Hlaupa annáll fyrir 2019

G L E Ð I L E G T  Á R

20200123 Verðlaunapeningar 2019Síðasti annáll var skrifaður í Thailandi, í ár ætlaði ég að skrifa hann í Texas, en vegna vinnu varð ég að hætta við þá ferð og skrifa annálinn því á Patreksfirði þar sem ég er settur prestur í vetur. Ekki var ég svo forsjál að taka mynd af verðlaunapeningum þess árs áður en ég keyrði vestur, svo myndin verður að bíða... en hún kemur. 

Ég fór 9 hlaupaferðir erlendis á árinu og hljóp í allt 15 maraþon.

Ég bætti við 8 nýjum löndum, Indlandi, Kýpur, Tékkóslovakíu, Kambodiu, VétNam, Argentínu, Malasíu og Singapore... Argentína var um leið í nýrri heimsálfu fyrir mig.

Að sjálfsögðu hljóp ég nokkur (5) maraþon í USA, ég hitti í einni ferð á tvö einhver erfiðustu maraþon sem ég hef hlaupið og svo ætlaði ég að taka 4 maraþon í Heartland seríunni en varð að lúta í lægra haldi fjórða daginn í röð og láta mér nægja 10 km... þetta varð til þess að ég varð að fara aukaferð út til að ná því að Reykjavík yrði nr 250.

Aukaferðin var til Stevenage UK... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage og til þess að komast í gegnum það prentaði ég út 3 og hálfa bls af leiðbeiningum... 

Í byrjun árs sá ég að það væri möguleiki fyrir mig að hlaupa maraþon nr 250 í Reykjavík... sem mér tókst síðan og er virkilega glöð að hafa fengið 250 sem keppnisnúmer, en ég hljóp heilt maraþon þar 23.árið í röð.

Síðasta maraþon ársins hljóp ég í Singapore á 63 ára afmælisdaginn minn.

Maraþonin eru orðin 253
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2020


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband