Færsluflokkur: Íþróttir

Í hálkuveseni

Ég gerði hlé á próflestrinum og fór út að hlaupa um kl 4. Ég hélt það væri hálkulaust en ég var víst með óráði... eða þannig, það var glerhálka stóran hluta af leiðinni og ég oft næstum dottin. Það var bara autt og hálkulaust með sjónum.
Þegar ég fór út var úði í loftinu og hefur það sennilega æst upp hálkuna, veðrið var gott, nær logn og sæmilega hlýtt.

Úrið mitt varð geðveikt í dag, mældi Hrafnistuhringinn sem 26,65 km... en hann er nú bara 12,5 km


Ein á ferð

Svei mér þá, ég hefði alveg eins verið á skautum, allar gangstéttir voru svellbunkar... Ég hljóp rólega, var ein á ferð. Frostið beit ekki svo - það var nærri logn.

Hrafnistuhringurinn 12,5 km, var farinn, ég hljóp rólega, fimmtudagarnir hafa verið rólegir brekkuhringir - púls-hlaup... snjórinn og hálkan hélt niðri hraðanum Wink 


Hrollköld Hafnista með Völu

Við reynum að hlaupa saman á hverjum þriðjudegi... OMG... hvað það var kalt 7°c frost og það beit... við fundum ekki svo fyrir því á leiðinni og vorum svo fegnar að hafa ekki talað saman í dag og hætt við :) Þóra Hrönn ætlaði að hlaupa með okkur en komst ekki.
Þegar ég kom heim, sveið mér í spikið... mér leið eins og ég hefði verið barin, sviði og verkir með þessu. Komst ekki í bað fyrr en klukkutíma seinna og titraði og skalf yfir kvöldmatnum. Það er mikið á sig lagt... en þetta var toppurinn meðan á því stóð.

Hrafnistan er 12,5 km... bara snilld... með jólaljósum um allan bæ.


Áslandsbrekkur með Þóru Hrönn

Hitinn var um frostmark, veðrið var æðislega gott, stillt og bjart.

Soffía hefur venjulega hlaupið með mér á fimmtudagsmorgnum en hún flaug til Svíþjóðar í morgun. Við Þóra Hrönn hittumst kl 10 og hlupum Áslandsbrekkuhringinn.

Hringurinn mældist 13 km fyrir mig.


Hrafnista með Völu

Þetta gerist ekki betra, ég hitti Völu við Sjúkraþjálfarann kl 5 og við hlupum Hrafnistuhringinn, það var aðeins hálka á blettum, aðeins kalt en dimmt og við sjóinn þar sem myrkrið var mest vorum við eins og blindir kettlingar... sáum ekki neitt Wink... en það er samt miklu betra en snjór og slabb Grin

Hringurinn var 12,5 km eins og vanalega...


Hrafnistuhringur

Veðrið var dásamlegt... og ekki hægt annað en að taka hring um bæinn. Ég fór út fljótlega eftir að ég kom heim úr skólanum. Hljóp Hrafnistuhringinn ein.

12,5 km í dag Joyful


Áslandsbrekkur með Soffíu

Eins og venjulega hittumst við við Lækjarskóla. Rokið var svo mikið þegar ég hljóp þangað að ég tommaði varla... en þegar leið á hringinn hjá okkur lægði og í lokin var komið ágætt veður.

Hringurinn mældist 13,4 km


Norðurbærinn með Soffíu

Ég gleymdi mér við að hjálpa nöfnu minni... ég átti að hitta Soffíu kl 11 heima hjá henni. Var aðeins of sein. Við fórum saman Norðurbæjarhringinn sem er ca 5 km. Veðrið var kalt, aðeins frostfilma sumsstaðar á götunum en annars var þetta bara fínt, því það var nánast logn.

Eins og venjulega voru 7 km aukalega fyrir mig að hlaupa fram og til baka svo ég fékk 12 km út úr hringnum.


6 fylki eftir ;)

Nú er ég að REYNA að skipuleggja fylkin sem ég á eftir,
en það eru IN, OH, MA, RI, CT, DE.... Wink
En með því að fara inn í myndaalbúmið mitt af fylkjunum sem ég hef hlaupið, þá er hægt að klikka á hvert fylki fyrir sig og sjá hvaða maraþon ég hef hlaupið þar. 


Race Map Menu

Alabama   Alaska   Arizona   Arkansas   California   Colorado   Connecticut   Delaware   District of Columbia   Florida   Georgia   Hawaii   Idaho   Illinois   Indiana   Iowa   Kansas   Kentucky   Louisiana   Maine   Maryland   Massachusetts   Michigan   Minnesota   Mississippi   Missouri   Montana   Nebraska   Nevada   New Hampshire   New Jersey   New Mexico   New York   North Carolina   North Dakota   Ohio   Oklahoma   Oregon   Pennsylvania   Rhode Island   South Carolina   South Dakota   Tennessee   Texas   Utah   Vermont   Virginia   Washington   West Virginia   Wisconsin   Wyoming  

Með Soffíu

Ég var í skólanum til 13:10 og svo er að koma sér heim. Við Soffía vorum búnar að mæla okkur mót kl 2 við Lækjarskóla. Skólatöskunni var hent inn, ég henti mér í fötin og út...

Veðrið var gott 9°C aðeins vindur, en annars fínt. Við hlupum Áslandsbrekkuhringinn sem mældist 13,2 km hjá mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband