Ljósanótt & hálfmaraþon

Jæja, það byrjaði að rigna á leiðinni suðureftir, en síðan stytti upp. Það blés og var kalt og þá er mér alltaf hætt við að klæða mig of mikið.  Hlaupið var ræst kl 10:30´

Fyrst var kalt og vindur en svo lægði, og fór að rigna, svo það voru allar gerðir af veðri. Það sprettu allir úr spori og eins og venjulega... og í litlum hlaupum....  þegar það eru fáir, þá er tilhneigingin að fara of hratt af stað.
Ætlunin var að hafa þetta ,,æfingarhlaup" sem þýðir ,,hægt og langt"  GetLost

Ég ætti fyrir löngu að vera hætt að selja mér svona hugmyndir.... En svo hægði ég á mér svo ég dæi ekki í miðju hlaupi og fór vegalengdina á 2:24:00

Ætli það sé ekki mánudagur næst kl. 17:30   Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband