Oklahoma Marathon 26.4.2009

Oklahoma City Memorial Marathon & Half-Marathon, 5P Marathon Relay, 5K Memorial Walk, Oklahoma City, OK USA  26. april, 2009
http://www.okcmarathon.com

Oklahoma City Memorial Marathon 26.4.2009 005Klukkan vakti mig kl 3:30, samt er mjög stutt á startið. Svona vil ég hafa það - ekkert stress. það fyrsta sem ég gerði var að kveikja á tölvunni og hella á kaffi. Bíðarinn beið við tölvuna - hún er komin inn... og við kjöftuðum í gegnum MSN á meðan ég teipaði á mér tærnar.
(Nú er MSN-ið horfið úr tölvunni... W00t og ég get ekki talað við Bíðarann, ég hef eytt 3 klst í að leita að msn-inu og reyna að setja inn myndir og nú er ég búin að gefast upp, set myndirnar inn seinna)

Oklahoma City Memorial Marathon 26.4.2009 001Ég fór út rétt eftir kl. 5, enda geta bílastæðamálin veríð kílómetraraðir. Ég var heppin, þrátt fyrir að komast ekki í bílastæðahúsið sem ég ætlaði... það var búið að loka götunni. Ég lagði hjá einhverri bílastöð og bað svo konuna í næsta bíl að merkja inn á kortið mitt hvar við værum... Við vorum rétt hjá.

Venjulega þarf ég ekki að tékka inn dót fyrir hlaupið en nú gerði ég það... jakka, myndavél, bíllykla og bílastæðakortið... jakkinn var bara til að hlífa myndavélinni. Það var heitt úti og hvílíkt rok, það fauk allt laust, meira að segja litlir bakpokar.
Veðrið: Hitinn var 71°F í upphafi en var kominn í 78°F í lokin, loftrakinn var 62% og vindurinn var 26-30 mph, sem ég held að þýði mílur á klst... annars veit ég það ekki enda er ég ekki veðurfræðingur Wink

Oklahoma City Memorial Marathon 26.4.2009 Hlaupaleiðin var ágæt, rolling hills eins og þeir kalla það... GetLost kannski aðeins of mikið af þeim og svo var það þessi stífi mótvindur síðustu 13 mílurnar... maður var svolítið þreyttur á þessum barningi til baka.
Hlaupið var mjög vel skipulagt, frábær þjónusta á leiðinni, nokkuð um áhorfendur og í markinu var allt til alls, eins og á veitingahúsi, nýsteiktir Carls Jr hamborgarar
http://www.carlsjr.com  FLOTTUR PENINGUR Whistling

Maraþonið mældist 42.69 km og mín tímataka segir tímann minn vera 5:25:17 en ég hef sjaldan verið eins fegin að koma í mark og þarna... finnst ég mjög blessuð yfirhöfuð að komast í markið.

Þetta er 105 maraþonið mitt, 7. á þessu ári,
Oklahoma er 36. fylkið mitt... 14 eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þennan áfanga Bryndís. Það styttist í að þú ljúkir Ameríku. Ég tek ofan fyrir þér því þú ert svo dugleg.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:49

2 identicon

til   hamingju  með þetta maraþon  elsku  Bryndís  og gangi þér vel með

                           næsta, farðu vel með  þig, viturlegt  að teipa  fyrir tærnar,

                                          kveðja    Soffía.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 5:25:15

Bryndis Svavarsdottir (F)5:25:151911665 / 37F50-54

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 27.4.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Ég frétti á leiðinni hingað (í gær) að það hefði komið í útvarpinu að konan sem var önnur í mark í maraþoninu hefði dottið niður í markinu... ef hún hefði ekki verið í alvarlegu ástandi hefði ekki verið sagt frá því í fréttum.
Nú er ég komin út úr fylkinu svo ég hef ekki frétt hvort konan náði sér eða ekki... og ekkert er skrifað um þetta á síðu hlaupsins...
Ég hef þrisvar verið í maraþoni þar sem menn hafa dáið á marklínunni.

Bryndís Svavarsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband