Allt í rugli...


Það er allt í hers höndum hér, bíllinn bilaði, lak olíu og þvottavélin vildi fyrst ekki dæla af sér vatninu og byrjaði síðan að leka....
Bíll og þvottavél eru mikilvægustu tækin á heimilinu... bæði byrja að leka ???

Bíllinn hefur verið á verkstæði í allan dag... þess vegna engin leið að fara neitt með þvottavélina svo það er allt á rúi og stúi hérna núna.... engin hurð á klósettinu, þurrkarinn frammi á gangi og þvottavélin á miðju baðgólfi....  og heimasætan nýkomin frá Portúgal með haug af þvotti...

Á síðustu stundu varð ég að hætta við að hitta Þóru Hrönn við Lækjarskóla.... sendi henni sms-skilaboð, hleyp á morgun í staðinn Smile  í dag verð ég að láta mér nægja að hlaupa upp til handa og fóta út af þessu ástandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl   Bryndís,  

                    og til hamingju með hlaupið  ,  ég fór á  fimmtudeginum  til

                         Keflavíkur   og skoðaði sýninguna hjá   Eddu mjög flott,

                                aumingja   þú með allt  í  biliríi,  en Lovísa hlýtur  að

                                         vera feginn  að vera  komin  heim  ,

                                                             sjáumst   Soffía ,

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sælar,

Ég misskildi sms frá Þóru Hrönn, hélt hún væri að fara út úr bænum eh á morgun..... en svo leiðréttist það og ég mæti við Lækjarskóla kl 17:30 á morgun... C U

Bryndís Svavarsdóttir, 8.9.2008 kl. 21:15

3 identicon

Hæ hæ, Misskilningurinn liggur í því að ég er að fara í afmæli kl. 18:00 svo ég hleyp einhvern tímann eftir hádegi um kl. 15:00 eða 16:00. Svo þarf ég vegna vinnu að hlaupa á fimmtudagsmorgun ef einhver er til í það?

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband