Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Medtronic Twin Cities Marathon & 10 Mile, 5K, Minneapolis/St.Paul, MN USA, 5.okt 2008
http://www.mtcmarathon.org/
Hótelið okkar er mitt á milli start og finish. ca 7 mílur að keyra á startið.
Ég lét klukkuna hringja kl 5. Svaf sæmilega á köflum... þ.e.a.s. ég fór snemma að sofa, en vaknaði við sennilega drykkjulæti í herberginu fyrir ofan okkur... ótrúlegt plamp og dynkir í 2-3 tíma... en svo gat ég sofnað aftur. Ég er svo sem vön að vera þreytt, þar sem ég hef aðeins einu sinni á allri minni ævi vaknað óþreytt.
Lúlli keyrði mig á startið, við vorum komin þangað um sjö. Lentum í vandræðum með gjaldmælirinn en bílastæðið var á besta hugsanlega staðnum, hinum megin við gatnamótin þar sem hlaupið byrjaði, ég þurfti bara að ganga ca 100 metra.
Hlaupið var ræst kl 8 og á annarri mílu byrjaði að rigna eins og spáin sagði. Þvílíkt úrhelli, ég hefði ekki verið blautari þó ég hefði hent mér í ána. Þeir gorta af því í bæklingnum um maraþonið að hlaupaleiðin sé sú fallegasta í Usa... ég segi nú bara - þeir hafa ekki farið í önnur hlaup og ég man nú ekki mikið frá hlaupinu hérna fyrir 8 árum, annað en að mér fannst hlaupið ,,ekkert sérstakt" og nú hefur það enn lækkað í áliti. Þjónustan á leiðinni var mjög léleg.
Eftir 9 mílur hafði ég einungis farið í gegnum 2 drykkjarstöðvar
en svo voru þær á ca 2ja mílna fresti. Áhorfendur eiga allan heiður skilið eftir daginn... að hafa komið að hvetja þrátt fyrir úrhellið í dag... Það stytti upp þegar hlaupið var u.þ.b. hálfnað.
Ég kláraði þetta hlaup á 5:30:19 á mína klukku og var þá orðið nákvæmlega sama á hvað tíma ég kæmi. Ég hafði fengið í bakið á leiðinni... sennilega verið of bogin í rigningunni.
Matartjöldin sem ganga undir heitinu Míla 27... var bara svipur hjá sjón miðað við fyrir 8 árum... það var allt skammtað ofan í mann og ég hefði gjarnan viljað meira.
Ljósmyndari: Bíðari nr 1 og birting mynda með góðfúslegu leyfi hans
Íþróttir | 6.10.2008 | 00:06 (breytt 29.11.2008 kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við sóttum gögnin í River Centre á Kellogg Blvd í Saint Paul. Expo-ið var ágætt, mikið til sölu, sýnis og að smakka. Veðrið var gott og við fengum okkur smá göngutúr á eftir. Við keyrðum þangað sem markið er... hlaupið endar hér rétt hjá á morgun en það byrjar í HHH Metredome í Minneapolis.
Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr. 1
Íþróttir | 4.10.2008 | 21:28 (breytt kl. 21:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn eitt maraþonið í uppsiglingu. Við hjónin erum eins og blóm í eggi í Albert Lea í Minnisota. Albert Lea er lítill bær, held ég (sé það ekki fyrir trjánum... haha) suður af Minneapolis. Við keyrum á morgun föstudag til St. Paul og sækjum gögnin fyrir Twin Cities Maraþonið á laugardag.
Ég hljóp Twin Cities árið 2000 eða fyrir heilum 8 árum.... Vá, hvað þetta er fljótt að líða... ég veit ekki hvort það er farin sama leið aftur, en þetta maraþon verður hlaupið til heiðurs Hörpu næst elstu dóttur okkar Lúlla sem verður 31.árs á sunnudaginn.
Íþróttir | 2.10.2008 | 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)