Sólin bjargaði...

Ég hljóp út um hádegið og hljóp hringinn ein. Það var -7°c... Kuldaboli beit en maður vandist honum fljótlega. Aðal málið í svona frosti er að anda ekki of ótt ofaní sig... gott ráð til að passa það er að hlaupa með tyggjó... Svo undarlegt sem það er - þá breytir það önduninni, rænir mann orku og maður fer hægar. Færðin er enn slæm, frosið þvottabretti sumstaðar en sólin bjargaði öllu Cool

Ég ákvað að sleppa broddunum í dag og sá ekki eftir því. Ég fór sama hringinn og undanfarið þ.e. Hrafnistuhringinn sem mælist 12,5 km héðan að heiman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband