Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Frábært hlaup

Ég hleyp vanalega ekki á miðvikudögum, en Bíðari nr. 1 átti tíma hjá hjartalækninum í hádeginu... og við vorum síðan að hjálpa Heimasætunni að flytja að heiman í gær, á Keilissvæðið og dagurinn endaði síðan með grillveislu hjá Frumburðinum í Keflavík.

Þess vegna hljóp ég í dag, mætti hjá Soffíu kl 12. Hún var þá búin að vera að lyfta og atast fra 9 í morgun og hljóp 5 km með mér. Veðrið var dásamlegt, svolítið kalt, sérstaklega á leiðinni til baka og smá vindur. Ég hljóp allt í allt 12,2 km.


Komin á götuna ;)

Forgangsmálin röðuðust þannig að ég hljóp ekki um helgina, en ég reyni nú að láta bara líða viku eftir síðasta maraþon og þangað til ég kemst á götuna aftur.

Soffía var búin að hringja, hún er á seinnivakt þessa viku svo það varð að hlaupa snemma. Ég fór út um 11 leytið, hljóp niður að Lækjarskóla og byrjaði á Áslandsbrekkunum, þegar ég var komin upp á hæðina sá ég að ég yrði nú að stytta hringinn, tíminn leyfði ekki nema að fara yfir á göngubrúnni og taka Öldugötuna og Hverfisgötuna til Soffíu. Það var rok og kuldi.

Við hlupum síðan okkar 5.km hring kringum Norðurbæinn og síðan hljóp ég heim... og hitti Þóru Hrönn á leiðinni. Alls urðu þetta 15,8 km.


Drottning í fjölskyldunni

Bryndís Líf, Drottning 10.bekkjar vor 2009

Smile  

Bryndís Líf, elsta barnabarnið mitt og nafna mín var kosin Drottning 10 bekkjar í skólanum sínum.

Það er ekkert smá stolt amma sem flaggar nú með mynd af henni.

Heart Innilega til hamingju Bryndís mín Kissing
Óska þér Guðs blessunar í framtíðinni.


Að breyta hlaupastílnum

Alltaf gott að vera komin heim en ég fer aftur út 22.apríl. Þá ætlum við til Oklahoma og Colorado. Dagskráin er ekki ráðin lengra í bili.
Ég þjáðist af krömpum síðustu mílurnar í síðustu 2 maraþonum... og held ég sé búin að uppgötva ástæðuna... en vegna halla á veginum, roks eða einhvers, var ég búin að búa til svöðusár á ökklakúlurnar innanfótar... og var stóran hluta fyrra hlaupsins og allt seinna hlaupið að reyna að hlaupa aðeins gleiðari.
Á svona langri vegalengd kemur það niður á manni að breyta hlaupastílnum.


Komin heim :)

Ég gisti síðustu nóttina í N-Attleboro... mjög þægilegt hótel með öll stóru verslunarnöfnin í innan við mílu fjarlægð. Þaðan var ég um klst. til Boston.
Ég er búin að vera EIN á ferðalagi í 13 daga, búin að keyra 2.008 mílur og hlaupa 2 maraþon. Flugið heim var kl 9:30 um kvöldið og lent 6:30 í morgun... ég horfði á 2 bíómyndir á meðan.

Bíðari NR 1 sótti mig út á völl... að sjálfsögðu Grin


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband