Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Gjöfin prófuð, komin með hægri fót...

Því miður voru skórnir of stórir, verð að skipta þeim... en ég hefði hvort sem er ekki tímt að prófa þá í þessari færð Tounge 
Vetrarsokkarnir Nimbus voru settir undir í dag og virka frábærlega, eins og sniðnir á fótinn. Mínir gömlu sem voru báðir á vinstri fót... gengu náttúrulega ekki lengur. Ég hafði keypt þá hjá Daníel Smára í Afreksvörum og það hafði einhver ruglað saman pörum... og ég nennti ekki að skipta... svo ég hef ekki haft hægri fót í nokkur ár Joyful  Nýju sokkarnir eru frábærir, ekki of þykkir, sniðnir á fótinn og hlýjir.

Við Vala hlupum saman í dag. Ég hljóp í vinnuna til hennar og við fórum saman Hrafnistuhringinn 12,5 km.
Veðrið var frábært, -5°c en stillt veður og við náðum að hlaupa í björtu. Það var sama ófærðin og hina dagana í vikunni en það var svo gaman að hlaupa með henni að ófærðin gleymdist alveg. Við ætlum að hlaupa aftur saman á laugardag.


Höfðingleg gjöf frá Sportís

Gjöf frá Sportís 4.2.2009, í tilefni af hundraðasta maraþoninu í jan.Í tilefni af hundraðasta maraþoninu mínu í janúar, þá ákvað Sportís Austurhrauni 3 að færa mér gjöf. Gjöfin er Asics Nimbus... sama nafn og á galdrapriki Harrý Potter... Frábærir skór, ég hef átt þessa týpu áður. 
Skónum fylgdu hlaupasokkar, bæði vetrar og sumartýpa, líka Nimbus. Ef eitthvað er ætti hraðinn að aukast núna Wink

Ég mætti á Austurhraunið í dag og Þröstur færði mér glaðninginn, sem ég er afar ánægð með og þakklát fyrir.


Hlaup í frosti og snjó...

Ég hljóp sama hring og í fyrradag... Hrafnistuhringinn og í dag mælist hann 0,5 km. lengri... eina útskýringin er að klukkan stoppaði síðast en ég hélt það hefði ekki verið nein vegalengd sem mældist ekki... ég var að bjástra við vettlingana. Já, í fyrsta sinn á Íslandi hljóp ég með vettlinga mestan hluta hringsins.

Hrafnistuhringurinn mælist sem sagt 12,5 km og stundum hef ég tekið lengingu hér í hverfinu til að lengja í 13 km... en ekki núna. Það var hörkufrost um -10 °c þegar ég lagði af stað um hádegið... -7 þegar ég kom til baka.. sagði Bíðari nr.1
Ég reyndi að vera vitur og fara hægt... svo ég andaði ekki of ört köldu ofaní lungu. Veðrið var fallegt þrátt fyrir kuldann en ófærðin er óskemmtileg.


Rak nefið út í dag...

Það eru rosaleg viðbrigði að koma úr 30°C hita og hlaupa hér heima í frosti og ófærð. Ég kom heim á miðvikudag en hljóp ekki fyrr en í dag... ekki það að ég nennti ekki fyrr - heldur að ég prédikaði í gær í kirkjunni minni og notaði mér fyrir helgina, að vera inni í hlýjunni á náttfötunum... hafa það kósí við að setja saman pistilinn.

Þar sem ég hljóp ein í dag.. naut ég þess að hlaupa í björtu... færðin var skelfing fyrir grindarlosið mitt... ég var með gormabrodda... veit ekki hvort þeir björguðu neinu. Kannski helst ef snjórinn er vel þjappaður en ekki svell, því þá virka þeir eins og skautar.

Ég fór Hrafnistuhring, með viðkomu í Sjúkraþjálfaranum þar sem ég heilsaði upp á Völu... sem ég hef ekki séð síðan fyrir jól.  Hringurinn sem var 12 km var seinfarinn en kærkominn hreyfing... ég vil samt losna við þennan snjó.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband