Ég hljóp út um hádegið og hljóp hringinn ein. Það var -7°c... Kuldaboli beit en maður vandist honum fljótlega. Aðal málið í svona frosti er að anda ekki of ótt ofaní sig... gott ráð til að passa það er að hlaupa með tyggjó... Svo undarlegt sem það er - þá breytir það önduninni, rænir mann orku og maður fer hægar. Færðin er enn slæm, frosið þvottabretti sumstaðar en sólin bjargaði öllu
Ég ákvað að sleppa broddunum í dag og sá ekki eftir því. Ég fór sama hringinn og undanfarið þ.e. Hrafnistuhringinn sem mælist 12,5 km héðan að heiman.
Íþróttir | 10.2.2009 | 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala hlupum saman í dag, réttara sagt dragnaðist Vala með mig með sér.
Við hlupum af stað um hádegið, það var kalt -7°c og vindurinn blés á móti okkur alla leiðina að undanskildum Álftanesveginum. Við höfðum nóg að spjalla, hlupum að heiman, gegnum bæinn, yfir hraunið inn í Garðabæ og síðan hring í kringum bæinn, út á Álftanes, fram hjá Hrafnistu og sjávarleiðina heim.
Hringurinn mældist 19,5 km og síðasta kílómeterinn var kominn skafrenningur og kærkomið að komast heim í hlýjuna.
Íþróttir | 7.2.2009 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því miður voru skórnir of stórir, verð að skipta þeim... en ég hefði hvort sem er ekki tímt að prófa þá í þessari færð
Vetrarsokkarnir Nimbus voru settir undir í dag og virka frábærlega, eins og sniðnir á fótinn. Mínir gömlu sem voru báðir á vinstri fót... gengu náttúrulega ekki lengur. Ég hafði keypt þá hjá Daníel Smára í Afreksvörum og það hafði einhver ruglað saman pörum... og ég nennti ekki að skipta... svo ég hef ekki haft hægri fót í nokkur ár Nýju sokkarnir eru frábærir, ekki of þykkir, sniðnir á fótinn og hlýjir.
Við Vala hlupum saman í dag. Ég hljóp í vinnuna til hennar og við fórum saman Hrafnistuhringinn 12,5 km.
Veðrið var frábært, -5°c en stillt veður og við náðum að hlaupa í björtu. Það var sama ófærðin og hina dagana í vikunni en það var svo gaman að hlaupa með henni að ófærðin gleymdist alveg. Við ætlum að hlaupa aftur saman á laugardag.
Íþróttir | 5.2.2009 | 19:04 (breytt kl. 19:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni af hundraðasta maraþoninu mínu í janúar, þá ákvað Sportís Austurhrauni 3 að færa mér gjöf. Gjöfin er Asics Nimbus... sama nafn og á galdrapriki Harrý Potter... Frábærir skór, ég hef átt þessa týpu áður.
Skónum fylgdu hlaupasokkar, bæði vetrar og sumartýpa, líka Nimbus. Ef eitthvað er ætti hraðinn að aukast núna
Ég mætti á Austurhraunið í dag og Þröstur færði mér glaðninginn, sem ég er afar ánægð með og þakklát fyrir.
Íþróttir | 4.2.2009 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp sama hring og í fyrradag... Hrafnistuhringinn og í dag mælist hann 0,5 km. lengri... eina útskýringin er að klukkan stoppaði síðast en ég hélt það hefði ekki verið nein vegalengd sem mældist ekki... ég var að bjástra við vettlingana. Já, í fyrsta sinn á Íslandi hljóp ég með vettlinga mestan hluta hringsins.
Hrafnistuhringurinn mælist sem sagt 12,5 km og stundum hef ég tekið lengingu hér í hverfinu til að lengja í 13 km... en ekki núna. Það var hörkufrost um -10 °c þegar ég lagði af stað um hádegið... -7 þegar ég kom til baka.. sagði Bíðari nr.1
Ég reyndi að vera vitur og fara hægt... svo ég andaði ekki of ört köldu ofaní lungu. Veðrið var fallegt þrátt fyrir kuldann en ófærðin er óskemmtileg.
Íþróttir | 4.2.2009 | 16:58 (breytt kl. 17:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru rosaleg viðbrigði að koma úr 30°C hita og hlaupa hér heima í frosti og ófærð. Ég kom heim á miðvikudag en hljóp ekki fyrr en í dag... ekki það að ég nennti ekki fyrr - heldur að ég prédikaði í gær í kirkjunni minni og notaði mér fyrir helgina, að vera inni í hlýjunni á náttfötunum... hafa það kósí við að setja saman pistilinn.
Þar sem ég hljóp ein í dag.. naut ég þess að hlaupa í björtu... færðin var skelfing fyrir grindarlosið mitt... ég var með gormabrodda... veit ekki hvort þeir björguðu neinu. Kannski helst ef snjórinn er vel þjappaður en ekki svell, því þá virka þeir eins og skautar.
Ég fór Hrafnistuhring, með viðkomu í Sjúkraþjálfaranum þar sem ég heilsaði upp á Völu... sem ég hef ekki séð síðan fyrir jól. Hringurinn sem var 12 km var seinfarinn en kærkominn hreyfing... ég vil samt losna við þennan snjó.
Íþróttir | 2.2.2009 | 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ING Miami Marathon & Half-Marathon, Miami & Miami Beach,
FL USA, 25.jan. 2009
http://www.ingmiamimarathon.com
Ég fór frekar seint að sofa, svaf ekki vel og lét klukkuna vekja okkur kl.3 í nótt. Það var eins gott að við höfðum tímann fyrir okkur. Það voru 15 mílur á startið... og garmurinn vildi bara fara með okkur yfir vindubrú sem var opin - og verður opin þangað til á morgun.
Ég var í alvöru farin að hafa áhyggjur af því að missa af hlaupinu. Það var ekki óhætt að elta bara einhvern bíl... og við sáum enga hlaupara. Eftir að hafa keyrt fram og til baka, út og suður... spurði ég lögregluþjón til vegar.
Við fundum stæði og ég komst í básinn minn... og þá voru ekki margar mínútur í start kl.6:15. Það var heitt og rakt þó það væri enn dimmt. Raunar var alltof heitt í hlaupinu - strax og birti og þegar ég kláraði var 75 á Farenheit... 25°c. en götuhitinn hefur verið meiri.
Það er ekkert nýtt að ég fór of hratt af stað... og að ég var með drykkjarvandamál... drakk fyrst of lítið en varð samt í spreng... síðan drakk ég heilu glösin á hverri drykkjarstöð en gat ekki pissað dropa.
Það var svo heitt að ég hellti nokkrum vatnsglösum yfir mig á hverri drykkjarstöð... soðnaði meira að segja á tánum, því vatnið lak niður í skó. Hitinn dró mig niður eins og venjulega.
Leiðin var ekkert sérlega skemmtileg - en allt í lagi... nokkrar brekkur voru og farið fram og til baka, þannig að maður var að mæta hlaupurum sem voru á undan.
Guð sé lof...ég kláraði maraþonið sem mældist 43.1 km á 5:33:41 á mína klukku.
Íþróttir | 24.1.2009 | 01:51 (breytt 26.1.2009 kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við keyrðum út á Miami Beach. Sólin og veðrið lék við okkur. Við vorum heppin... fengum stæði á ,,útsölu" mjög nálægt Miami Beach Convention Center... þar sem gögnin voru afhent.
Hlaupið er ekki svo stórt, ekki expo-ið heldur. Það byrjaði kl 12 á hádegi og við vorum með fyrstu mönnum á staðinn. Það var nóg af sölubásum, en lítið um almennileg tilboð á einhverju.
Ég fékk bib nr. 6067... Flestir eru komnir með þessa einnota-límmiða/renning sem maður festir á skóinn í staðinn fyrir flögu.
Við keyrðum á startið... markið er rétt hjá en hótelið okkar er 15 mílur í burtu. Við slökum bara á núna og á morgun...
Maraþonið verður ræst kl 6:15 á sunnudagsmorgun.
Íþróttir | 24.1.2009 | 01:23 (breytt kl. 01:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavíkurmaraþon hafi eitthvað misskilið hvernig drykkjarstöðvar eiga að vera uppsettar... Þetta er í bænum Marathon á Florida Keys og þeir ættu að vera PRO... er það ekki ? Allir hlauparar vita hvað það er nauðsynlegt að fá réttu orkuna í maraþoni.
Íþróttir | 23.1.2009 | 01:54 (breytt kl. 02:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Museum of Aviation Foundation
Marathon & Half-Marathon,
Warner Robins/Robins AFB, GA USA.
17.jan. 2009
http://www.robinspacers.org/museum
Klukkan var stillt á 4:30 og konan sem sér um eldhúsið var svo vinsamleg að opna það klst fyrr en vanalega. Við gátum fengið okkur kornflex, beyglur og vöfflur... umm heitar, nýbakaðar vöfflur.
Við keyrðum af stað rúmlega 7, enda stutt á staðinn. Ég þurfti að sækja gögnin... ég var nr 107.
Það var nokkurra stiga frost, svo ég var í síðerma bol úr Disney-maraþoninu og vesti úr Mississippi Blues-maraþoninu. Ég var ekki með vettlinga með mér, svo ég keypti þá í gær í Wal-mart.
Afhending gagna og verðlauna fór fram inni í flugvélasafninu og startið var fyrir utan, heilt maraþon fór tvisvar sama hringinn í kringum flugvöllinn og vallarsvæðið.
Það var ræst kl 7:57 (smá mistök).
Eins og oft gerist í litlum hlaupum fór ég of hratt af stað, maður smitast þegar það eru fáir keppendur og meirihlutinn er kannski að fara hálft maraþon.
Við hliðina á skilti fyrir mílu 1... fékk ég rosalegan sinadrátt eða krampa í vinstri hnésbót... Ég veinaði : Ó, NEI GUÐ þetta má ekki...
Ég hægði á mér, reyndi að hlaupa vinstra megin á veginum, því hann var hæstur í miðjunni, þannig gat ég rétt aðeins meira úr fætinum... ég losnaði við sinadráttinn, Guði sé lof... og gat haldið hraðanum út hlaupið.
Það var óvænt ánægja að ég kom í mark á tímanum 4:58:48 á mína klukku og var fyrst í mínum aldursflokki.
Ég næ alltaf betri tíma í kulda og mótvindi en í hita.
Þetta maraþon er nr. 101 og Georgía 33 fylkið mitt.
Íþróttir | 18.1.2009 | 03:11 (breytt kl. 03:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)