Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Ég er enn í skýjunum eftir frábæra hlaupaferð... og enn á vitlausum tíma, en ég hef ákveðið að koma mér aftur á götuna á morgun. Veðrið verður kanski ekki það albesta en hvað um það
Ég hef nú sagt það undanfarin ár, að það séu ótvíræð ellimerki hjá mér að vera farin að spá í veðrið. Hér einu sinni var farið út á vissum dögum á vissum tíma... no matter what!
En... æfingar byrja aftur á morgun
Íþróttir | 31.10.2008 | 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
On the Road for Education
Marathon & Half-Marathon, 10K & 5K, Mason City, IA USA. 26.okt. 2008
http://www.ontheroad4edu.org
Start at Music Man Square.
Finish at Newman High School.
Klukkan var stillt á 5:45, enda erum við stutt frá bæði starti og marki. Veðurspáin var ekki glæsileg, spáði þurru þó það ætti að vera kalt. Þegar við keyrðum framhjá auglýsingaskilti á leið á startið, var hitinn á því 38F... þ.e. 3-4 °c.
Hlaupið var ræst kl 8 í skítakulda. Ég sem hleyp ekki með vettlinga heima, þó það sé frost... var með vettlinga mesta alla leiðina. Vindurinn var þvílíkur á móti og á hlið (Lúlli sagði, 32 metrar eða 12 vindstig) að maður átti í vandræðum með að stjórna fótunum...
Leiðin lá út í sveit, undirlagið malarvegir og margir að týna grjót úr skónum. Frá 14-19 mílu hélt ég að ég væri komin á ,,Laugaveginn" og þá brast á stórhríð... trúið þið því ??? Eftir nokkrar mílur slotaði hríðinni, en mótvindurinn var slíkur síðustu míluna að ég tommaði varla á móti veðrinu.
Þjónustan á leiðinni var í alla staði til fyrirmyndar og starfsfólkið yndislegt. Eftir hlaupið var boðið upp aðgang að sturtu, handklæði og eitthvað í gogginn.
Ég get ekki annað en verið hæstánægð, eftir allt þetta streð... 5:11:01 á mína klukku... en þeir voru ekki með flögutíma. Lúlli hafði tékkað okkur út á meðan ég hljóp og strax eftir hlaupið og sturtuna keyrðum við beint til Minneapolis.
Íþróttir | 27.10.2008 | 00:20 (breytt 29.11.2008 kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gögnin voru afhent í Newman High School, frá 4-7 í dag, laugardag...
Ég var ekki búin að ákveða að fara í þetta hlaup, en við urðum að keyra framhjá bænum á leiðinni til Minneapolis, svo það er eiginlega ekki til afsökun að sleppa þessu hlaupi, þó ég sé búin að hlaupa í þessu fylki áður. Þetta er nokkuð stór bær, þó hann sjáist varla á korti.
Held þetta sé mjög lítið og fámennt maraþon
Íþróttir | 25.10.2008 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wichita Marathon & Half Marathon, Relay, Wichita, KS USA, 19. okt. 2008
http://www.wichitamarathon.org
Eins og segir í færslunni á undan, þá keyrðum við beint úr Kansas City Maraþoninu í Missouri til Wichita í Kansas (svolítið ruglandi þetta Kansas - en fyrra er borg en síðara er fylki). Þar náði ég á síðustu stundu í gögnin fyrir Wichita-maraþonið.
Klukkan var stillt á 4:10... en flautandi bíll vakti mig um miðnætti og mér tókst ekki að sofna aftur. Lúlli keyrði mig í fyrstu rútu (5:45) sem keyrði mig til Derby þangað sem hlaupið byrjaði. Fyrra start - fyrir fólk sem er lengur en 5 og hálfan tíma, var kl 7. Við hlupum fyrst í niðamyrkri og skítakulda.
Það var merkilegt hve vöðvarnir voru tilbúnir að hlaupa... samt ákvað ég að kraftganga inn á milli. Ég hafði hlaupið í Ecco-hlaupaskónum í gær en skipti yfir í vetrartýpu Nike í dag og ég hef hlaupið með ný innlegg í síðustu 4 maraþonum. Þegar sólin fór að skína hitnaði verulega og ég klikka ekki á sólarvörninni síðan ég brann illilega í Wyoming og New Mexico.
Ég kom í mark á 6:02:46 og þakka Guði fyrir það.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hleyp maraþon 2 daga í röð... en í þessari ferð er ég búin að hlaupa 6 maraþon á 4 vikum.
Næst á dagskrá er að slappa af
PS... Það duga ekki minna en 2 maraþon til heiðurs Lovísu (sem átti afmæli á föstudag) því hún er ,,eigi einsömul"
Íþróttir | 19.10.2008 | 21:14 (breytt 29.11.2008 kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Waddell & Reed Kansas City Marathon & 1/2 Marathon, Relay and 5K, Kansas City, MO USA, 18.okt. 2008
http://www.waddellandreedkcmarathon.org/
Klukkan hringdi kl 5, og við vorum komin út 6:10, borgar sig ekki að vera seint í því, þá fær maður hvergi bílastæði. Við enduðum á ágætis stað. Það var skítkalt og allir svo vel klæddir að ég hélt að ég hefði einu sinni enn klætt mig vitlaust, en svo hlýnaði. Leiðin var ágæt, mér finnst skemmtilegt að hlaupa í húsahverfum og krókóttar leiðir í stað endalausra þjóðvega...
Á mílu 7, fór ég úr skónum í fyrra skiptið, vinstri skó... til að athuga hvort ég væri tábrotin, ég rak tána nefnilega í í gærkvöldi, en í gegnum allt hlaupið plagaði mig verkur í tánni. Rétt á eftir fór ég að finna sviða og þreytu í táberginu á hægra fæti... og fór úr skónum til að athuga hvort ég væri með steina í honum.... þessi verkur var að gera mig vitlausa alla leiðina... ég fann fyrir uppgjöf á miðri leið vegna þessa. En það er gott að eiga Guð... sem er í stanslausu sambandi.
Ég get ekki annað en verið ánægð.. bara að klára hlaupið.... tíminn var 5:30:00
Lúlli, Bíðari nr 1 beið eins og venjulega við marklínuna, búinn að tékka okkur út af hótelinu og tilbúinn að keyra 200 mílur til Wichita í Kansas... þar sem við sóttum gögnin fyrir næsta maraþon.
Íþróttir | 18.10.2008 | 21:52 (breytt 29.11.2008 kl. 18:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Crown Center Exhibit Hall A
(connected to Hyatt Regency Crown Center, Pershing and McGee)
Fim.16.okt: 4:00-9:00 p.m.
Fös.17.okt:10:00 am-9:00pm
Hlaupið er á laugardag... ég var ekki búin að ákveða hvort ég færi í þetta hlaup og þar af leiðandi ekki búin að skrá mig. Þess vegna mætti ég fyrri daginn þ.e. í dag og skráði mig. Þetta var lítið expo en ágætt, ekkert að smakka, fáar kynningar á maraþonum utan fylkisins en gaman að skoða.
Þetta maraþon verður hlaupið til heiðurs Lovísu sem á afmæli á morgun 17.okt.
Íþróttir | 16.10.2008 | 23:48 (breytt 17.10.2008 kl. 14:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 16.10.2008 | 19:55 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
WhistleStop Marathon & Half Marathon, 10K, 5K, Ashland, WI USA, 11. okt. 2008
http://www.whistlestopmarathon.com
Klukkan var stillt á 6:15, þar sem það var stutt fyrir mig að fara í rútuna. Við vorum mætt um 7:30. Hlaupið byrjaði við Iron River... og hlaupið sem var ræst kl 9, var eftir malar-sveitavegi.
Umhverfið var ótrúlega fallegt í fyrstu - allt í haustlitunum- eins og mynd úr póstkorti.
En sveitavegurinn var beinn og 24 mílna langur... og maður hætti að sjá og meta fegurðina eftir nokkrar mílur.
Ég var alltaf að fá steina í skóna. Leiðin átti að vera "flat at first and then down hill" og ég segi ykkur að hún var öll á fótinn nema síðustu 50 metrarnir í markið voru "down hill."
Hver einasti hlaupari spurði ,,átti þetta ekki að vera down hill? Tíminn var 5:28:02, bæði flögutíminn og úrið mitt.
Lúlli hafði tékkað okkur út af mótelinu á meðan ég var í brautinni og við keyrðum af stað til Minneapolis, strax og ég var búin að fá hlaupajakkann, verðlaunapeninginn, peysuna mína og nærast smávegis. Þar fórum við beint á sömu áttuna og við vorum á um síðustu helgi.
Ég hef hlaupið 2svar áður í Wisconcin svo ekki fékk ég nýtt fylki hérna. Ég hljóp Fox Cities Marthon í Appleton heimabæ Houdini árið 2000 og Lakefront Marathon í Milwaukee árið 2001. Það var áður en það hvarflaði að mér að fara að hlaupa í öllum fylkjunum.
Íþróttir | 12.10.2008 | 03:46 (breytt 29.11.2008 kl. 18:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við fórum eftir hádegið að sækja gögnin fyrir Whistle Stop Marathonið. Expoið er í 5 mín. fjarlægð frá mótelinu okkar. Ég hafði óvart skráð mig í Fituflokk... yfirþyngd... Clydersdale... öðru nafni. Ég hafði nú ekki haft hugmynd um hvað þetta þýddi, en þegar konan ætlaði að afhenda mér gögnin, varð ég að stíga á vikt til að sanna kílóin - TAKK FYRIR... en svo hlógum við bara að þessu. Pastaveislan var innifalin og Cat Stevens lék live undir... eða við heyrðum engan mun.
Við Lúlli vorum að ræða uppákomuna með viktina - þegar við vorum ávörpuð af Íslendingi, Gunnari Valdimarssyni (http://www.umanitoba.ca/science/zoology/faculty/valdimarsson/research/main.html)
sem ætlar hálft maraþon, en hann býr í Kanada. Hann og samkennarnar hans gista í klst. fjarlægð, fengu ekki gistingu nær.
Á morgun á ég að mæta fyrir kl 8 á þennan sama stað til að fara í rútuna sem keyrir mig á startið en þetta maraþon er hlaupið heiðurs Árnýju því hún á afmæli á morgun 11.okt.
Það er rosalega flott hvernig veggir bygginga eru málaðir/skreyttir hér í Ashland... eins og má sjá á þessari mynd.
Íþróttir | 11.10.2008 | 00:01 (breytt 12.10.2008 kl. 22:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum í Cloquet... borið fram klóket. Ég er aðeins með harðsperrur í lærunum. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, en ég finn meira fyrir síðasta maraþoni en hinum, kanski var það rigningin... göturnar verða svo sleipar hérna þegar það rignir og allt öðruvísi hlaupalag á manni þegar maður þarf að vera stökkvandi á milli polla og framhjá blautum laufhrúgum og er svo boginn í baki af úrhellinu í ofanálag.
En þetta gengur allt yfir - nú er bara að undirbúa sig fyrir næsta
Íþróttir | 7.10.2008 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)