Langt í dag

Ég var ein, vaknaði hálf 10, fékk mér kaffi og hrökkbrauð og var komin út að hlaupa rétt fyrir 10... Það var rigndi, þó mis mikið alla leiðina.

Ég var ákveðin í að fara Garðabæinn og lengja eitthvað. Byrjaði á að taka krókinn kringum nýja Lækjarskóla eins og þegar ég fer Hrafnistuhringinn, síðan fór ég yfir hraunið inn í Garðabæ og tók stærri hringinn. Þá hleyp ég upp í Hlíðarsmára í Kóp og Arnarnesveginn niður í Arnarnesið og meðfram sjónum, þræði göngustíginn að Álftanesveginum inn í Hrafnistuhringinn.

Ég sleppti að lengja út á Garðaholt í dag. Þegar ég kom á Burknavellina lengdi ég um hálfan km til að ná 20 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband