Færsluflokkur: Íþróttir

Með Völu

Við Vala vorum búnar að mæla okkur mót, þriðjudagshlaupið hjá okkur hafði farið í vaskinn. Það var kaldara og hvassara á Völlunum heldur en í bænum og það munaði miklu að Vala var búin hálftíma fyrr en vanalega. Við höfðum nóg að spjalla, tókum varla eftir leiðinni, enda höfðum við ekki hist í 3 vikur.

Hrafnistuhringur 12,5 km Smile


"Meðvitað" hlaup

Ekki var veðrið til að ýta manni út um dyrnar... en út var farið. Það var rok og rigning.
Ég skrölti Hrafnistuhringinn hálf þreytt, hljóp rólega og mjög meðvitað??? Hvað er nú það.
Jú, ég reyndi markvisst að slaka stóru tánum niður, ég er gjörn að spenna þær upp og svo reyndi ég að hlaupa afslappað, þ.e. láta axlirnar síga... Hvorki meira né minna... ég þurfti stöðugt að minna mig á þetta.

Hringurinn tók lengri tíma og ég var þreyttari en vanalega, en hvað um það.


City Of Oaks Marathon 1.11.2009

Eg hljop marathonid i morgun, var kominn snemma a stadinn og fekk gott bilastaedi. tar sem eg er netlaus a hotelinu er eg stodd i Best Buy til ad nota netid tar, bara til ad lata vita ad allt er i lagi. Marathonid gekk agaetlega, tad var hifandi rok a koflum og ausandi rigning... og BREKKUR, audvitad... hvernig hefdi eg getad misst af teim.

Sony Ericsson City of Oaks Marathon & Half Marathon & Rex Healthcare Half Marathon Raleigh, NC USA. 1.nóv. 2009
http://www.cityofoaksmarathon.com

Raleigh, NC 1.nóv. 2009Þeir færðu klukkuna aftur um einn tíma í nótt svo ég svaf einum tíma lengur. Vaknaði kl 3:45 því ég þarf um 2 tíma áður en ég fer af stað. Ég svaf ágætlega en allt þetta netstress og hinn stutti tími þreytti mig... þessi ferð er bara IN´N´Out...
Mission accomplished
Ég var mætt um kl 6, hlaupið var ræst kl 7. Það var kalt, um 8°C, rigning og vindur. Ég var heppin að hafa ákveðið að hlaupa í langerma, ég hefði orðið úti á leiðinni annars... var fljót að kólna þegar ég gekk upp brekkurnar.

Hlaupaleiðin og hæðarkortið...
http://www.cityofoaksmarathon.com/course_info/index.html
Ég heyrði að fólk var að tala um að seinni hlutinn væri VERY HILLY...  hvað var þá fyrri hlutinn???

En allt hafðist þetta að lokum, ég var mikið fegin að komast í mark. Maraþonið mældist 42,34 km og tíminn á mína klukku var 5:30:05.

Maraþonið er nr 118 hjá mér Kissing
Norður-Carolina er 44. fylkið mitt... bara 6 eftir W00t... 
Whistling... þetta er alveg að klárast  Wizard


Numerid sott i Raleigh NC

Nu nadi kaeruleysid hamarki. eg gleymdi ad prenta ut allar upplysingar um hlaupid. Netid a hotelinu er svo randyrt ad eg timi ekki ad kaupa tad... tess vegna for eg a netid i Best Buy og nadi i heimilisfang fyrir gognin.
Eg er nu i haskolanum tar sem gognin eru afhent, en tar eru tolvur med neti. HEPPIN...
HALLO ALLIR, tad er allt i lagi med mig, bara netlaus.

tetta er litid expo... svo nu aetla eg ad kikja a startid, fara i budir og versla. Ferdin er svo stutt ad tad verdur ad nota timann vel.


Haustmaraþon FM 24.okt. 2009

Ég fór alltof seint að sofa, um miðnætti... og svo var þetta ein af þeim nóttum sem ég svaf vakandi með lokuð augu !!!
FM-martröðin 24.10.2009Pétur Helga hafði hringt í gærkvöldi og boðið mér að fara fyrr af stað og ég þáði það, vaknaði kl 5 og mætti rúmlega 7. Það var enginn kominn og svartamyrkur.
Ég átti erfitt með að sjá misfellur á gangstígnum og var nærri dottin, var óviss á leiðinni, fór villur í Nauthólsvíkinni, þar var allt breytt og snéri síðan of snemma við því í bakaleiðinni var kominn vörður sem leiðrétti villuna og stytti leiðina til baka. 

En allt þetta lagaðist þegar birti, fleiri hlauparar komu í brautina, vegvísar og drykkjarstöðvar. Leiðin var farin 2svar fram og til baka. Þegar ég átti 1 km eftir sá ég að það vantaði á vegalengdina, svo ég snéri við og hljóp smá kafla aftur, en það dugði ekki og ég bætti aftur við 200 metrum í Elliðaárdalnum, beygði til hægri þegar ég kom út úr undirgöngunum... þá passaði þetta.

Þetta maraþon er nr 117 og ég var 5:14:00 að skokka þetta W00t... 
Ég verð að hafa tíma til að æfa ef ég ætla bæta tímann Wink


Gögnin sótt í Reykjavík

Ég var í skólanum fram yfir hádegi. Eftir hádegið sótti ég númerið mitt, því auðvitað ætla ég að hlaupa í Haustmaraþoninu á morgun. Númerið var afhent í Afreksvörum í Glæsibæ... og það var enginn annar en Gísli Ironman Ásgeirsson sem afhenti það. Ég er nr 121.

Mér fannst í allan dag ég vera að fá einhvern skít í hálsinn og þyngsli frá hálsi og niður á brjóst, vona að ég sé ekki að veikjast... Nú er bara að leggjast á bæn, biðja um góða heilsu og gott veður.


Þrír fyrir einn

Vá, ég gleymdi að kjafta frá í gær... svo nú koma þrjár hlaupafærslur.

Soffía kom til mín um hádegið í gær og við hlupum saman hring um Ástjörnina og Vallarhverfið, sá hringur var 6,3 km...

Það nægði mér ekki og ég hitti Haukahópinn kl 5:30 og hljóp 7,4 km með þeim.

Í dag kl 5 hljóp ég Hrafnistuhringinn sem er 12,5 km með Völu.... Ekkert nema snilld 


Áslandsbrekkur

Við Soffía hittumst kl 11 við gamla Lækjarskóla, það var slagveðurs rigning. Við skröltum samt hringinn og bara ánægðar með að vera vatns- og vindheldar... Ég hljóp eins og áður að heiman og náði þannig 13,1 km.

Í nýjum Nike skóm

Ég keypti tvenna skó í síðustu ferð... fyrir nokkrum árum tók ég ástfóstri við utanvegaskónum frá Nike... hleyp í þeim allt árið, þó þeir séu sagðir vera fyrir trail og grófbotnaðir fyrir slæma færð.

Í dag skellti ég mér út eh og þetta var sannkallað prufuhlaup... ég var full af kvefi um síðustu helgi en er orðin nokkuð góð, þá var ég næstum búin að missa eina tánögl með rótinni í síðasta maraþoni en það er nær gróið og svo var ég að prófa nýju skóna, sem eru bara snilld.
Ég var ein, fór rólega og stutt ... 6,5 km.  Svo ég er klár í næsta Wink


Bara heima :(

Á morgun verður vika síðan ég kom heim... og ég sem ætlaði að byrja að hlaupa um helgina, en stoppaðist af kvefi á föstudaginn...

Svo ég verð bara heima næstu daga...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband