Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kominn Bíðari Nr 2

VELKOMINN  STEFÁN  Cool
sólbekkur
Það bættist í ,,bíðarahópinn" í dag.  Bíðari Nr 2 er Stefán Þórðarson höfundur Hlaupadagbókarinnar. Stefán bættist sjálfviljugur við... þ.e. af fúsum og frjálsum vilja... Bíðari Nr.1 hefur til þessa neyðst til að bíða eftir mér Pinch... jafnvel núna þegar hann er heima.

Stefán veit ekkert hvað hann er búinn að koma sér í... en Bíðaraklúbburinn æfir ,,bið og þolinmæði" fyrir framan kvenfataverslanir, í boðum, á keyrslu og á pöbbum (kannski skemmtilegustu æfingarnar)... lengstu æfingarnar er sniðugt að sameina jólainnkaupunum.

Það verður að plana árshátíð Bíðara með góðum fyrirvara, þar sem félagarnir búa í sitt hvoru landinu...


Fyrir Bíðara nr 1 :)

verðlaunapeningurinn í Oklahoma
Kissing   Bíðari Nr 1 kvartaði yfir því að verðlaunapeningurinn sæist varla á myndinni... svo ég set hérna inn aðra mynd og vona að hann sjáist betur á henni.

Í dag keyri ég frá Oklahoma City til Dodge City í Kansas, gisti þar í nótt og held síðan áfram til Pueblo West í Colorado á morgun.


Oklahoma Marathon 26.4.2009

Oklahoma City Memorial Marathon & Half-Marathon, 5P Marathon Relay, 5K Memorial Walk, Oklahoma City, OK USA  26. april, 2009
http://www.okcmarathon.com

Oklahoma City Memorial Marathon 26.4.2009 005Klukkan vakti mig kl 3:30, samt er mjög stutt á startið. Svona vil ég hafa það - ekkert stress. það fyrsta sem ég gerði var að kveikja á tölvunni og hella á kaffi. Bíðarinn beið við tölvuna - hún er komin inn... og við kjöftuðum í gegnum MSN á meðan ég teipaði á mér tærnar.
(Nú er MSN-ið horfið úr tölvunni... W00t og ég get ekki talað við Bíðarann, ég hef eytt 3 klst í að leita að msn-inu og reyna að setja inn myndir og nú er ég búin að gefast upp, set myndirnar inn seinna)

Oklahoma City Memorial Marathon 26.4.2009 001Ég fór út rétt eftir kl. 5, enda geta bílastæðamálin veríð kílómetraraðir. Ég var heppin, þrátt fyrir að komast ekki í bílastæðahúsið sem ég ætlaði... það var búið að loka götunni. Ég lagði hjá einhverri bílastöð og bað svo konuna í næsta bíl að merkja inn á kortið mitt hvar við værum... Við vorum rétt hjá.

Venjulega þarf ég ekki að tékka inn dót fyrir hlaupið en nú gerði ég það... jakka, myndavél, bíllykla og bílastæðakortið... jakkinn var bara til að hlífa myndavélinni. Það var heitt úti og hvílíkt rok, það fauk allt laust, meira að segja litlir bakpokar.
Veðrið: Hitinn var 71°F í upphafi en var kominn í 78°F í lokin, loftrakinn var 62% og vindurinn var 26-30 mph, sem ég held að þýði mílur á klst... annars veit ég það ekki enda er ég ekki veðurfræðingur Wink

Oklahoma City Memorial Marathon 26.4.2009 Hlaupaleiðin var ágæt, rolling hills eins og þeir kalla það... GetLost kannski aðeins of mikið af þeim og svo var það þessi stífi mótvindur síðustu 13 mílurnar... maður var svolítið þreyttur á þessum barningi til baka.
Hlaupið var mjög vel skipulagt, frábær þjónusta á leiðinni, nokkuð um áhorfendur og í markinu var allt til alls, eins og á veitingahúsi, nýsteiktir Carls Jr hamborgarar
http://www.carlsjr.com  FLOTTUR PENINGUR Whistling

Maraþonið mældist 42.69 km og mín tímataka segir tímann minn vera 5:25:17 en ég hef sjaldan verið eins fegin að koma í mark og þarna... finnst ég mjög blessuð yfirhöfuð að komast í markið.

Þetta er 105 maraþonið mitt, 7. á þessu ári,
Oklahoma er 36. fylkið mitt... 14 eftir


Gögnin sótt í Oklahoma City

Það er hlýtt og gott hérna, en sami vindurinn og heima... HOME SWEET HOME... þegar ég panta þessi hótel reyni ég að hafa þau sem næst upphafi eða endi, eftir því hvernig fyrirkomulagið er. Það voru 7 mínútur frá hótelinu á startið. Núna er bara stutt á milli start og finish, one block, svo ég verð að finna bílastæði nálægt og finna svo bílinn eftir hlaupið.

gögnin sótt, Oklahoma marathon 25.4.2009Expoið var ágætt, mikið til sölu og hellingur að kynna og gefa sýnishorn... ég gleymdi mér alveg í þessu. Var komin út þegar ég mundi að ég hafði ekki staðið mig Pinch og verð núna að biðja Bíðara nr 1 afsökunar... þetta gengur ekki, þjónustufullrúinn þarf að vera ,,með í ferð"... annars klikkar öll myndataka Blush

Ég reyndi að bjarga þessu þegar ég kom aftur hótelið með því að taka mynd af númerinu Woundering ætli það reddi mér út úr skömminni.


Næsta maraþon

Ég hef ekki hlaupið síðan á föstudag... tíminn HLJÓP frá mér þessa síðustu daga heima... Ferðasagan er á hinni bloggsíðunni.
Ég keyri í dag til Oklahoma City í Oklahoma fylki þar sem ég hleyp næsta maraþon... á sunnudag. Það er svolítið annað veður hér, en rokið og rigningin sem ég fór úr heima... vona bara að það verði ekki of heitt.

Aldeilis frábært...


Haldið upp á hundraðasta Ég hljóp með Soffíu, fór að heiman kl 5:30 til að vera heima hjá henni kl 6. Við hlupum okkar vanalega hring um Norðurbæinn í dásamlegu veðri... 12,2 km. 
Soffía sagðist ekki vera viss hvort hún kæmist annað kvöld í teitið vegna ,,HUNDRAÐASTA " maraþonsins. Nokkuð sem ég var búin að heita að framkvæma áður en ég færi út aftur.

Ég hljóp, í himinsins sælu. hlaupið í dag var hlaupið svo ég gæti haft morgundaginn til að undirbúa veisluna. 
Haldið upp á hundraðastaÉg var að teygja þegar Bíðari nr.1 sagði mér að koma inn, það væru komnir veislugestir... ertu ekki að grínast, sagði ég. Nei, það voru komnir gestir sem höfðu ruglast á dögum og verða uppteknir á morgun.

Jæja... veislan var komin af stað og gert gott úr málum ,,orkudrykkirnir" drifnir fram... ég slapp við að þrífa og elda matinn sem átti að vera... og konur skemmtu sér frábærlega vel. Ég hringdi í þá sem var boðið annað kvöld og athugaði hvort þeir gætu komið strax... Vala brást ekki, en Berghildur á Akureyri, Soffía á auðvitað að vinna á morgun, Edda í Amsterdam og Emil á Oddfellowfundi...  


Á hlaupum með Völu


Ég hljóp við hjá Völu í gær og með henni í dag...
Frábært að hafa vinkonu til að hlaupa með. Ég hljóp heim til hennar kl 5 og svo hlupum við Hrafnistuhringinn í þessu yndislega veðri. Vala er miklu hraðari en ég og hún hreinlega dró mig allan hringinn.
Þetta var þvílík snilld... það er ekki bara náttúran sem er að vakna til lífsins - heldur allt fólkið, sem er að ganga, skokka og krakkarnir sem eru úti að leika sér... Það er ekki spurning - þetta er lífið.

Hringurinn, með viðbót til Völu varð 12,7 km.


Vorið er komið :)


Veðrið var dásamlegt... ég er viss um að vorið er komið Joyful Ég ákvað að nota sólina, athugaði ekki með neinn hlaupafélaga, heldur hljóp af stað... Ég er farin að hlaupa of hratt þegar ég er ein.

Í dag var ég að prufukeyra Nimbus skóna... ég setti innleggin mín í, en varð síðan að taka þau úr á miðri leið, það var frekar fyrirferðarmikið að vera með bæði aukainnlegg og þau sem fylgja með... í skónum. Ég þarf að græja þetta eitthvað betur - því skórnir eru frábærir.

Veðrið var æðislega gott í dag, ég fór Hrafnistuhringinn minn með smá útúrdúr til Völu þannig að hringurinn reiknaðist 12,6 km.


Hreinasta snilld

Ég neyddist til að vakna kl 8... Soffía var búin að biðja mig um að hitta sig við Lækjarskóla kl 9:30... ég er 18-20 mín að hlaupa þessa 3 km þangað.

Veðrið var yndislegt... enda allsstaðar fólk úti á gangi með börn og hunda. Við Soffía mættumst og hlupum Norðurbæinn með smá viðbót... síðan hljóp ég heim og tók smá aukakrók í hverfinu... ég fékk samt ekki nema 13,5 km út úr þessu.


Með sól í hjarta...

Ég fór frekar seint út í dag... kl 4... og var þá búin að langa lengi til að fara út í þetta yndislega veður. Ég var ein... og hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 km... frekar þung á mér, enda pakksödd Woundering en þetta var ekkert nema snilld - vindurinn á móti þar til ég var komin framhjá Hrafnistu en sólin skein. Það voru greinilega fáir í bænum.

Við Soffía ætlum að hittast við Lækjarskóla kl 10 á annan í páskum Joyful


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband