðasta sunnudag... svo ég stytti hringinn, sleppti 2 brekkum og fór í staðinn kringum Ástjörnina...

Hringurinn varð sléttir 8 km


Með Soffíu

Þa rigndi meða ég klæddi mig, en stytti upp um leið og ég fór úr úr dyrunum. Hljóp heim til Soffíu og við skokkuðum hring um Norðurbæinn með mótvind á Álftanesveginum... ótrúlegt... ég er farin að halda að það sé alltaf mótvindur þarna sama í hvora áttina ég hleyp.

Hringurinn okkar var 5,2 km en ég hljóp 12,2 í allt. 


Með Völu

Við Vala hlupum Hrafnistuhringinn í hreint frábæru veðri og náðum líka að hlaupa hringinn í björtu... það var aðeins í blá-lokin sem farið var að dimma.

Hringurinn er eins og venjulega 12,5 km


Ein í brekkum

Hringdi bæði í Völu og Soffíu áður en ég fór út... en endaði ein... með Guði. Það var bara gott, ég tók STÓRA-brekkuhringinn... Það þýðir að ég tók hring um Holtið áður en ég fór í Áslandsbrekkurnar og hækkaði upp um eina þar til að komast sem hæst. Veðrið var frábært, ég hefði ekki mátt vera seinna í því - því það eru engin ljós á göngustígnum kringum Ástjörnina.

Hringurinn var 10,7 km


Kuldi en frábært hlaupaveður

Þóra Hrönn vildi fara fyrr af stað, svo ég var hjá henni fyrir 9 í morgun. Fór að stað í myrkri, roki og kulda en það rættist heldur betur úr veðrinu.

Ég vildi fara rólega... ég hef verið á pensilini í 10 dag og það hefur farið illa í mig bæði hausinn og magann... og svo fann ég þreytu í vinstri ökla í vikunni, veit ekki hvort það er af breyttu hlaupalagi, meiri spyrnu eða hvort eitthvað hafi gerst þegar ég datt síðast og það hafi ekki fengið frið til að jafna sig.  Við hlupum á þægilegum hraða - hraða sem maður getur endalaust haldið.

Við fórum nákvæmlega sama hring og síðasta laugardag, hlupum Garðabæinn með lengingu út á Garðaholt, en það mældist samt 300 m lengra ??? varð 18,1 km hjá mér Happy


Fór út að hlaupa og fékk far! Hvar endar þetta?

Í því skyni að hafa í það minnsta möguleika á að vinna milljarð, þá tók ég á mig krók á leiðinni til Soffíu... og hljóp við í sjoppunni á Hringbraut... en Lottókassinn þar var bilaður. Það var önnur kona í sjoppunni í sömu erindagjörðum og hún bauð mér far upp á N1... ég þáði það... Hlaupakonan fékk far... hummm, hvar endar þetta?

Svo hljóp ég frá N1 til Soffíu og þurfti að taka auka hring því hún þurfti að bjarga barnabarninu sínu. Við hlupum síðan Norðurbæjarhringinn okkar. Það einkennilega er að í hvert skipti sem ég hleyp Hrafnistu þá hleyp ég öfugan hring við þennan og er alltaf í mótvindi á Álftanesveginum og við Hrafnistu... nú vorum við LÍKA í mótvindi... þetta er beinlínis svindl.

Ég endaði með 14 km í dag... bara ágætur spotti Cool


Með Völu

Við hlupum Hrafnistuhringinn enda er hann löngu orðinn fastur liður á þriðjudögum hjá okkur. Það var kalt, þó hiti væri yfir frostmarki... okkur mætti smá vindur en ekkert til að kvarta yfir. Við skröltum þetta af vana og skemmtum hvor annarri.

Í dag steinlágu 12,5 km á ágætis tíma Smile


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband