Færsluflokkur: Íþróttir

Næsta maraþon

Ég hef ekki hlaupið síðan á föstudag... tíminn HLJÓP frá mér þessa síðustu daga heima... Ferðasagan er á hinni bloggsíðunni.
Ég keyri í dag til Oklahoma City í Oklahoma fylki þar sem ég hleyp næsta maraþon... á sunnudag. Það er svolítið annað veður hér, en rokið og rigningin sem ég fór úr heima... vona bara að það verði ekki of heitt.

Aldeilis frábært...


Haldið upp á hundraðasta Ég hljóp með Soffíu, fór að heiman kl 5:30 til að vera heima hjá henni kl 6. Við hlupum okkar vanalega hring um Norðurbæinn í dásamlegu veðri... 12,2 km. 
Soffía sagðist ekki vera viss hvort hún kæmist annað kvöld í teitið vegna ,,HUNDRAÐASTA " maraþonsins. Nokkuð sem ég var búin að heita að framkvæma áður en ég færi út aftur.

Ég hljóp, í himinsins sælu. hlaupið í dag var hlaupið svo ég gæti haft morgundaginn til að undirbúa veisluna. 
Haldið upp á hundraðastaÉg var að teygja þegar Bíðari nr.1 sagði mér að koma inn, það væru komnir veislugestir... ertu ekki að grínast, sagði ég. Nei, það voru komnir gestir sem höfðu ruglast á dögum og verða uppteknir á morgun.

Jæja... veislan var komin af stað og gert gott úr málum ,,orkudrykkirnir" drifnir fram... ég slapp við að þrífa og elda matinn sem átti að vera... og konur skemmtu sér frábærlega vel. Ég hringdi í þá sem var boðið annað kvöld og athugaði hvort þeir gætu komið strax... Vala brást ekki, en Berghildur á Akureyri, Soffía á auðvitað að vinna á morgun, Edda í Amsterdam og Emil á Oddfellowfundi...  


Á hlaupum með Völu


Ég hljóp við hjá Völu í gær og með henni í dag...
Frábært að hafa vinkonu til að hlaupa með. Ég hljóp heim til hennar kl 5 og svo hlupum við Hrafnistuhringinn í þessu yndislega veðri. Vala er miklu hraðari en ég og hún hreinlega dró mig allan hringinn.
Þetta var þvílík snilld... það er ekki bara náttúran sem er að vakna til lífsins - heldur allt fólkið, sem er að ganga, skokka og krakkarnir sem eru úti að leika sér... Það er ekki spurning - þetta er lífið.

Hringurinn, með viðbót til Völu varð 12,7 km.


Vorið er komið :)


Veðrið var dásamlegt... ég er viss um að vorið er komið Joyful Ég ákvað að nota sólina, athugaði ekki með neinn hlaupafélaga, heldur hljóp af stað... Ég er farin að hlaupa of hratt þegar ég er ein.

Í dag var ég að prufukeyra Nimbus skóna... ég setti innleggin mín í, en varð síðan að taka þau úr á miðri leið, það var frekar fyrirferðarmikið að vera með bæði aukainnlegg og þau sem fylgja með... í skónum. Ég þarf að græja þetta eitthvað betur - því skórnir eru frábærir.

Veðrið var æðislega gott í dag, ég fór Hrafnistuhringinn minn með smá útúrdúr til Völu þannig að hringurinn reiknaðist 12,6 km.


Hreinasta snilld

Ég neyddist til að vakna kl 8... Soffía var búin að biðja mig um að hitta sig við Lækjarskóla kl 9:30... ég er 18-20 mín að hlaupa þessa 3 km þangað.

Veðrið var yndislegt... enda allsstaðar fólk úti á gangi með börn og hunda. Við Soffía mættumst og hlupum Norðurbæinn með smá viðbót... síðan hljóp ég heim og tók smá aukakrók í hverfinu... ég fékk samt ekki nema 13,5 km út úr þessu.


Með sól í hjarta...

Ég fór frekar seint út í dag... kl 4... og var þá búin að langa lengi til að fara út í þetta yndislega veður. Ég var ein... og hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 km... frekar þung á mér, enda pakksödd Woundering en þetta var ekkert nema snilld - vindurinn á móti þar til ég var komin framhjá Hrafnistu en sólin skein. Það voru greinilega fáir í bænum.

Við Soffía ætlum að hittast við Lækjarskóla kl 10 á annan í páskum Joyful


Frábært hlaup

Ég hleyp vanalega ekki á miðvikudögum, en Bíðari nr. 1 átti tíma hjá hjartalækninum í hádeginu... og við vorum síðan að hjálpa Heimasætunni að flytja að heiman í gær, á Keilissvæðið og dagurinn endaði síðan með grillveislu hjá Frumburðinum í Keflavík.

Þess vegna hljóp ég í dag, mætti hjá Soffíu kl 12. Hún var þá búin að vera að lyfta og atast fra 9 í morgun og hljóp 5 km með mér. Veðrið var dásamlegt, svolítið kalt, sérstaklega á leiðinni til baka og smá vindur. Ég hljóp allt í allt 12,2 km.


Komin á götuna ;)

Forgangsmálin röðuðust þannig að ég hljóp ekki um helgina, en ég reyni nú að láta bara líða viku eftir síðasta maraþon og þangað til ég kemst á götuna aftur.

Soffía var búin að hringja, hún er á seinnivakt þessa viku svo það varð að hlaupa snemma. Ég fór út um 11 leytið, hljóp niður að Lækjarskóla og byrjaði á Áslandsbrekkunum, þegar ég var komin upp á hæðina sá ég að ég yrði nú að stytta hringinn, tíminn leyfði ekki nema að fara yfir á göngubrúnni og taka Öldugötuna og Hverfisgötuna til Soffíu. Það var rok og kuldi.

Við hlupum síðan okkar 5.km hring kringum Norðurbæinn og síðan hljóp ég heim... og hitti Þóru Hrönn á leiðinni. Alls urðu þetta 15,8 km.


Að breyta hlaupastílnum

Alltaf gott að vera komin heim en ég fer aftur út 22.apríl. Þá ætlum við til Oklahoma og Colorado. Dagskráin er ekki ráðin lengra í bili.
Ég þjáðist af krömpum síðustu mílurnar í síðustu 2 maraþonum... og held ég sé búin að uppgötva ástæðuna... en vegna halla á veginum, roks eða einhvers, var ég búin að búa til svöðusár á ökklakúlurnar innanfótar... og var stóran hluta fyrra hlaupsins og allt seinna hlaupið að reyna að hlaupa aðeins gleiðari.
Á svona langri vegalengd kemur það niður á manni að breyta hlaupastílnum.


Komin heim :)

Ég gisti síðustu nóttina í N-Attleboro... mjög þægilegt hótel með öll stóru verslunarnöfnin í innan við mílu fjarlægð. Þaðan var ég um klst. til Boston.
Ég er búin að vera EIN á ferðalagi í 13 daga, búin að keyra 2.008 mílur og hlaupa 2 maraþon. Flugið heim var kl 9:30 um kvöldið og lent 6:30 í morgun... ég horfði á 2 bíómyndir á meðan.

Bíðari NR 1 sótti mig út á völl... að sjálfsögðu Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband