Blessaðar, hver á fætur annarri hefur sent mér greinargerð um hlaup síðustu viku. Glæsilegt. Þið eruð sannkallaðar kjarnakonur.
Við vorum þrjár á veikindaskrá þessa viku, Magga, Anna Rós og ég..... ég hef ekki hugmynd hvað hefur hlaupið í hásin vinstri fótar, ég hef verið draghölt í dag og geri ekki ráð fyrir að hlaupa þessa viku..... Kannski eru máttarvöldin að koma mér að námsbókunum með þessu ? Nei... ég lofa að læra samviskusamlega..... en fyrir hetjurnar sem safna kílómetrum, þá er hlaupaplanið svona:
Sunnudagur ..... 23. sept .... 28 km
Mánudagur .... frí
Þriðjudagur ..... 8 km
Miðvikudagur .... 12 km
Fimmtudagur ...... 8 km
Föstudagur ...... frí
Laugardagur .... 8 km Gangi ykkur allt í haginn
Athugasemdir
Halló allar kjarnakonur,
Ég væri til í að fá símanúmer hjá ykkur ef það væri stemning fyrir því að fara svolítið fyrr t.d. á miðvikudag þegar km eru 12. Bara hugmynd. En til ykkar sem eruð í veikindafríi sendi ég bara bestu kveðjur,
Kveðja,
Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 19:51
Það er auðvitað bara frábært að allar hafi símanúmerin.... Símaskráin mín er vonandi rétt....
Anna Rós 868-4146
Bryndís 695-4687
Ingileif 824-5508
Magga 699-2484
Rannveig 695-5757
Soffía 865-2649
Þóra Hrönn 862-0074
Þórdís 898-5770
bryndis svavars (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:08
HÆ ÉG HLJÓP Í DAG setbergið milli 6og 7 km er ekki alveg viss , ég er á kvöldvakt
þessa viku en kem á fimmtudaginn með ykkur,
kv, soffía
soffia (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:31
Hæ stelpur,
Ég og Ingileif hlupum Garðaholtið 8 km. Vorum nokkuð ánægðar með okkur að halda uppi merki Byltnanna. Á morgun miðvikudag ætlum við að hlaupa 12 km samkvæmt plani en við ætlum að fara að stað kl. 17:30 ef einhver vill fara með okkur. Annars látið ykkur batna.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:18
Frábært hjá ykkur stelpur, ég er búin að fá bólgueyðandi fyrir hásinina. Nú bíð ég bara eftir að hún lagist og nota tímann til að lesa. Gangi ykkur vel í hlaupunum og hlakka til að slást í hópinn í næstu viku.
Kveðja Bryndís
bryndis svavars (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:21
HÆ ég hljóp cirka 10 km í morgun út í Garðabæ kl, 8,30 ég var alla vega einn og hálfan tíma
en ég ætla að hlaupa með ykkur á morgun.
kv, Soffía
soffia (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.