Færsluflokkur: MARAÞON

Hreyfing í apríl 2022

Ballið er byrjað, ef ég ætla að ná markmiðum mínum, þá má ég ekki vera að því (vegna aldurs) að bíða eftir að komast í form, heldur verð ég að reyna að saxa á þessi fylki sem eru eftir í 3ja hring. Ég hef því valið mér nokkur tímalaus maraþon... Ég búin að fara 2 ferðir ein til USA... í eitt í mars og tvö núna í apríl...

 1.apr... 1000m skriðsund
 4.apr... 11.2 km hjól
 8.apr... 2,1 km hjól og 1000m skrið
 9.apr... 5,2 km hjól
11.apr... 17,5 km hjól,
13.apr... 14,5 km hjól og skokkaði hálfan hring kringum Hvaleyrarvatn
15.apr... 3 km Píslarganga, frá Bessastaðakirkju í Garðakirkju
18.apr... 12,2 km hjól... annar í páskum
20.apr....... Flug út
22.apr... 46,08 km Riverboat Series MARATHON, COLUMBUS Kentucky 
24.apr... 44.25 km Riverboat Series MARATHON, VIENNA Illinois
27.apr........ Flug heim
28.apr... 17,4 km Hjól m/Völu
29.apr... 1000m skrið

 


Riverboat Series, Vienna IL, 24.apr 2022

20220424_151538, Vienna ILÍ þetta skiptið gisti ég í mílu fjarlægð frá starti. Ég hafði stillt vekjarann á 3:30 en var vöknuð áður. Eitthað hef ég verið utanveltu því ég gleymdi að teypa tærnar á öðrum fæti... Fór á startið rétt fyrir kl 5,

Startið var í sögufrægum garði... The Trail of Tears" kl 5:30 og í myrkri. Þetta var síðasti dagurinn í seríunni. Brautin var marflöt eftir hjólreiðastíg, 10 hringir. Það var heitt á köflum, stöku sinnum þægileg vindkæling og nokkrir regndropar. 

Þetta maraþon er nr 256

Vegalengdin mældist 44,2 km og tíminn yfir 9 tímar

Illinois er 31.fylkið í þriðja hring.


Riverboat Series, Columbus KY, 22.apr 2022

20220422_161600 Columbus KentuckyÉg keyrði í gær frá Chicago, 385 mílur eða 623 km og það sat aðeins í mér... Ég gisti í Cairo IL, 28 mílur í burtu frá Columbus. Var með vekjarann stilltan á 3:30 en var vöknuð fyrr, enda á röngum tíma. Hlaupið var ræst 5:30 í myrkri og leiðin meðfram Mississippi River. Leiðin var mjög krefjandi, 5 brekkur í hring og 14 hringir og þetta varð mjög heitur dagur... en ég komst í gegnum þetta. 

Ég hitti marga vini sem sögðu allir að þetta væri erfiðasta brautin í seríunni,.. Ég fékk ,,The cabuch" síðasta lestarvagninn, nú eru nýjar reglur, sama persónan getur aðeins fengið síðasta vagninn einu sinni í hverri seríu...

Þetta maraþon er nr 255

Vegalengdin mældist yfir 46 km og tíminn yfir 9 klst

Þetta er 30.fylkið í 3ja hring


Appalachian Series, Eufaula Alabama 25.mars 2022

Já, góðan daginn, fyrsta maraþonið í tvö ár og 4 mán og fyrsta langa vegalengdin eftir ökklabrotið. Ég flaug til Orlando og keyrði tæpar 400 mílur eða rúml 600 km til Eufaula. Ég áttaði mig ekki á að hlaupið var við fylkismörkin og síminn stillti sig við rangt mastur og ég vaknaði (2:45 í stað 3:45) og mætti á staðinn klst of snemma.

20220325_Eufaula AlabamaHlaupið var ræst kl 5:30 á staðartíma og heilt maraþon var 12x fram og til baka. Fyrstu tvær ferðirnar voru í myrkri og ég hafði gleymt höfuðljósi... Ég var með göngustafi með mér sem ég notaði flestar ferðirnar...

Margir af mínum gömlu vinum voru mættir... og fagnaðarfundir. Það hitnaði fljótlega, en á stöku stað fékk maður ferskan vind á móti. Síðustu tvær ferðirnar fann ég þreytuverk þar sem skúfurnar voru í ökklanum.

Ég komst í gegnum þetta, eiginlega undrandi að ökklinn var í lagi en restin af skrokknum var þreyttur... Ég gekk það allt, þorði ekki að hlaupa fyrstu 5 km í myrkrinu án höfuðljóss... eins og ég hafði ætlað.

Maraþon nr 254
29. Fylkið í hring 3 um USA
Vegalengdin mældist 43,27 km og skráður tími er 8:39:39

 


Hlaupa annáll fyrir 2019

G L E Ð I L E G T  Á R

20200123 Verðlaunapeningar 2019Síðasti annáll var skrifaður í Thailandi, í ár ætlaði ég að skrifa hann í Texas, en vegna vinnu varð ég að hætta við þá ferð og skrifa annálinn því á Patreksfirði þar sem ég er settur prestur í vetur. Ekki var ég svo forsjál að taka mynd af verðlaunapeningum þess árs áður en ég keyrði vestur, svo myndin verður að bíða... en hún kemur. 

Ég fór 9 hlaupaferðir erlendis á árinu og hljóp í allt 15 maraþon.

Ég bætti við 8 nýjum löndum, Indlandi, Kýpur, Tékkóslovakíu, Kambodiu, VétNam, Argentínu, Malasíu og Singapore... Argentína var um leið í nýrri heimsálfu fyrir mig.

Að sjálfsögðu hljóp ég nokkur (5) maraþon í USA, ég hitti í einni ferð á tvö einhver erfiðustu maraþon sem ég hef hlaupið og svo ætlaði ég að taka 4 maraþon í Heartland seríunni en varð að lúta í lægra haldi fjórða daginn í röð og láta mér nægja 10 km... þetta varð til þess að ég varð að fara aukaferð út til að ná því að Reykjavík yrði nr 250.

Aukaferðin var til Stevenage UK... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage og til þess að komast í gegnum það prentaði ég út 3 og hálfa bls af leiðbeiningum... 

Í byrjun árs sá ég að það væri möguleiki fyrir mig að hlaupa maraþon nr 250 í Reykjavík... sem mér tókst síðan og er virkilega glöð að hafa fengið 250 sem keppnisnúmer, en ég hljóp heilt maraþon þar 23.árið í röð.

Síðasta maraþon ársins hljóp ég í Singapore á 63 ára afmælisdaginn minn.

Maraþonin eru orðin 253
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2020


Singapore Int. Marathon 30.nóv 2019

Singapore 2019Standard Chartered Singapore International Marathon,
Half Marathon, 10K, 5K, Marathon Relay

Singapore, Singapore
30.Nov. 2019

http://www.singaporemarathon.com

Þetta er seinna hlaupið í þessari ferð. Rakinn í báðum hlaupum hefur verið ótrúlega mikill, raunar eru fötin okkar alltaf þvöl enda rigningartími núna. Þetta var kvöldhlaup sem gerði allt erfiðara... vera búin að vaka allan daginn, vandi að borða rétt og svo rakinn og myrkrið.

Ég var komin á startið upp úr kl 16. þetta er stórt hlaup, troðið af fólki. Hlaupið byrjar á Formúlu 1 brautinni en endar annarsstaðar. 

20191201_Singaporeþað var ræst kl 18 en það leið rúmur hálftími þar til það kom að mínum bási. Hitinn var 29° götuhiti 34°og rakinn ótrúlegur. Daglega drynja þrumur hér og við fengum þrumur en sluppum við rigningu. 

Leiðin var svo sem ágæt en þó nokkuð um fram og til baka leiðir. Drykkjarstöðvar ágætar þegar maður var búinn að uppgötva uppsetninguna, en síðustu 12 km var lítið til. Vegna rakans var ég öll í nuddsárum eftir hlaupið og gjörsamlega búin, ég þurfti að bíða einn og hálfan tíma eftir leigubíl og hélt ég myndi ekki halda það út.

Þetta maraþon er nr 253
Garmurinn mældi tímann 7:32:21
og vegalengdina 43,53 km


Penang Bridge Int Marathon 24.nóv 2019

Penang Bridge Marathon MalasiaPenang Bridge Int.Marathon
Penang, Malaysia
24.November 2019

http://www.penangmarathon.gov.my/portal/?RL=1

Öll Asíu-hlaupin sem ég hef farið í hafa verið um nótt. Eftir langt og strangt ferðalag hingað og +8 tíma mun við Ísland... þá hefur verið mikið rugl á svefni. Ég gat t.d. ekki sofið kvöldið fyrir þetta hlaup.

Maraþon startið var kl 1:30 am í nótt. Það var 26°c hiti og mikill raki í loftinu.

20191124_Penang Marathon Þetta var erfitt maraþon, myrkur nær allan tímann, brautin eiginlega bara tvær langar götur fram og til baka og of langt á millidrykkjarstöðva sem voru litlar og því troðningur við þær. Brúin sem hlaupið heitir eftir er 13,5 km og við hlupum hana fram og til baka. Ég get ekki sagt að það sé skemmtilegt að hlaupa alltaf beint... fyrir utan að það var ekkert útsýni í myrkrinu.

Það voru ca 10 km eftir þegar það fór að birta og hitna um leið... og um 4 km seinna hlupum við inn í þvögu af gangandi 10 km hlaupurum sem bókstaflega fylltu brautina. Ég fór framhjá tveim maraþonhlaupurum sem fóru síðan burt í sjúkrabílum nokkra km frá markinu.

20191124_Penang Marathon Ég held það hafi haft áhrif á frammistöðuna að mér tókst ekki að sofna kvöldið fyrir hlaupið og að ég er bæði á sveppalyfi við sveppum í vélinda og á sýklalyfi við svöðusári á stóru tá.

Guði sé lof þá tókst mér að klára þetta... en ég er alls ekki "sprettharður" prestur eins og greinin í Fréttablaðinu segir.

Þetta maraþon er nr 252
Garmin mældi það 42,61 km og tímann 6:49:24
Penang er nýtt land hjá mér


Buenos Aires Marathon, Argentína 22.sept.2019

Buenos AiresBuenos Aires Marathon
Buenos Aires, Argentina

22.Sept. 2019

http://www.maratondebuenosaires.com/

Það er ótrúlega langt flug hingað, fyrst 6 tímar, síðan bið, og svo 11 tíma flug.

Við sóttum gögnin daginn fyrir hlaupið, expo-ið var ágætt, ca 10 km frá okkar hóteli sem var nálægt startinu. 

Ég stillti klukkuna á 4:00, græjaði mig, áætlaði um klst til að ganga á start og taka eina klósettröð. Hlaupið var ræst kl 7, leiðin var ágæt en samt tókst þeimm að finna amk 3 brekkur fyrir okkur.  Fyrsta drykkjarstöð var eftir 5 km en síðan á 2,5 km fresti. Hitinn var þolanlegur og nokkrum sinnum fengum við smá golu. 

20190922_Buenos Aires ArgentinaMér gekk ágætlega að halda áfram, fór að vísu aðeins of hratt í upphafi en ekkert sem kom að sök. Á leiðinni tók ég nokkrar selfie með Globetrotturum sem ég hitti. 

Marathon Globetrotter klúbburinn hefur alltaf samband við hlauphaldara og fær lengri tímamörk og í þessu maraþoni lofuðu þeir 7 klst... sem þeir svo sviku, þeir lokuðu markinu eftir 6:12... og amk einn Globetrotter fékk ekki skráðan tíma og verðlaunapening.

Þetta er maraþon nr 251
Garmin mældi leiðina ... 44,01 km
og tímann ... 6:04:30

Þetta maraþon færði mér nýja heimsálfu S-Ameríku og á ég þá 2 eftir, Ástralíu og Suðurskautið.


Reykjavíkurmaraþon 24.ág. 2019

Reykjavíkur maraþon
b3dd77edd9faa60b0279d5ce4c28aecc24.ágúst 2019
https://www.rmi.is

Ég sótti númerið á fimmtudegi og mætti í heiðursklúbbinn. Reykjavíkurmaraþon var svo vinsamlegt að láta mig hafa nr 250 og þau bentu fjölmiðlum á mig og stöð 2 og mbl tóku viðtöl við mig. Ég vona að það skili sér í meiri áheitum fyrir Einhverfusamtökin

Nóttina fyrir hlaup svaf ég frekar lítið og illa. klukkan var stillt á 5:45 og ég var farin út kl 7:30... ég mátti ekki vera seinni til að fá stæði og koma mér á startið. Það rigndi á leiðinni inneftir en var þurrt í hlaupinu. Ég var búin að tilkynna Maniac myndatöku kl 8:25. Nokkrir mættu.

20190824_Reykjvíkur maraþonHlaupið var ræst kl 8:40. Mér gekk ágætlega fyrst, alltaf stuð á Nesinu. Ég verð að viðurkenna að ég fann heldur fljótt fyrir þreytu í hlaupinu, enda búin að hafa mikið fyrir því að þetta maraþon yrði nr 250... Indland í febrúar, Kýpur í mars, Prag í maí, 2 erfið fjallamaraþon í júní, 4 maraþon í júlí og Reykjavik er 3ja maraþonið í ágúst... 
Kannski var þetta líka spennufall í dag... en ég kláraði þetta maraþon eins og öll hin... en þetta er 23. árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.

20190824_Reykjvíkur maraþonÉg hef bent á það mörg undanfarin ár að 4 km á milli drykkjarstöðva er of langt, tilhneigingin er að drekka annað hvort of mikið eða of lítið þegar svona langt er á milli... en það gerist ekkert í þessum málum. Í dag var brautin ný að hluta og ágæt nema síðustu km fyrir ofan Lækjargötuna... þeir virtust aldrei ætla að taka enda...

Þetta maraþon er nr 250, stór áfangi hjá mér
Garmurinn mældi það 42,67 km 
og tímann 6:20:42


Da Nang Int. Marathon, Viêt Nam 11.ág. 2019

Da Nang Int. Marathon,
Da Nang VIÊT NAM
11.ágúst 2019

Screenshot_20190812-141932_Chrome

http://www.rundanang.com

Við sóttum númerið fyrir hádegi í gær. Það er svo heitt hérna að við förum ekki út um miðjan dag. Ég er nr 40814... síðan tókum við það rólega... hótelið lét mig fá morgunmatarbox.

Klukkan var stillt á 2am. Ég svaf ágætlega. Lúlli fór með mér á startið sem er 200m frá hótelinu.

20190811_DaNang ViétNamHlaupið var ræst kl 4:30 í 28°c... og ég var svo heppin að það var skýjað þar til ég var hálfnuð en þá var hitinn kominn í 38°c.

Það voru 2 km á milli drykkjarstöðva. Á hverri stöð langaði mig bara til að standa þar og sturta í mig ísköldu vatni eða orkudrykk. Ég hef aldrei á ævinni drukkið eins mikið og í þessu maraþoni. Það var ótrúlega þægilegt að fá golu öðru hverju og svo þræddi ég skuggana. Ég held ég hafi drukkið hátt í 10 lítra á leiðinni.

Heila maraþonið var 2 hringir og ég hef sagt það áður ÞAÐ ER ERFITT AÐ HLAUPA FRAMHJÁ MARKINU og eiga annan hring eftir. Seinni hringurinn var erfiður, bæði var orðið svo heitt og eins af því að engum götum var lokað. Við hlupum í miðri umferðinni og í seinni hring týndist maður, svínað fyrir mig og oft forðaði ég mér upp á gangstétt. Hitinn var 42°c þegar ég loksins kláraði.

Þetta maraþon er nr 249
Garmurinn mældi það 42,68 km
og tímann 7:24:12

Viêt Nam er nýtt land fyrir mig
úrslit hlaupsins: https://www.sportstats.asia/display-results.xhtml?raceid=103989

64440814BRYNDIS SVAVARSDOTTIRFemale9007:26:4307:24:12

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband