Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Ég á ekki neina skauta og broddarnir eru ónýtir... svo ég fór ekki út fyrr en eftir hádegið, þegar sólin var búin að bræða eitthvað af klakanum. Ég var með gulrótina við nefið alla leiðina... sagði mér að ég færi bara Hrafnistu, svo ákvað ég að lengja í styttri Garðabæjarhring, en svo þegar ég var komin í Garðabæ... fór ég auðvitað lengri hringinn...Það var skelfileg ófærð á köflum en sólin brosti og það var hlýtt og fallegt veður.
Með viðkomu í Bónus varð hringurinn 20,3 km. Bara frábært
Íþróttir | 28.2.2009 | 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég dreif mig út fyrir hádegið... hafði ekki hlaupið í viku. Seinfattarinn hafði verið í gangi í marga daga en loksins áttaði ég mig á því hvers vegna ég fór í bakinu á laugardag. Ég hafði verið að ýta sendiferðabíl... þeir eru ekki þeir léttustu að ýta...
En ég er orðin góð... fann ekki fyrir neinu. Ég hljóp Hrafnistuhringinn kæra, 12,5 km. í kulda og trekki en er afar hamingjusöm á eftir.
Íþróttir | 26.2.2009 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vaknaði sæmilega snemma á laugardag, frábært veður... ætlaði að taka hinn venjulega helgar-Garðarbæjarhring... þ.e. stóra hringinn... en það varð ekki neitt úr neinu, bakið á mér klikkaði þegar ég fór framúr rúminu. Ég verð því að passa mig á því framvegis það er auðvitað best að liggja bara uppí og láta strjúka sig
Ég hef snarlagast og verð komin á götuna fljótlega... ákvað samt að hlaupa hvorki í dag eða á morgun.
Íþróttir | 23.2.2009 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var á síðustu stundu hjá Völu, hafði farið til Bjargar vinkonu og hún þurfti að stússa með ömmustelpuna sína í Reykjavík... ég fór með þeim... það er svo sem í lagi að vera á síðustu stundu... en ég hafði hvorki borðað eða drukkið vatn í marga tíma... það var verra...
En það var dásamlegt að hlaupa með vinkonu. Ég var mætt fyrir utan Sjúkraþjálfarann kl 5. og við hlupum Hrafnistuhringinn 12,5 km fyrir mig. Veðrið var ágætt... fyrir mestu að göturnar voru næstum auðar, við fengum mótvind EINS OG ALLTAF... og rigningarúði...
Við hlaupum næst saman á þriðjudag
Íþróttir | 19.2.2009 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 18.2.2009 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært... Snjórinn næstum farinn, ég skellti mér út rétt eftir 1 í dag... Veðrið var nú ekki uppörvandi... rétt að koma rigningardropar... en ég lét mig hafa það.
Ég hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 eins og vanalega... rokið var stundum á eftir mér en oftar á móti... hringurinn er bara þannig. Mér finnst skemmtilegra þegar ég er ein að hlaupa þessa leiðina... hleyp hann kanski öfugt með einhverjum. Sjávarleiðin til baka er fín, þó vindurinn sé alltaf á móti þar. Ég fann ekki svo fyrir rigningunni en samt var ekki þurr þráður á mér þegar ég kom heim... ég var síðan rétt komin inn, var að fara úr skónum þegar úrhellið kom, eins og hellt úr fötu.
Íþróttir | 16.2.2009 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór í kirkju í morgun, ætlaði hvort sem er að hlaupa ein seinna um daginn. Klukkan var orðin 2 loksins þegar ég fór út... Sumar gangstéttir voru orðnar auðar en aðrar voru skelfing. Lenti í myndatöku með 40-50 mönnum fyrir utan Fjöruna... þeir voru í stuði enda á spariskónum... og með öðruvísi orkudrykk heldur en ég.
Ég fór stóra Garðabæjarhringinn 19,5 km og maður minn, ég var gjörsamlega lurkum lamin þegar ég kom heim. Búin að vera... stíf upp í háls í hálkunni eftir að hafa verið hálf skríðandi yfir klakabunkana... það er spurning hvort þetta sé leggjandi á sig
Íþróttir | 14.2.2009 | 18:25 (breytt 23.2.2009 kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala ætluðum að hlaupa saman en hún hringdi i mig rétt fyrir hádegið... lá heima veik.
Ég skellti mér því út, hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 km og kuldaboli hljóp á móti mér. Þetta er ekki einleikið hvað vindurinn blæs á móti nær allan hringinn.
Nú minnist ég þess þegar við Snorri ætluðum að snúa á kuldabola, við vorum búin að vera í mótvindi vikum saman. Eitt sinn ákváðum við að fara öfugan hring... og vitið þið hvað... þetta var eini dagurinn sem við hefðum fengið meðvind í stað mótvinds.
Færðin var slæm, frosið þvottabretti með klakabunkum upp úr... en hringurinn var farinn, ekkert röfl... og heit sturtan séð í hillingum hálfa leiðina.
Íþróttir | 12.2.2009 | 13:59 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp út um hádegið og hljóp hringinn ein. Það var -7°c... Kuldaboli beit en maður vandist honum fljótlega. Aðal málið í svona frosti er að anda ekki of ótt ofaní sig... gott ráð til að passa það er að hlaupa með tyggjó... Svo undarlegt sem það er - þá breytir það önduninni, rænir mann orku og maður fer hægar. Færðin er enn slæm, frosið þvottabretti sumstaðar en sólin bjargaði öllu
Ég ákvað að sleppa broddunum í dag og sá ekki eftir því. Ég fór sama hringinn og undanfarið þ.e. Hrafnistuhringinn sem mælist 12,5 km héðan að heiman.
Íþróttir | 10.2.2009 | 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala hlupum saman í dag, réttara sagt dragnaðist Vala með mig með sér.
Við hlupum af stað um hádegið, það var kalt -7°c og vindurinn blés á móti okkur alla leiðina að undanskildum Álftanesveginum. Við höfðum nóg að spjalla, hlupum að heiman, gegnum bæinn, yfir hraunið inn í Garðabæ og síðan hring í kringum bæinn, út á Álftanes, fram hjá Hrafnistu og sjávarleiðina heim.
Hringurinn mældist 19,5 km og síðasta kílómeterinn var kominn skafrenningur og kærkomið að komast heim í hlýjuna.
Íþróttir | 7.2.2009 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)