Færsluflokkur: Íþróttir
Peak Performance Maine Marathon & Maine Half Marathon, Portland, ME USA. 4.okt 2009 http://www.mainemarathon.com
Klukkan var stillt á 4:40... og ég hafði farið snemma að sofa um 9, en kl 10:30 hrökk ég upp, brunakerfið á mótelinu fór af stað... og ég svaf ekki vel eftir það - dottaði bara öðru hverju.
Hvað um það... Maine skyldi falla í dag.
Við vorum heppin með bílastæði
og Lúlli gat tekið myndir á startinu.
Síðan fór hann aftur á mótelið en ég fór í þrælaríið...
Hlaupið var ræst kl 7:45. Hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup - ÓTRÚLEGT EN SATT.
Þetta er hæðarkortið... http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1173091004
Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt allt hlaupið... en ég skyldi klára það. Ég endaði með að ganga mikið í seinni helmingnum... var að drepast úr vöðvabólgu (skóla-tölvu-bólgu) í öxlunum og niður í bak.
Svo var ég með blöðru á hælnum síðan í gær og eitthvað bættist við í dag. Ég hef sjaldan verið eins fegin að komast í mark og þar beið Bíðari nr 1 með myndavélina. Þá var bara sturta, matur og hvíld á dagskrá... og Walmart, Best Buy og eitthvað fleira.
Tíminn á mína klukku var 5:59:58 og maraþonið mældist 42.2 km
Þetta maraþon er nr. 116 og Maine 43. fylkið... 7 eftir.
Íþróttir | 4.10.2009 | 21:17 (breytt 9.10.2009 kl. 17:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
New Hampshire Marathon & 10K, 5K Race Walk, Health Walk, Bristol, NH USA 3.okt 2009
http://www.nhmarathon.com
Við keyrðum frá Tilton til Bristol í gær, en komum of snemma fyrir expo-ið. Þeir leyfa líka afhendingu gagna fyrir hlaup svo við keyrðum bara til baka. Það á að starta kl 9
Klukkan var stillt á 5:30, við þurftum að tékka okkur út um morguninn og vorum lögð af stað kl. 7:30
Við vorum búin að tékka á öllum staðsetningum, svo það var ekkert mál að finna staðinn. Það var ausandi rigning og þurrkurnar á mesta og höfðu varla undan. Við vorum með plast-regnkápur.
Hlaupið var ræst á réttum tíma og rigningin lét ekkert undan. Ekki get ég sagt að leiðin hafi verið skemmtileg, við hlupum meðfram umferðinni... haustlitirnir voru rosalega flottir... fyrstu kílómetrana - svo hætti maður að taka eftir þeim. Leiðin var ekkert nema brekkur og það sem þeir kalla rolling hills... og svo var þessi ausandi rigning.
Þetta er hæðarkortið http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1171091003
Mér tókst að klára þetta maraþon rétt undir 5 og hálfum tíma og þá keyrðum við beint til Portland Maine og sóttum gögnin fyrir næsta maraþon.
Tíminn á mína klukku var 5:29:37 og mældist 42,69 km.
Maraþonið er nr. 115 og fylkið nr 42..... 8 eftir
Ég verð að setja inn myndir þegar ég kem heim, því nýja vírusvörnin hafnar myndavélinni.
Íþróttir | 4.10.2009 | 00:33 (breytt 9.10.2009 kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veðrið var hundleiðinlegt, rok og rigning. Við Soffía hlupum Norðurbæjarhringinn saman. Af því að ég er að fara í hlaup um næstu helgi, þá keyrði ég til hennar í stað þess að hlaupa að heiman.
Hringurinn mældist 5,2 km eins og venjulega.
Íþróttir | 29.9.2009 | 17:28 (breytt kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veðrið var bara hjartastyrkjandi... rok en maður slapp að mestu við rigningu. Ég valdi að hlaupa 10 km. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í þessu hlaupi og er það bara ágætt.
Íþróttir | 27.9.2009 | 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Hrafnistuhringurinn var þraukaður þó ég finni enn aðeins fyrir steininum í maganum... 12,5 km
Íþróttir | 25.9.2009 | 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég gat ekki hlaupið með Völu á þriðjudag... var hreinlega með stein í maganum. Nú er ég orðin nokkuð góð og hitti Soffíu kl 11 til að fara Áslandsbrekkurnar. Veðrið var ömurlegt í morgun en það var ágætt á meðan við hlupum. Ég er að spá í að fara Hrafnistuhringinn eftir skólann á morgun.
Hringurinn mældist 13,2 km
Íþróttir | 24.9.2009 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það heldur manni við efnið að hlaupa ákveðinn hring, ákveðinn dag með ákveðnum hlaupafélaga. Ég hljóp með Soffíu hring um Norðurbæinn fyrir hádegið, hún var á seinni vakt í dag og ég á að mæta kl 3 í skólann á mánudögum.
Veðrið var gott á meðan við hlupum, en svo breyttist það, var ekki eins vinsamlegt þegar ég hljóp ein heim... þá kom rok og rigning.
Þetta voru 12,3 km í dag.
Á morgun hitti ég Völu kl 5... Hrafnistan... klikkar aldrei
Íþróttir | 21.9.2009 | 19:41 (breytt kl. 19:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það féll niður tími í HÍ svo ég gat hitt Soffíu kl 11 við Lækjarskóla. Veðrið var ágætt. Við fórum brekkuhringinn okkar... samtals 12,9 km hjá mér.
Það er frábært að vera búin með ,,skammtinn" fyrir helgina... og geta nú legið í bókunum á náttfötunum
Íþróttir | 18.9.2009 | 16:15 (breytt kl. 16:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég dreif mig út í hádeginu, var búin að berjast við ritgerð í Jesaja í morgun... það var tilvalið að hlaupa aðeins þó það væri leiðinda-rigningar-suddi og mótvindur.
Hrafnistuhringurinn 12,5 km steinlá... og ég bara ánægð með mig
Íþróttir | 17.9.2009 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 15.9.2009 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)