Aldeilis frábært...


Haldið upp á hundraðasta Ég hljóp með Soffíu, fór að heiman kl 5:30 til að vera heima hjá henni kl 6. Við hlupum okkar vanalega hring um Norðurbæinn í dásamlegu veðri... 12,2 km. 
Soffía sagðist ekki vera viss hvort hún kæmist annað kvöld í teitið vegna ,,HUNDRAÐASTA " maraþonsins. Nokkuð sem ég var búin að heita að framkvæma áður en ég færi út aftur.

Ég hljóp, í himinsins sælu. hlaupið í dag var hlaupið svo ég gæti haft morgundaginn til að undirbúa veisluna. 
Haldið upp á hundraðastaÉg var að teygja þegar Bíðari nr.1 sagði mér að koma inn, það væru komnir veislugestir... ertu ekki að grínast, sagði ég. Nei, það voru komnir gestir sem höfðu ruglast á dögum og verða uppteknir á morgun.

Jæja... veislan var komin af stað og gert gott úr málum ,,orkudrykkirnir" drifnir fram... ég slapp við að þrífa og elda matinn sem átti að vera... og konur skemmtu sér frábærlega vel. Ég hringdi í þá sem var boðið annað kvöld og athugaði hvort þeir gætu komið strax... Vala brást ekki, en Berghildur á Akureyri, Soffía á auðvitað að vinna á morgun, Edda í Amsterdam og Emil á Oddfellowfundi...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband