Færsluflokkur: Íþróttir

Pungsveitt með Þóru Hrönn

Ég var mætt hjá Þóru Hrönn kl 10 í morgun... Það er ótrúlega heitt úti. við vorum alltof vel klæddar, svitnuðum hægri vinstri og þjáðumst af þorsta...

Við ætluðum upphaflega að hlaupa eitthvað lítið, létt og fara hægt, held það hafi ekki tekist mjög vel WinkFórum Norðurbæinn sem reiknaðist 11,8 km fyrir mig. 


Prédikun á hlaupum

Ég get sagt með sanni að ,,Vala fékk að heyra það í dag"... ekki skammaryrði eða neitt svoleiðis. Við hlupum Hrafnistuhringinn okkar kæra og ég var að segja henni undan og ofan af því sem mig langar til að skrifa mastersritgerðina mína um... Vala fékk messuna yfir sig í hlaupinu.

Veðrið var dásamlegt, ótrúlegt að það sé hiti, logn og dásamlegt hlaupaveður rétt fyrir jól. Ljósin í bænum eru yndisleg, á mánudögum sér maður hverjir hafa bætt skreytingum við um helgina.

Hrafnistan 12,5 km... bara dásamlegt Kissing


Kaldár-hlaupið

Ég var ekki viss hvort ég færi í hlaupið, hélt ég væri að verða veik í gær, stoppaðist upp af kvefi, slæm í maganum og með einhverja vanlíðan. Svaf nær ekkert í nótt... Tók verkjalyf kl 7 í morgun og druslaðist niður að Hafnarfjarðarkirkju fyrir réttan tíma. 

Leiðin var hin versta fyrir mig, ég stressast svo á hrukku-vegum, hrædd um að reka tærnar í því ég lyfti fótunum svo lágt. Var auðvitað síðust í hlaupinu... og alls ekki óánægð með tímann - miðað við allar aðstæður.

Kaldárhlaupið var 10 km, tíminn 1:04:45 Wink ég lifi það af Undecided 


Enn og aftur

Ein á ferð í rigningu og nokkrum vindi... var þungt hugsi, reyndi að hugsa viturlega um námsefnið en hélt huganum ekki við það... maður er svo ófullkominn Wink

Fór Hrafnistuhringinn minn, bara glöð yfir bleytunni og hálkuleysinu...
12,5 km í dag Smile


Hummm...

Sennilega var orðið frostlaust þegar ég fór út, gífurleg hálka inn á milli... broddar - það er málið. ÉG var ein - stakk mér út þegar ég var farin að fá þá tilfinningu í próflestrinum að ég kynni ekkert, vissi ekkert og myndi ekkert... það fór svo að ég mundi ÝMISLEGT á leiðinni... hljóp í þungum þönkum alla leiðina... 

Hrafnistuhringur minn OFUR-kæri þessa dagana 12,5 km.  


Vatnsbrúsinn fraus

Hvílíkur kuldi, held það hafi verið 8 stiga frost...

Hitti Völu við Sjúkraþjálfann, við vorum báðar í kafarabúningunum og með amerísku broddana... Þegar við vorum á leiðinni til baka, blés aðeins á móti... ég hljóp með vatnsbrúsa eins og venjulega en drakk ekkert á leiðinni... hann var frostinn þegar ég kom heim. 

Hrafnista 12,5 km  


Frosin læri - hlupu af vana

Ég sá bara út um gluggann að veðrið var stillt... klæddi mig í hlaupagallann og tók broddana til vonar og vara... Ég var ekki komin bílaplanið á enda þegar lærin voru frosin...

Hvílíkur kuldi og ég í sumar-buxunum eins og í fyrradag... sem betur fer blés ekki, þá hefði ég orðið að taka strætó heim. Hrafnistuhringurinn er styttsti og eini hringurinn þessa próf-dagana, ég fór ekki meter lengra... lærin þiðnuðu einhvern tíma eftir hádegið Blush

12,5 km í dag


6°hiti í dag

Við Vala hittumst og hlupum Hrafnistuhringinn... hvílíkur munur þegar það er engin hálka... Síðasta mánudag voru snjólausar göturnar eitt svell... Crying

Núna flutum við yfir allt á fljúgandi ferð... eða þannig Wink
Hrafnistuhringur 12,5 km í tómri gleði Kissing


Skautaði Hrafnistuna

Það rigndi og hiti yfir frostmarki... en það var bara til að blekkja mann. Þegar ég kom út var glerhálka hreint skautasvell allan hringinn. 

Ég var á broddum, hefði þurft skauta... í svona færi bætist við ,,mannganginn" hjá manni, maður fer hægar, er stífari og viðbúinn að grípa í eitthvað eða detta ,,vel" og lurkum lamin var ég geðveikt fegin þegar hringurinn er búinn Wink

Hrafnistan 12,5 km í dag 


Á eftir Völu upp brekkur

Þetta er sko rétta lýsingin, Ég gat ekki hlaupið í morgun... og er í raun heppin að Vala gat hlaupið með mér. Dagskráin var þétt frá kl 6 í morgun...
En við Vala hittumst kl 5 og ég kynnti hana fyrir Áslandsbrekkuhringnum... sem var piece of kake fyrir Völu... og ég reyndi að elta Blush... á leiðinni lýsti hún brekkuhringnum sínum, sem ég er búin að gefa nafnið - Vígtennur Völu - svoleiðis myndi leiðin líta út á korti.

Það var kalt, blés í Áslandinu og svo var hálka... en broddarnir svínvirkuðu.

Hringurinn var 13,1 km hjá mér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband