Breyttar áherslur...

Sem betur fer erum við sveigjanlegar.... Byltur ! nú verður breytt til.  Kissing

StopÉg finn að.. nú þegar vegalengdir eru farnar að þyngjast... að hlaupagleðin er farin að fjúka út í buskann, kílómetrarnir eru orðnir að skyldu og tímaþröng spennir okkur og kemur fram í auknum hraða, sem er líka farinn að þreyta okkur. 

Þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana eða á heimsmeistaramót, ætla ég að leyfa mér að breyta prógramminu, gefa okkur meiri tíma, hægja aðeins á okkur og vonandi fá hlaupagleðina aftur.

Ég veit að konur voru með væntingar og vilja til að hlaupa á undir 5 tímum í Washington DC..... og við getum það alveg.... þó við breytum um.  Við græðum ekkert á því að fara út útkeyrðar eða hálf-laskaðar. 

Á morgun föstudag er frí.  Þær sem hafa ekki hlaupið eftir prógramminu og vilja hlaupa á laugardag, gera það, en frá sunnudegi kemur ný vika, sem verður aðeins léttari.  Wink  

Við ætlum að hafa gaman að þessu..... það er markmiðið, er það ekki !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband