Færsluflokkur: Íþróttir

Frábær hringur með Völu

Veðrið var búið að vera frábært allan daginn, en kólnaði um það leyti sem ég var að hlaupa til Völu. Við sluppum samt fyrir horn, hlupum broddalausar þó það væru hálkublettir... heppnin var með okkur, því það hvessti í bakið á okkur.

Hrafnistan 12,5 km  


Fyrsta hlaupið á nýju ári

Að sjálfsögðu var það Hrafnistuhringurinn sem hóf þetta hlaupaár. Veðrið var dásamlegt, þurrt, nærri logn, hálkulaust því það er nokkurra stig hiti... ekki hægt að fara fram á betra veður á þessum árstíma. Fáir voru á ferli - helst fólk sem var að hreyfa sig eftir hátíðirnar... alltaf einhverjir sem eru svo hrikalega duglegir Smile

Hrafnistan 12,5 km á þessu ári eins og á því gamla Wink 


Hlaupa-annáll 2010

verðlaunapen 2010Árið 2010 var ágætis hlaup-ár hjá mér þó ég færi ekki mörg maraþon, hljóp aðeins 8 á þessu ári.
Kannski er ekki hægt að miða við síðustu tvö ár... 20 stk 2009 og 17 stk 2008 en ég gat farið oftar og lengri ferðir út þegar ég tók mér ársfrí frá skólanum Kissing
Hér er mynd af verðlaunapeningum ársins.

3 maraþon voru hlaupin hér heima og eru nokkuð mörg ár síðan ég hef verið á landinu til að hlaupa bæði vor-og haust-maraþon Félags maraþonhlaupara en auk þeirra hljóp ég heilt maraþon 14.árið í röð í Reykjavík.

Þau 5 maraþon sem eftir er að telja voru hlaupin í USA - hvað annað. Um síðustu áramót var ég komin með 44 fylki en nú eru 49 fallin... og aðeins EITT eftir.
Ég sé núna að þetta hefur verið frekar slappt ár, aðeins farnar 3 ferðir til USA... hlaupið í MA, RI, CT, IN og OH... en síðustu 3 maraþonin voru hlaupin á einni viku.
Bíðarinn kom tvisvar með, ekki til Rhode Island - þá fór ég ein.

Nú er bara DE (Delaware) eftir Cool
Tvær ferðir til USA eru þegar pantaðar... 26. mars hleyp ég í Washington DC og dæturnar versla Wink
15. maí verður hinum stóra áfanga náð þegar síðasta fylkið -DELAWARE- fellur og þá ætlar yngsta systir og fjölskylda að koma með Wizard 

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2010 reiknast 2318,5 km... en að auki gekk ég heilmikið þegar tók ég ratleik Hafnarfjarðar með Svavari, Tinnu Sól og Berghildi og nokkrar fjallgöngur og gönguferðir voru einnig farnar Whistling

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Brekkur með Soffíu

Ég var ekki búin að klæða mig þegar Soffía hringdi. Já ég var til í brekkur - enda veðrið dásamlegt og hálkulaust.

Við hittumst kl 11 við Lækjarskóla, fórum Áslandsbrekkurnar saman og enduðum heima hjá henni. Frá henni er 3,5 km heim til mín.

Frábær hringur og frábært veður 13,3 km


Í hálku-panik

Dagurinn var fullbókaður hjá mér, svo ég hljóp kl 10... það var GLER yfir öllu... skautasvell þó það væri 2ja stiga hiti.
Hrafnistuhringurinn var farinn - hvað annað! en tvisvar á leiðinni varð ég að stoppa til að slaka öxlunum niður og losna við spennuna/óttann við að fara á hausinn. Broddarnir virkuðu en hafa sennilega misst broddinn af því að hlaupa á auðu inn á milli, því rann ég öðru hverju til og var heppin að hafa ekki farið á hausinn.

Hrafnistan 12,5 km


Var ekki að nenna þessu

Vaknaði MJÖG seint... ákvað að fara einn Hrafnistuhring. Það var nokkuð hlýtt en hálkublettir... Það var allt einhvern veginn önugt, ég hafði gleymt að hlaða garminn (hljóp með gamla púls-úrið) og fann ekki vatnsbrúsann...

Um leið og ég kom út var nennið búið... og ég var hálfa leiðina að hugsa um styttingar... Fyrst sá ég allt eins og í hyllingum, svo var eins og ég væri alls ekki viðstödd, þreyta og oföndun ??? ég var farin að halda að ég væri veik... en svo segir maður sjálfum sér að það taki ekki að vera með vesen - bara hunskast hringinn og þá kemst maður í gang.

Hrafnistan 12,5 km  


Jólahlaup

Við Vala höfum hlaupið saman á Jóladagsmorgun í mörg ár. Alltaf jafn gaman. Það var virkilega jólalegt, snjókoma og smá vindur. Við fórum Hrafnistuhringinn, það voru fáir á ferli. 

Hrafnistan með viðkomu hjá Völu 13,1 km  


Í brunagaddi

Var ein í morgun og mætti bara einum hlaupara... Það var hrikalega kalt en gott að hafa drifið sig. Öðru hverju var skafrenningur - það er bara stórbilað fólk sem fer út í dag... Ég fór Hrafnistuhringinn af gömlum vana og leiðist það ekki.

Þessi vika hefur verið í hlaupa-rugli - ég í frjálsu falli eftir prófin, á fullt í fangi með að fylgjast með hvaða dagur er... og reyni að dinglast eitthvað og komast í jólastuð InLove

Hrafnistan 12,5 km í skafrenningi,


Af gömlum vana

Ég mætti bíðaranum í dyrunum... hann var blár af kulda... Ég myndi ekki stoppa á leiðinni, sagði hann, þá frýstu eins og myndastytta...

Hvílíkur kuldi, ég fraus um leið. Hljóp Hrafnistuhringinn af gömlum vana. Frostið var -7°c og vindkæling Crying
Ég hef ekki hlaupið síðan á miðvikudag. Var í prófum bæði á fimmtudag og föstudag, ætlaði að hlaupa í gær en það var alltaf eitthvað sem truflaði. Það var því hressandi og gott að komast út í dag þrátt fyrir allan kuldann Wink

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Rólegt með Soffíu

Við hittumst kl 11 við Lækjarskóla... Veðrið var hlýtt, götur aðeins rakar, frábært hlaupaveður. Við Soffía fórum Áslandsbrekkurnar í dag, ég hleyp hvorki á morgun eða hinn, verð í prófum báða dagana. Brekkurnar voru ágætar, við fórum þær og allan hringinn á rólegu nótunum. Það blés köldu á toppnum og á móti okkur með sjónum. Ég skilaði Soffíu heim til sín, þaðan er 3,5 heim til mín.

Samtals var hringurinn 13,2 km


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband